Fótbolti

Eigendur Man. City kaupa sitt fimmta félag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Khaldoon al Mubarak, til hægri, er stjórnarformaður Man. City. Hann er ásamt prins Albert á leik Man. City og Monaco á dögunum.
Khaldoon al Mubarak, til hægri, er stjórnarformaður Man. City. Hann er ásamt prins Albert á leik Man. City og Monaco á dögunum. vísir/getty
Hinir moldríku eigendur Man. City halda áfram að bæta við veldi sitt og eru nú búnir að kaupa félag í Suður-Ameríku.

Þeir voru að kaupa úrúgvæska 2. deildarliðið Atletico Torque. Það hefur áður verið á toppnum og þangað er stefnan tekin aftur.

Fyrir eiga þeir líka félög í Ástralíu, Japan og  Bandaríkjunum og ljóst að þeir vilja láta til sín taka í öllum heimshornum.

Þeir fóru einnig í samstarf við úrvalsdeildarlið í Úrúgvæ og ætla að einblína á að búa til efnilega leikmenn á sama tíma og þeir styrkja liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×