Fótbolti

Higuain þaggaði niður í forseta Napoli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Higuain bendir hér að forseta Napoli.
Higuain bendir hér að forseta Napoli. vísir/getty
Forseti Napoli, Aurelio de Laurentiis, hefur verið í yfirvinnu við að drulla yfir framherjann Gonzalo Higuain síðan hann seldi leikmanninn til Juventus.

De Laurentiis var ekki sáttur við hvernig þau mál enduðu þó svo hann hefði fengið drjúgan skilding fyrir framherjann. Higuain sá dýrasti á Ítalíu frá upphafi.

Í gær skoraði Higuain tvö mörk fyrir Juventus í síðari undanúrslitaleik liðsins í bikarnum gegn Napoli. Napoli vann leikinn 3-2 en Juve vann fyrri leikinn 3-1 og fer því í úrslit.

Alls er Higuain því búinn að skora fjögur mörk gegn Napoli í vetur. Það var mjög erfitt fyrir De Laurentiis að horfa á Higuain skora í gær.

Argentínski framherjinn hefur ekki viljað svara drullukökunum frá forsetanum í vetur en gerði það inn á vellinum í gær.

Er hann skoraði fyrra markið benti hann upp í stúku á De Laurentiis og öskraði: „Þetta er þér að kenna!“

Brjálaður De Laurentiis neitaði að ræða við fjölmiðla eftir leikinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×