Vilja að ráðherra setji reglur um starfsnám Sæunn Gísladóttir skrifar 8. apríl 2017 06:00 Margir nemar reyna að fá eitthvað bitastætt á ferilskrá. vísir/ernir Bandalag háskólamanna (BHM) og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hyggjast senda sameiginlegt erindi til menntamálaráðuneytisins þar sem óskað er eftir að ráðuneytið móti reglur um starfsnám sem gildi fyrir alla háskólana. Allur gangur er á því hjá háskólunum hvernig samningur þeirra er við stofnanir og fyrirtæki um starfsnám. Ríkisstofnanir auglýsa um þessar mundir launað og ólaunað starfsnám fyrir laganema í vor og sumar. Starfsnámið er metið til eininga hjá Háskóla Íslands. Meðal stofnana sem ekki greiða laun eru velferðarráðuneytið og Neytendasamtökin. Í svari frá velferðarráðuneytinu kemur fram að samstarfssamningar séu gerðir að frumkvæði háskólanna og er starfsnámið hluti af námi hlutaðeigandi nemenda, líkt og kemur fram og er skilgreint í samningunum sjálfum. Í auglýsingu frá Neytendasamtökunum kemur fram að ef vel gengur geti starfsnámið leitt til sumarstarfs.Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri BHM.Mynd/Styrmir KáriÁ síðasta ári gagnrýndi Bandalag háskólamanna ólaunað starfsnám sem WOW air auglýsti fyrir laganema. Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri BHM, segir að sömu reglur eigi að gilda um ólaunað starfsnám hjá hinu opinbera. „Við höfum verið að fylgjast með auglýsingum eftir starfsnemum og þar höfum við skoðað hvað er á bak við það. Það er allur gangur á því hvort það standist skoðun eða ekki,“ segir Erna. „Þetta er að mínu mati ekki gott því síðan eru nemarnir í þeirri erfiðu aðstöðu að vera að reyna að fá eitthvað á ferilskrá sína og eru ekki að hugsa út í að það sé eitthvað bogið við það að þau séu að sinna störfum án þess að fá laun fyrir,“ segir Erna. David Erik Mollberg, fráfarandi formaður LÍS, segir starfsnám umdeilt mál innan háskólasamfélagsins. „Það er til reglugerð um starfsnám í framhaldsskóla. Við verðum að fara að vinna í að þróa reglugerð á háskólastigi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Bandalag háskólamanna (BHM) og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hyggjast senda sameiginlegt erindi til menntamálaráðuneytisins þar sem óskað er eftir að ráðuneytið móti reglur um starfsnám sem gildi fyrir alla háskólana. Allur gangur er á því hjá háskólunum hvernig samningur þeirra er við stofnanir og fyrirtæki um starfsnám. Ríkisstofnanir auglýsa um þessar mundir launað og ólaunað starfsnám fyrir laganema í vor og sumar. Starfsnámið er metið til eininga hjá Háskóla Íslands. Meðal stofnana sem ekki greiða laun eru velferðarráðuneytið og Neytendasamtökin. Í svari frá velferðarráðuneytinu kemur fram að samstarfssamningar séu gerðir að frumkvæði háskólanna og er starfsnámið hluti af námi hlutaðeigandi nemenda, líkt og kemur fram og er skilgreint í samningunum sjálfum. Í auglýsingu frá Neytendasamtökunum kemur fram að ef vel gengur geti starfsnámið leitt til sumarstarfs.Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri BHM.Mynd/Styrmir KáriÁ síðasta ári gagnrýndi Bandalag háskólamanna ólaunað starfsnám sem WOW air auglýsti fyrir laganema. Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri BHM, segir að sömu reglur eigi að gilda um ólaunað starfsnám hjá hinu opinbera. „Við höfum verið að fylgjast með auglýsingum eftir starfsnemum og þar höfum við skoðað hvað er á bak við það. Það er allur gangur á því hvort það standist skoðun eða ekki,“ segir Erna. „Þetta er að mínu mati ekki gott því síðan eru nemarnir í þeirri erfiðu aðstöðu að vera að reyna að fá eitthvað á ferilskrá sína og eru ekki að hugsa út í að það sé eitthvað bogið við það að þau séu að sinna störfum án þess að fá laun fyrir,“ segir Erna. David Erik Mollberg, fráfarandi formaður LÍS, segir starfsnám umdeilt mál innan háskólasamfélagsins. „Það er til reglugerð um starfsnám í framhaldsskóla. Við verðum að fara að vinna í að þróa reglugerð á háskólastigi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira