Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. apríl 2017 12:31 Gert er ráð fyrir að um átta þúsund íbúðir verði byggðar fyrir árslok 2019. Vísir/GVA Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningardeildarinnar. Húsnæðisverði hefur hækkað umtalsvert undanfarin ár, líkt og greint hefur verið frá. Í nýrri spá greiningardeildarinnar gerir þó ráð fyrir að hægi talsvert á verðhækkunum þegar líður á árið. Aðstæður til verðhækkanna séu þó enn til staðar þar sem fáar eignir séu til sölu en á móti kom að nú stefni í fleiri íbúðir verði byggðar og að fjölgun íbúða muni bráðleg fylgja fólksfjölgun. Bendir greiningardeildin á að í mars hafi aðeins um 800 íbúðir verið til sölu, samanborið við 1640 íbúðir í október 2015. Líkir greiningardeildin þessu við að búð sé full af viðskiptavinum en lagerinn sé tómur. Þetta ýti undir verðhækkanir á fasteignamarkaði enda margir að berjast um hverja íbúð. Útlit sé þó fyrir að aukinn kraftur sé að færast í byggingu íbúða og að til ársloka 2019 sé útlit fyrir að um átta þúsund íbúðir verði byggðar, útlit sé því fyrir að nóg verði byggt til að mæta fólksfjölgun á næstu árum. Margt bendi til þess að aukinn kraftur sé að færast í byggingu íbúða, húsnæðisverð sé hátt sem auki hvatann til nýbyggingar.„Þó að staða margra á húsnæðismarkaði verði að líkindum áfram þröng næstu mánuði og verð mun líklega hækka áfram má sjá glitta í ljós við enda ganganna þar sem framboð íbúða virðist loksins ætla að halda í við eftirspurn.“ Tengdar fréttir IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. 5. apríl 2017 14:35 Bjarni Ben segir að Reykjavík þurfi að „gyrða sig í brók“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að "gyrða sig í brók.“ 30. mars 2017 18:50 Segir neyðarástand ríkja á fasteignamarkaði Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu og að fasteignabóla sé að byggjast upp. Hann vill skoða hvort ríkið geti lagt til landeignir undir íbúðabyggð og hvort gera þurfi breytingar á vaxta- og húsnæðisbótakerfinu til að hjálpa fólki að koma þaki yfir höfuðið. 22. mars 2017 19:03 Þurfa að byggja 1250 íbúðir á ári næstu fimm ár meðal annars vegna Airbnb Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti drög að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 4. apríl 2017 14:06 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningardeildarinnar. Húsnæðisverði hefur hækkað umtalsvert undanfarin ár, líkt og greint hefur verið frá. Í nýrri spá greiningardeildarinnar gerir þó ráð fyrir að hægi talsvert á verðhækkunum þegar líður á árið. Aðstæður til verðhækkanna séu þó enn til staðar þar sem fáar eignir séu til sölu en á móti kom að nú stefni í fleiri íbúðir verði byggðar og að fjölgun íbúða muni bráðleg fylgja fólksfjölgun. Bendir greiningardeildin á að í mars hafi aðeins um 800 íbúðir verið til sölu, samanborið við 1640 íbúðir í október 2015. Líkir greiningardeildin þessu við að búð sé full af viðskiptavinum en lagerinn sé tómur. Þetta ýti undir verðhækkanir á fasteignamarkaði enda margir að berjast um hverja íbúð. Útlit sé þó fyrir að aukinn kraftur sé að færast í byggingu íbúða og að til ársloka 2019 sé útlit fyrir að um átta þúsund íbúðir verði byggðar, útlit sé því fyrir að nóg verði byggt til að mæta fólksfjölgun á næstu árum. Margt bendi til þess að aukinn kraftur sé að færast í byggingu íbúða, húsnæðisverð sé hátt sem auki hvatann til nýbyggingar.„Þó að staða margra á húsnæðismarkaði verði að líkindum áfram þröng næstu mánuði og verð mun líklega hækka áfram má sjá glitta í ljós við enda ganganna þar sem framboð íbúða virðist loksins ætla að halda í við eftirspurn.“
Tengdar fréttir IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. 5. apríl 2017 14:35 Bjarni Ben segir að Reykjavík þurfi að „gyrða sig í brók“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að "gyrða sig í brók.“ 30. mars 2017 18:50 Segir neyðarástand ríkja á fasteignamarkaði Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu og að fasteignabóla sé að byggjast upp. Hann vill skoða hvort ríkið geti lagt til landeignir undir íbúðabyggð og hvort gera þurfi breytingar á vaxta- og húsnæðisbótakerfinu til að hjálpa fólki að koma þaki yfir höfuðið. 22. mars 2017 19:03 Þurfa að byggja 1250 íbúðir á ári næstu fimm ár meðal annars vegna Airbnb Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti drög að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 4. apríl 2017 14:06 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. 5. apríl 2017 14:35
Bjarni Ben segir að Reykjavík þurfi að „gyrða sig í brók“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að "gyrða sig í brók.“ 30. mars 2017 18:50
Segir neyðarástand ríkja á fasteignamarkaði Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu og að fasteignabóla sé að byggjast upp. Hann vill skoða hvort ríkið geti lagt til landeignir undir íbúðabyggð og hvort gera þurfi breytingar á vaxta- og húsnæðisbótakerfinu til að hjálpa fólki að koma þaki yfir höfuðið. 22. mars 2017 19:03
Þurfa að byggja 1250 íbúðir á ári næstu fimm ár meðal annars vegna Airbnb Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti drög að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 4. apríl 2017 14:06