Bein útsending: May boðar til kosninga Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2017 10:00 Theresa May við Downingstræti 10. Uppfært 10:05 Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að það sé ekki síst vegna þess að bresk stjórnvöld þurfi að endurnýja umboð sitt enda sé fordæmalaus staða uppi í breskum stjórnmálum. Vísar hún þar til úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu og hatrammra átaka í Westminster en Brexit-ferlið hófst formlega fyrir um 2 vikum. „Það ætti að vera eining í Westminster, en svo er ekki. Verkamannaflokkurinn hefur hótað að kjósa gegn niðurstöðunum [þ.e. samningaviðræðnanna við ESB um úrsögn Breta], frjálslyndir hafa hótað því að lama störf þingsins, skoski þjóðarflokkurinn er mótfallinn stefnu ríkisstjórnarinnar og aðrir ætla sér að standa í vegi fyrir störfum hennar,“ sagði May. Kosningarnar í sumar væru hennar leið til að koma í veg fyrir að Brexit-ferlinu yrði stefnt í voða. „Ef það verður ekki kosið núna munu leikirnir halda áfram.“ Til þessa hefur May ítrekað haldið því fram að hún hafi viljað ganga til kosninga 2020, þegar ráðgert var að kjósa. May sagði á fundinum í dag að hún hefði nýlega skipt um skoðun en að hún væri sannfærð um að þetta væri rétta skrefið til að tryggja stöðugleika til framtíðar. Hún muni leggja tillögu um breytta tímasetningu kosninganna fyrir þingið á morgun. „Við skulum eyða óvissunni og óstöðugleikanum,“ eins og May orðaði það. Íhaldsflokkur Theresu May stendur vel að vígi fyrir kosningar en eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun er hann nú um tvöfalt stærri Verkamannaflokkurinn. Ný könnun YouGov sýnir að 44 prósent Breta hyggist kjósa Íhaldsflokkinn í næstu kosningum, en einungis 23 prósent Verkamannaflokkinn.Fyrsta útgáfa fréttarinnar hér að neðan. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur blásið til óvænts blaðamannafundar fyrir utan Downingstræti 10. Slíkir fundir eru afar fátíðir og eru einungis haldnir „þegar um stórfregnir er að ræða“ eins og það er orðað í frétt BBC. Fundurinn hefst klukkan 10:05 að íslenskum tíma en ekkert hefur verið gefið upp um hvað hún hyggst tilkynna. Fundinn má sjá hér að ofan í útsendingu Sky News en hans er beðið með mikilli eftirvæntingu. Þannig hafa markaðir nötrað af spennu og féll pundið í morgun eftir að fregnir bárust af fundinum. Breska ríkisútvarpið viðrar þann möguleika að May kunni að nýta fundinn til að boða til kosninga. Netverjar telja það líklegt, eins og sjá má í tístum hér að neðan.The Guardian veltir upp þeim möguleika að hún sé að láta af störfum af heilsufarsástæðum og vísar þar til umfjöllunar Mail on Sunday. Aðrir telja að þetta kunni að tengjast málefnum Norður-Írlands, aðrir segja það ólíklegt og vísa til lítils áhuga Theresu May á málefnum ríkisins. Hvað sem það verður þá má sjá fundinn hér að ofan sem hefst sem fyrr segir klukkan 10:05.Hearing May will announce General Election for June 8th - one source not confirmed— Laura Kuenssberg (@bbclaurak) April 18, 2017 The last time the lectern was used without a Govt insignia was when Cameron called the General election on 30 March 2015: pic.twitter.com/OT97jqLAEf— Jack Evans (@jackcevans) April 18, 2017 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Uppfært 10:05 Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að það sé ekki síst vegna þess að bresk stjórnvöld þurfi að endurnýja umboð sitt enda sé fordæmalaus staða uppi í breskum stjórnmálum. Vísar hún þar til úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu og hatrammra átaka í Westminster en Brexit-ferlið hófst formlega fyrir um 2 vikum. „Það ætti að vera eining í Westminster, en svo er ekki. Verkamannaflokkurinn hefur hótað að kjósa gegn niðurstöðunum [þ.e. samningaviðræðnanna við ESB um úrsögn Breta], frjálslyndir hafa hótað því að lama störf þingsins, skoski þjóðarflokkurinn er mótfallinn stefnu ríkisstjórnarinnar og aðrir ætla sér að standa í vegi fyrir störfum hennar,“ sagði May. Kosningarnar í sumar væru hennar leið til að koma í veg fyrir að Brexit-ferlinu yrði stefnt í voða. „Ef það verður ekki kosið núna munu leikirnir halda áfram.“ Til þessa hefur May ítrekað haldið því fram að hún hafi viljað ganga til kosninga 2020, þegar ráðgert var að kjósa. May sagði á fundinum í dag að hún hefði nýlega skipt um skoðun en að hún væri sannfærð um að þetta væri rétta skrefið til að tryggja stöðugleika til framtíðar. Hún muni leggja tillögu um breytta tímasetningu kosninganna fyrir þingið á morgun. „Við skulum eyða óvissunni og óstöðugleikanum,“ eins og May orðaði það. Íhaldsflokkur Theresu May stendur vel að vígi fyrir kosningar en eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun er hann nú um tvöfalt stærri Verkamannaflokkurinn. Ný könnun YouGov sýnir að 44 prósent Breta hyggist kjósa Íhaldsflokkinn í næstu kosningum, en einungis 23 prósent Verkamannaflokkinn.Fyrsta útgáfa fréttarinnar hér að neðan. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur blásið til óvænts blaðamannafundar fyrir utan Downingstræti 10. Slíkir fundir eru afar fátíðir og eru einungis haldnir „þegar um stórfregnir er að ræða“ eins og það er orðað í frétt BBC. Fundurinn hefst klukkan 10:05 að íslenskum tíma en ekkert hefur verið gefið upp um hvað hún hyggst tilkynna. Fundinn má sjá hér að ofan í útsendingu Sky News en hans er beðið með mikilli eftirvæntingu. Þannig hafa markaðir nötrað af spennu og féll pundið í morgun eftir að fregnir bárust af fundinum. Breska ríkisútvarpið viðrar þann möguleika að May kunni að nýta fundinn til að boða til kosninga. Netverjar telja það líklegt, eins og sjá má í tístum hér að neðan.The Guardian veltir upp þeim möguleika að hún sé að láta af störfum af heilsufarsástæðum og vísar þar til umfjöllunar Mail on Sunday. Aðrir telja að þetta kunni að tengjast málefnum Norður-Írlands, aðrir segja það ólíklegt og vísa til lítils áhuga Theresu May á málefnum ríkisins. Hvað sem það verður þá má sjá fundinn hér að ofan sem hefst sem fyrr segir klukkan 10:05.Hearing May will announce General Election for June 8th - one source not confirmed— Laura Kuenssberg (@bbclaurak) April 18, 2017 The last time the lectern was used without a Govt insignia was when Cameron called the General election on 30 March 2015: pic.twitter.com/OT97jqLAEf— Jack Evans (@jackcevans) April 18, 2017
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira