Rangfærslur dómsmálaráðherra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 7. apríl 2017 07:00 Sjaldgæft er að fangar setjist saman fyrir framan sjónvarpið til þess eins að hlýða á umræður kjörinna fulltrúa á Alþingi. Snemma í marsmánuði var þó slík stund þegar fram fór sérstök umræða um stöðu fanga. Það örlaði á brosi meðal áhorfenda, aðallega bjartsýnisbrosi vegna þess velvilja sem gætti meðal þingmanna sem tóku til máls en einnig þótti hálf brosleg áberandi fákunnátta ráðherra málaflokksins. Það er þó kannski skiljanlegt ráðherranum hafi ekki tekist að setja sig inn í fangelsismál á þeim stutta tíma sem hún hefur verið í embætti. Mörg mál hvíla á herðum ráðherra og fangar eru vanir því að sitja á hakanum. Til að flýta örlítið fyrir skal hér bent á nokkur atriði sem ráðherra fór rangt með í ræðu sinni:„ Í nýjum lögum sem Alþingi samþykkti á síðasta ári var betrunarstefnan lögfest.“ Rangt. Refsistefnan var enn og aftur lögfest en orðið betrun skilgreint. Þetta er tvennt ólíkt og í raun var lítil breyting gerð á eldri lögum nema það að orðinu betrun var bætt inn eftir kröftug mótmæli Afstöðu um að ekkert mætti finna um betrun í frumvarpi til laganna.„Með þessum lögum voru réttindi fanga aukin með rýmkun á fullnustu utan fangelsa, svo sem samfélagsþjónustu og rafrænu eftirliti, vinnu og námi utan fangelsis, fjölskylduleyfi og þess háttar.“ Rangt. Réttindi um vinnu og nám utan fangelsis voru þrengd. Fjölskylduleyfum var komið á en þau eru háð svo ströngum skilyrðum að til þess að geta notið þeirra þarf fangi að vera með meira en 13 ára dóm. Þá hafa þeir fangar yfirleitt misst tengsl við fjölskyldur sínar, einmitt vegna þess að allt kapp er lagt á það í fangelsiskerfinu að sundra fjölskyldum frekar en að sameina.„Verknám er orðinn stór hluti afplánunar“ Rangt. Í öllum fangelsum landsins er ekkert verknám í boði! Örfáir tímar af og til undanfarin ára hafa þó verið í logsuðu á Litla-Hrauni. Allar hugmyndir Afstöðu um verknám, sem hefði auðveldlega verið hægt að gera frá öllum fangelsum landsins án meiri kostnaðar hafa verið hundsaðar í gegnum tíðina.„Það hefur stundum verið erfitt að manna þær stöður [sálfræðinga].“ Rangt. Aldrei hefur verið vandamál að manna stöðu sálfræðinga við fangelsin. Nær væri að fjölga stöðugildum sálfræðinga og að þeir störfuðu við fangelsin en ekki á skrifstofu fangelsismálastofnunar. Hins vegar er rétt að erfitt hefur reynst að manna stöðugildi geðlæknis vegna þess að þeir telja starfsumhverfið sem þeim er gert að vinna við óásættanlegt.„Ég vil þó nefna í lokin varðandi endurkomutíðnina að hún er með skásta móti hér á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin.“ Rangt. Fram kom í máli Ólafar Nordal, fyrrv. innanríkisráðherra á Alþingi í umræðum um fullnustu refsinga á 145. löggjafarþingi, að „[e]ins og við vitum kemur annar hver fangi aftur í fangelsi“ og bætti við að henni þætti það allt of hátt hlutfall. Afstaða tekur heilshugar undir þau orð Ólafar Nordal. Það var þó jákvætt að heyra frá dómsmálaráðherra að vinna við svokallaða fullnustuáætlun væri í gangi og að ráðherrann hefði undirstrikað að ekki stæði annað til en að sjónarmið Afstöðu fengju að koma fram við gerð og vinnu áætlunarinnar. Sú áætlun hefur reyndar verið í vinnslu frá því í árslok 2015, en ráðherrann sagðist þó vonast til að starfshópurinn lyki störfum á næstu vikum. Og þar sem enn hefur ekki verið haft samband við Afstöðu, og miðað við reynslu félagsins af slíkri vinnu í ráðuneytinu, er ólíklegt að sjónarmið fanga fái að heyrast - fyrr en áætlunin hefur verið fullgerð. Úttekið: „eins og við vitum kemur annar hver fangi aftur í fangelsi“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Sjaldgæft er að fangar setjist saman fyrir framan sjónvarpið til þess eins að hlýða á umræður kjörinna fulltrúa á Alþingi. Snemma í marsmánuði var þó slík stund þegar fram fór sérstök umræða um stöðu fanga. Það örlaði á brosi meðal áhorfenda, aðallega bjartsýnisbrosi vegna þess velvilja sem gætti meðal þingmanna sem tóku til máls en einnig þótti hálf brosleg áberandi fákunnátta ráðherra málaflokksins. Það er þó kannski skiljanlegt ráðherranum hafi ekki tekist að setja sig inn í fangelsismál á þeim stutta tíma sem hún hefur verið í embætti. Mörg mál hvíla á herðum ráðherra og fangar eru vanir því að sitja á hakanum. Til að flýta örlítið fyrir skal hér bent á nokkur atriði sem ráðherra fór rangt með í ræðu sinni:„ Í nýjum lögum sem Alþingi samþykkti á síðasta ári var betrunarstefnan lögfest.“ Rangt. Refsistefnan var enn og aftur lögfest en orðið betrun skilgreint. Þetta er tvennt ólíkt og í raun var lítil breyting gerð á eldri lögum nema það að orðinu betrun var bætt inn eftir kröftug mótmæli Afstöðu um að ekkert mætti finna um betrun í frumvarpi til laganna.„Með þessum lögum voru réttindi fanga aukin með rýmkun á fullnustu utan fangelsa, svo sem samfélagsþjónustu og rafrænu eftirliti, vinnu og námi utan fangelsis, fjölskylduleyfi og þess háttar.“ Rangt. Réttindi um vinnu og nám utan fangelsis voru þrengd. Fjölskylduleyfum var komið á en þau eru háð svo ströngum skilyrðum að til þess að geta notið þeirra þarf fangi að vera með meira en 13 ára dóm. Þá hafa þeir fangar yfirleitt misst tengsl við fjölskyldur sínar, einmitt vegna þess að allt kapp er lagt á það í fangelsiskerfinu að sundra fjölskyldum frekar en að sameina.„Verknám er orðinn stór hluti afplánunar“ Rangt. Í öllum fangelsum landsins er ekkert verknám í boði! Örfáir tímar af og til undanfarin ára hafa þó verið í logsuðu á Litla-Hrauni. Allar hugmyndir Afstöðu um verknám, sem hefði auðveldlega verið hægt að gera frá öllum fangelsum landsins án meiri kostnaðar hafa verið hundsaðar í gegnum tíðina.„Það hefur stundum verið erfitt að manna þær stöður [sálfræðinga].“ Rangt. Aldrei hefur verið vandamál að manna stöðu sálfræðinga við fangelsin. Nær væri að fjölga stöðugildum sálfræðinga og að þeir störfuðu við fangelsin en ekki á skrifstofu fangelsismálastofnunar. Hins vegar er rétt að erfitt hefur reynst að manna stöðugildi geðlæknis vegna þess að þeir telja starfsumhverfið sem þeim er gert að vinna við óásættanlegt.„Ég vil þó nefna í lokin varðandi endurkomutíðnina að hún er með skásta móti hér á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin.“ Rangt. Fram kom í máli Ólafar Nordal, fyrrv. innanríkisráðherra á Alþingi í umræðum um fullnustu refsinga á 145. löggjafarþingi, að „[e]ins og við vitum kemur annar hver fangi aftur í fangelsi“ og bætti við að henni þætti það allt of hátt hlutfall. Afstaða tekur heilshugar undir þau orð Ólafar Nordal. Það var þó jákvætt að heyra frá dómsmálaráðherra að vinna við svokallaða fullnustuáætlun væri í gangi og að ráðherrann hefði undirstrikað að ekki stæði annað til en að sjónarmið Afstöðu fengju að koma fram við gerð og vinnu áætlunarinnar. Sú áætlun hefur reyndar verið í vinnslu frá því í árslok 2015, en ráðherrann sagðist þó vonast til að starfshópurinn lyki störfum á næstu vikum. Og þar sem enn hefur ekki verið haft samband við Afstöðu, og miðað við reynslu félagsins af slíkri vinnu í ráðuneytinu, er ólíklegt að sjónarmið fanga fái að heyrast - fyrr en áætlunin hefur verið fullgerð. Úttekið: „eins og við vitum kemur annar hver fangi aftur í fangelsi“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun