Innlent

Umferðarteppa á Keflavíkurflugvelli eftir að flugvél festist í bremsu

Birgir Olgeirsson skrifar
Flugvél Flugfélags Íslands sem festist í bremsu á Keflavíkurflugvelli í dag.
Flugvél Flugfélags Íslands sem festist í bremsu á Keflavíkurflugvelli í dag. Vísir
Töluverður fjöldi farþega sat fastur í flugvélum á Keflavíkurflugvelli í dag eftir að vél frá Flugfélagi Íslands festist í bremsu á akstursbraut.

Það þýddi að vélin teppti umferð annarra véla á Keflavíkurflugvelli sem voru á leið að landgönguhliðum og úr varð töluverð bið þar sem flugstjórarnir geta ekki einfaldlega snúið vélunum við. Þurfti því að draga hverja vél svo hægt væri að snúa þeim og koma þannig farþegunum að öðrum landgönguhliðum.

Farþegum var tilkynnt að beðið yrði eftir þeim sem áttu tengiflug frá Keflavíkurflugvelli vegna þessa atviks sem skapaði um klukkustundar bið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×