Erlent

Facebook-morðinginn svipti sig lífi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Steve Stephens.
Steve Stephens.
Lögreglumenn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum segja að Steve Stephens, sem myrti 74 ára gamlan mann og sýndi frá því á Facebook, hafi svipt sig lífi í dag.

Að sögn talsmanna lögreglunnar sást til mannsins í Erie-sýslu, í norðvesturhluta fylkisins, í morgun. Eftir að hafa neitað að bregðast við skipunum lögreglunnar hófst stutt eftirför sem lauk með því að Stephens skaut sig.

Sjá einnig: Myrti mann í beinni útsendingu á Facebook

Steve Stephens komst í kast við lögin á sunnudag þegar hann myrti 74 ára gamlan mann í Clevelandborg í Ohio-fylki - sem liggur að Pennsylvaníu þar sem sást til Stephens í morgun. Hann sendi út frá morðinu í beinni á Facebook síðu sinni en hann virðist hafa valið sér fórnarlamb sitt af handahófi, þar sem Godwin var á göngu, nýkominn úr hádegismatarboði í tilefni páskanna.

Myndbandið af athæfinu fékk að standa í tvær klukkustundir áður en Facebook lokaði fyrir síðu morðingjans. Í myndbandinu biður morðinginn fórnarlambið um að segja nafn fyrrverandi kærustu sinnar, áður en hann myrðir hann. Alls setti Stephens inn þrjú myndbönd á Facebook í tengslum við morðið.

Sjá einnig: „Við vitum að við þurfum að gera betur“

Facebook sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kemur að samfélagsmiðillinn hyggist endurskoða verklag sitt varðandi það hvernig er brugðist er við þegar ofbeldisfullu efni er deilt á miðlinum. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×