Vilja að ráðherra setji reglur um starfsnám Sæunn Gísladóttir skrifar 8. apríl 2017 06:00 Margir nemar reyna að fá eitthvað bitastætt á ferilskrá. vísir/ernir Bandalag háskólamanna (BHM) og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hyggjast senda sameiginlegt erindi til menntamálaráðuneytisins þar sem óskað er eftir að ráðuneytið móti reglur um starfsnám sem gildi fyrir alla háskólana. Allur gangur er á því hjá háskólunum hvernig samningur þeirra er við stofnanir og fyrirtæki um starfsnám. Ríkisstofnanir auglýsa um þessar mundir launað og ólaunað starfsnám fyrir laganema í vor og sumar. Starfsnámið er metið til eininga hjá Háskóla Íslands. Meðal stofnana sem ekki greiða laun eru velferðarráðuneytið og Neytendasamtökin. Í svari frá velferðarráðuneytinu kemur fram að samstarfssamningar séu gerðir að frumkvæði háskólanna og er starfsnámið hluti af námi hlutaðeigandi nemenda, líkt og kemur fram og er skilgreint í samningunum sjálfum. Í auglýsingu frá Neytendasamtökunum kemur fram að ef vel gengur geti starfsnámið leitt til sumarstarfs.Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri BHM.Mynd/Styrmir KáriÁ síðasta ári gagnrýndi Bandalag háskólamanna ólaunað starfsnám sem WOW air auglýsti fyrir laganema. Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri BHM, segir að sömu reglur eigi að gilda um ólaunað starfsnám hjá hinu opinbera. „Við höfum verið að fylgjast með auglýsingum eftir starfsnemum og þar höfum við skoðað hvað er á bak við það. Það er allur gangur á því hvort það standist skoðun eða ekki,“ segir Erna. „Þetta er að mínu mati ekki gott því síðan eru nemarnir í þeirri erfiðu aðstöðu að vera að reyna að fá eitthvað á ferilskrá sína og eru ekki að hugsa út í að það sé eitthvað bogið við það að þau séu að sinna störfum án þess að fá laun fyrir,“ segir Erna. David Erik Mollberg, fráfarandi formaður LÍS, segir starfsnám umdeilt mál innan háskólasamfélagsins. „Það er til reglugerð um starfsnám í framhaldsskóla. Við verðum að fara að vinna í að þróa reglugerð á háskólastigi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Bandalag háskólamanna (BHM) og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hyggjast senda sameiginlegt erindi til menntamálaráðuneytisins þar sem óskað er eftir að ráðuneytið móti reglur um starfsnám sem gildi fyrir alla háskólana. Allur gangur er á því hjá háskólunum hvernig samningur þeirra er við stofnanir og fyrirtæki um starfsnám. Ríkisstofnanir auglýsa um þessar mundir launað og ólaunað starfsnám fyrir laganema í vor og sumar. Starfsnámið er metið til eininga hjá Háskóla Íslands. Meðal stofnana sem ekki greiða laun eru velferðarráðuneytið og Neytendasamtökin. Í svari frá velferðarráðuneytinu kemur fram að samstarfssamningar séu gerðir að frumkvæði háskólanna og er starfsnámið hluti af námi hlutaðeigandi nemenda, líkt og kemur fram og er skilgreint í samningunum sjálfum. Í auglýsingu frá Neytendasamtökunum kemur fram að ef vel gengur geti starfsnámið leitt til sumarstarfs.Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri BHM.Mynd/Styrmir KáriÁ síðasta ári gagnrýndi Bandalag háskólamanna ólaunað starfsnám sem WOW air auglýsti fyrir laganema. Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri BHM, segir að sömu reglur eigi að gilda um ólaunað starfsnám hjá hinu opinbera. „Við höfum verið að fylgjast með auglýsingum eftir starfsnemum og þar höfum við skoðað hvað er á bak við það. Það er allur gangur á því hvort það standist skoðun eða ekki,“ segir Erna. „Þetta er að mínu mati ekki gott því síðan eru nemarnir í þeirri erfiðu aðstöðu að vera að reyna að fá eitthvað á ferilskrá sína og eru ekki að hugsa út í að það sé eitthvað bogið við það að þau séu að sinna störfum án þess að fá laun fyrir,“ segir Erna. David Erik Mollberg, fráfarandi formaður LÍS, segir starfsnám umdeilt mál innan háskólasamfélagsins. „Það er til reglugerð um starfsnám í framhaldsskóla. Við verðum að fara að vinna í að þróa reglugerð á háskólastigi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira