Fótbolti

Bandaríska kvennalandsliðið tapaði gegn unglingum frá Dallas

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bandarísku stelpurnar fagna marki gegn Rússum í gær.
Bandarísku stelpurnar fagna marki gegn Rússum í gær. vísir/getty
Bandaríska kvennalandsliðið fékk skell gegn U15 ára strákaliði Dallas FC er það undirbjó sig fyrir leik gegn Rússum.

Leikurinn fór 5-2 fyrir unglingana í Dallas en þó ber að varast að taka úrslitin úr bókstaflega þar sem leikurinn fór fram nokkrum dögum fyrir landsleik og kvennalandsliðið aðeins að ná að hreyfa sig fyrir leik.

Stelpurnar tóku tapinu heldur ekki illa og allir voru hressir eftir leik eins og sjá má á myndunum hér að neðan.

Bandaríska liðið var búið að tapa tveim landsleikjum í röð, gegn Englandi og Frakklandi, áður en kom að leiknum gegn Rússum í gær.

Hann unnu bandarísku stelpurnar sannfærandi, 4-0, þannig að æfingaleikurinn gegn strákunum virðist hafa haft jákvæð áhrif.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×