Erlent

Hinn grunaði talinn vera frá Kyrgistan

Höskuldur Kári Schram skrifar
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, minnist hinna látnu.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, minnist hinna látnu. Vísir/EPA
Maðurinn sem er grunaður um að bera ábyrgð á sprengjuárásinni á neðanjarðarlestarstöð í Pétursborg í Rússlandi í gær er sagður vera á þrítugsaldri, frá Kyrgistan en með rússneskt vegabréf.

Þá er hann einnig sagður tengjast öfgasinnuðum múslimum. Ellefu létu lífið í árásinni og fjörutíu og fimm særðust.

Dmitry Medvedev forsætisráðherra Rússlandi lýsti árásinni sem hryðjuverkaárás í færslu á Facebook síðu sinni í gær en enginn hefur þó enn lýst yfir ábyrgð á henni.

Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa keppst við að fordæma árásina og Donald Trump forseta Bandaríkjanna hefur heitið Rússum stuðningi við að handsama alla þá sem bera ábyrgð á árásinni.


Tengdar fréttir

Lestarstjórinn sagður drýgja hetjudáð

Að minnsta kosti ellefu fórust og á fimmta tug særðust þegar sprengja sprakk í neðanjarðarlest í Sankti Pétursborg í gær. Yfirvöld í Rússlandi segja um hryðjuverk hafi verið að ræða. Stöðva þurfti allar lestarsamgöngur í borginni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×