Fjármálaráðherra segist feta einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar Heimir Már Pétursson skrifar 5. apríl 2017 19:51 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Stjórnarandstaðan segir aukna velsæld, jöfnuður og brýna uppbyggingu innviða samfélagsins ekki í forgangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem mælt var fyrir í dag. Fjármálaráðherra segir hins vegar að framlög til heilbrigðismála og annarra innviða verði stóraukin og skuldir ríkissjóðs greiddar hratt niður. Þegar skuldir ríkissjóðs urðu hvað mestar eftir hrun voru þær um 100 prósent af landsframleiðslu en í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að þær verði komnar undir 30 prósent eftir tvö ár. Hagur ríkissjóðs hefur því vænkast mikið. Með fjármálaáætlun er ríkisstjórnin í raun að birta áform sín um útgjöld til allra helstu málaflokka ríkisins til næstu fimm ára, eins og til dæmis til vegamála þar sem þörfin er mikil - og til menntamál, háskólanna og heilbrigðismála, þjóðarsjúkrahússins þar sem ekki síður er hrópað eftir meiri útgjöldum. Benedikt Jóhannesson minnti á að þetta væri í annað sinn sem ríkisstjórn leggði fram fjármálaáætlun samkvæmt nýjum lögum og gildir þessi til ársins 2022. „Hún gerir ráð fyrir uppbyggingu innviða, sókn í velferðarmálum, einfaldara skattkerfi og hraðri niðurgreiðslu skulda ríkisins. með öðrum orðum; ábyrg hagstjórn sem miðar að aukinni velsæld, stöðugra gengi og lægra vaxtastigi. Fjármálaráðherra segir útgjöld til heilbrigðismála aukast um 22 prósent eða um rúma 42 milljarða í skrefum á næstu fimm árum og um 13 prósent til annarra velferðarmála.Nýtt þjóðarsjúkrahús mun rísa „Nýtt þjóðarsjúkrahús rís á næstu árum, greiðsluþátttökukerfi sjúklinga verður endurbætt og notendastýrð persónuleg aðstoð lögfest. Greiðslur í fæðingarorlofi verða rýmkaðar. Útgjöld til samgöngumála eru aukin um nærri 23 milljarða króna frá fyrri fjármálaáætlun,“ sagði fjármálaráðherra. Í fjármálaáætluninni eru tekjur ríkissjóðs næstu fimm árin einnig áætlaðar, en það er helst þar sem stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt stjórnarflokkanna fyrir viljaleysi til að finna tekjur til að standa undir kröfum um stóraukin útgjöld til uppbyggingar innviða. Þar með þrengi stjórnarflokkarnir möguleika hins opinbera til uppbyggingar, því áætlunin nær einnig til sveitarfélaga og stofnana á vegum hins opinbera. Hagstjórnarmarkmið ríkisstjórnarinnar eru aðhald í ríkisrekstri, stöðugleiki og sátt á vinnumarkaði, að sporna gegn gengisstyrkingu krónunnar og efla þjónustu hins opinbera og innviði. „Í þessari áætlun er fetað einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar. Í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar er forgangsraðað í þágu heilbrigðis- og velferðarmála. Á sama tíma og skólastarfið er eflt og milli 20 til 25 milljörðum króna til viðbótar er varið í samgöngumál miðað við síðustu fjármálaáætlun. Áætlunin er metnaðarfull á öllum sviðum. Byggir upp til framtíðar á sama tíma og skuldir eru greiddar niður,“ sagði Benedikt Jóhannesson á Alþingi í dag. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Stjórnarandstaðan segir aukna velsæld, jöfnuður og brýna uppbyggingu innviða samfélagsins ekki í forgangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem mælt var fyrir í dag. Fjármálaráðherra segir hins vegar að framlög til heilbrigðismála og annarra innviða verði stóraukin og skuldir ríkissjóðs greiddar hratt niður. Þegar skuldir ríkissjóðs urðu hvað mestar eftir hrun voru þær um 100 prósent af landsframleiðslu en í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að þær verði komnar undir 30 prósent eftir tvö ár. Hagur ríkissjóðs hefur því vænkast mikið. Með fjármálaáætlun er ríkisstjórnin í raun að birta áform sín um útgjöld til allra helstu málaflokka ríkisins til næstu fimm ára, eins og til dæmis til vegamála þar sem þörfin er mikil - og til menntamál, háskólanna og heilbrigðismála, þjóðarsjúkrahússins þar sem ekki síður er hrópað eftir meiri útgjöldum. Benedikt Jóhannesson minnti á að þetta væri í annað sinn sem ríkisstjórn leggði fram fjármálaáætlun samkvæmt nýjum lögum og gildir þessi til ársins 2022. „Hún gerir ráð fyrir uppbyggingu innviða, sókn í velferðarmálum, einfaldara skattkerfi og hraðri niðurgreiðslu skulda ríkisins. með öðrum orðum; ábyrg hagstjórn sem miðar að aukinni velsæld, stöðugra gengi og lægra vaxtastigi. Fjármálaráðherra segir útgjöld til heilbrigðismála aukast um 22 prósent eða um rúma 42 milljarða í skrefum á næstu fimm árum og um 13 prósent til annarra velferðarmála.Nýtt þjóðarsjúkrahús mun rísa „Nýtt þjóðarsjúkrahús rís á næstu árum, greiðsluþátttökukerfi sjúklinga verður endurbætt og notendastýrð persónuleg aðstoð lögfest. Greiðslur í fæðingarorlofi verða rýmkaðar. Útgjöld til samgöngumála eru aukin um nærri 23 milljarða króna frá fyrri fjármálaáætlun,“ sagði fjármálaráðherra. Í fjármálaáætluninni eru tekjur ríkissjóðs næstu fimm árin einnig áætlaðar, en það er helst þar sem stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt stjórnarflokkanna fyrir viljaleysi til að finna tekjur til að standa undir kröfum um stóraukin útgjöld til uppbyggingar innviða. Þar með þrengi stjórnarflokkarnir möguleika hins opinbera til uppbyggingar, því áætlunin nær einnig til sveitarfélaga og stofnana á vegum hins opinbera. Hagstjórnarmarkmið ríkisstjórnarinnar eru aðhald í ríkisrekstri, stöðugleiki og sátt á vinnumarkaði, að sporna gegn gengisstyrkingu krónunnar og efla þjónustu hins opinbera og innviði. „Í þessari áætlun er fetað einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar. Í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar er forgangsraðað í þágu heilbrigðis- og velferðarmála. Á sama tíma og skólastarfið er eflt og milli 20 til 25 milljörðum króna til viðbótar er varið í samgöngumál miðað við síðustu fjármálaáætlun. Áætlunin er metnaðarfull á öllum sviðum. Byggir upp til framtíðar á sama tíma og skuldir eru greiddar niður,“ sagði Benedikt Jóhannesson á Alþingi í dag.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira