Enski boltinn

Mourinho: Shaw kemur illa út úr samanburðinum við hina vinstri bakverðina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Shaw er ekki í nógu góðu formi.
Shaw er ekki í nógu góðu formi. vísir/getty
Luke Shaw virðist ekki eiga sér mikla framtíð hjá Manchester United ef marka má nýjustu ummæli José Mourinho, knattspyrnustjóra liðsins.

Shaw var í byrjunarliði United í upphafi tímabilsins en missti svo sæti sitt og hefur komið afar lítið við sögu síðustu mánuði.

Mourinho er ekki ánægður með Shaw og segir að hann komi illa út úr samanburðinum við Ashley Young, Matteo Darmian og Daley Blind.

„Ég get borið hann saman við þá, hvernig hann æfir og ber sig, einbeitinguna og metnaðinn. Hann á langt í land,“ sagði Mourinho.

Portúgalinn er ekki fyrsti stjórinn sem setur spurningarmerki við líkamlegt ásigkomulag Shaws.

Louis van Gaal, forveri Mourinhos hjá United, lét vinstri bakvörðinnn t.a.m. æfa eftir sérsniðnu æfingaplani til að koma honum í form sumarið 2014.

Shaw, sem kom til United frá Southampton fyrir tímabilið 2014-15, hefur aðeins komið við sögu í 15 leikjum á tímabilinu.


Tengdar fréttir

Áttunda jafntefli United á heimavelli

Manchester United tapaði mikilvægum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti þegar liðið gerði markalaust jafntefli við West Brom á Old Trafford í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×