Yfirlýsing frá Facebook eftir morðið í Cleveland: „Við vitum að við þurfum að gera betur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. apríl 2017 08:37 Steve Stephens myrti Robert Goodwin, og sýndi morðið á Facebook. Facebook Facebook hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna morðs sem framið var á páskadag og birt þá á samfélagsmiðlinum. Steve Stevens myrti 74 ára gamlan mann, Robert Godwin, í Cleveland-borg í Ohio-ríki í Bandaríkjunum og sýndi frá því á Facebook. Eins og gefur að skilja hefur málið vakið gríðarlega athygli en Stevens er enn leitað. Í yfirlýsingu Facebook, sem lesa má hér, segir að í kjölfarið á morðinu hyggist samfélagsmiðillinn endurskoða verklag sitt varðandi það hvernig er brugðist er við þegar ofbeldisfullu efni er deilt á miðlinum. Alls setti Stevens inn þrjú myndbönd á Facebook en aðgangi hans að miðlinum var ekki lokað fyrr en tveimur tímum eftir að hann framdi morðið. Í fyrsta myndbandinu segir Steven að hann ætli sér að fremja morð og tveimur mínútum síðar birtir hann svo annað myndband þar sem hann sést skjóta Godwin til bana. Í þriðja myndbandinu játar hann síðan morðið. Að því er fram kemur í yfirlýsingu Facebook fékk miðillinn enga tilkynningu um fyrsta myndbandið sem Stevens setti inn. Miðillinn fékk hins vegar tilkynningu um sjálft morðið en ekki fyrr en 45 mínútum eftir að Stevens setti inn myndbandið. Facebook fékk svo tilkynningar um þriðja myndbandið en ekki fyrr en því var lokið. „Við lokuðum aðgangi hins grunaða innan við 23 mínútum frá því að við fengum fyrstu tilkynningu um myndbandið sem sýndi morðið [...]. En við vitum að við þurfum að gera betur,“ segir í yfirlýsingu Facebook. Þá segir jafnframt að miðillinn sé ávallt að leita nýrra leiða til að gera hann að öruggu samfélagi í netheimum. Gervigreind geti þar komið að góðum notum og þá ætlar fyrirtækið að bæta verkferla varðandi það hvernig brugðist sé við því þegar ofbeldisfullu efni er deilt á samfélagsmiðlinum. Það mun til að mynda fela í sér hraðari forgangsröðun tilkynninga um óæskilegt efni sem dreift er á Facebook. Tengdar fréttir Facebook morðinginn enn ófundinn: Fórnarlambið átti 13 barnabörn Steve Stephens, er enn ófundinn, en hann myrti gamlan mann, og sýndi það í beinni á Facebook. 17. apríl 2017 20:30 Myrti mann í beinni útsendingu á Facebook Lögreglan í Cleveland í Ohio leitar manns sem grunaður er um að hafa myrt mann í beinni útsendingu á Facebook. 16. apríl 2017 22:14 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Facebook hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna morðs sem framið var á páskadag og birt þá á samfélagsmiðlinum. Steve Stevens myrti 74 ára gamlan mann, Robert Godwin, í Cleveland-borg í Ohio-ríki í Bandaríkjunum og sýndi frá því á Facebook. Eins og gefur að skilja hefur málið vakið gríðarlega athygli en Stevens er enn leitað. Í yfirlýsingu Facebook, sem lesa má hér, segir að í kjölfarið á morðinu hyggist samfélagsmiðillinn endurskoða verklag sitt varðandi það hvernig er brugðist er við þegar ofbeldisfullu efni er deilt á miðlinum. Alls setti Stevens inn þrjú myndbönd á Facebook en aðgangi hans að miðlinum var ekki lokað fyrr en tveimur tímum eftir að hann framdi morðið. Í fyrsta myndbandinu segir Steven að hann ætli sér að fremja morð og tveimur mínútum síðar birtir hann svo annað myndband þar sem hann sést skjóta Godwin til bana. Í þriðja myndbandinu játar hann síðan morðið. Að því er fram kemur í yfirlýsingu Facebook fékk miðillinn enga tilkynningu um fyrsta myndbandið sem Stevens setti inn. Miðillinn fékk hins vegar tilkynningu um sjálft morðið en ekki fyrr en 45 mínútum eftir að Stevens setti inn myndbandið. Facebook fékk svo tilkynningar um þriðja myndbandið en ekki fyrr en því var lokið. „Við lokuðum aðgangi hins grunaða innan við 23 mínútum frá því að við fengum fyrstu tilkynningu um myndbandið sem sýndi morðið [...]. En við vitum að við þurfum að gera betur,“ segir í yfirlýsingu Facebook. Þá segir jafnframt að miðillinn sé ávallt að leita nýrra leiða til að gera hann að öruggu samfélagi í netheimum. Gervigreind geti þar komið að góðum notum og þá ætlar fyrirtækið að bæta verkferla varðandi það hvernig brugðist sé við því þegar ofbeldisfullu efni er deilt á samfélagsmiðlinum. Það mun til að mynda fela í sér hraðari forgangsröðun tilkynninga um óæskilegt efni sem dreift er á Facebook.
Tengdar fréttir Facebook morðinginn enn ófundinn: Fórnarlambið átti 13 barnabörn Steve Stephens, er enn ófundinn, en hann myrti gamlan mann, og sýndi það í beinni á Facebook. 17. apríl 2017 20:30 Myrti mann í beinni útsendingu á Facebook Lögreglan í Cleveland í Ohio leitar manns sem grunaður er um að hafa myrt mann í beinni útsendingu á Facebook. 16. apríl 2017 22:14 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Facebook morðinginn enn ófundinn: Fórnarlambið átti 13 barnabörn Steve Stephens, er enn ófundinn, en hann myrti gamlan mann, og sýndi það í beinni á Facebook. 17. apríl 2017 20:30
Myrti mann í beinni útsendingu á Facebook Lögreglan í Cleveland í Ohio leitar manns sem grunaður er um að hafa myrt mann í beinni útsendingu á Facebook. 16. apríl 2017 22:14