Samstarf um sölu sáraroðs í þremur löndum í Asíu Svavar Hávarðsson skrifar 15. apríl 2017 07:00 Talið er að koma megi í veg fyrir 85% allra aflimana vegna sykursýki – ekki síst með réttri sárameðferð. Mynd/Kerecis Ísfirska lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur gengið til samstarfs við alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen. Lyfjarisinn mun markaðssetja sáraroð Kerecis í Asíu, en það er nýtt til meðhöndlunar á þrálátum sárum, sem oft eru tilkomin vegna sykursýki. Samstarf fyrirtækjanna nær fyrst um sinn til Suður-Kóreu, Taívans og Taílands. Þar verða vörur Kerecis, sem gerðar eru úr þorskroði, hluti af vöruframboði Alvogen sem ætlað er sérstaklega fyrir sjúkrahús. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis, segir að opinberar tölur frá Alþjóðasamtökum sykursjúkra (IMF) bendi til þess að ekki færri en níu milljónir manna þjáist af sykursýki í löndunum þremur. Á sama tíma séu líkurnar fyrir því að einstaklingur með sykursýki missi útlim vegna sykursýki tuttugu og fimm faldar miðað við þá sem ekki hafa sjúkdóminn. Á sama tíma þurfa 30 til 50% allra sem misst hafa útlim vegna sjúkdómsins að undirgangast aðra slíka aðgerð, en koma má í veg fyrir allt að 85% aflimana með réttri meðferð. Sáraroð Kerecis er einmitt til þess ætlað; að lækna þrálát sár sem annars valda því að læknum er nauðugur einn kostur að aflima sjúklinga sína. Það er aukinn áhugi hjá lyfjafyrirtækjum á vefjaviðgerð á heimsvísu en fyrr í ár keypti lyfjarisinn Allergan vefjaviðgerðarfyrirtækið Lifecell fyrir 2,9 milljarða dollara. Lifecell byggir vörur sínar á svína- og líkhúð. Rætur Allergan eru að hluta íslenskar en Actavis keypti Allergan árið 2014 og breytti nafni hins sameinaða fyrirtækis í Allergan. „Við erum samkeppnisaðili Lifecell og með betri tækni að okkar mati, en auðvitað komin miklu skemur á veg,“ segir Guðmundur. Hann segir jafnframt að 60% aflimana vegna sykursýki á heimsvísu séu í Asíu. „Á sama tíma hefur vara eins og okkar verið lítið notuð í álfunni og við teljum Alvogen réttan samstarfsaðila til að kynna okkar vöru á þessum stóra markaði,“ segir Guðmundur. Í tilefni samningsins sagði forstjóri Alvogen, Róbert Wessman, að lyf og meðhöndlunarefni fyrir sykursýki og fylgikvilla séu vaxtarmarkaður sem Alvogen leggi áherslu á. „Samstarfssamningur Kerecis og Alvogen mun styrkja vöruframboð okkar á markaði fyrir sykursýki og bæta vöruframboð Alvogen á sjúkrahúshluta þessa mikilvæga markaðar,“ segir Róbert. Fréttablaðið greindi frá því nýlega að góð reynsla af samstarfi Kerecis og bandarískra varnarmálayfirvalda hefur orðið til þess að síðar á þessu ári verður nýrri vöru fyrirtækisins hleypt af stokkunum. Nýja varan er til að meðhöndla skot- og brunasár. Vel hefur gengið að byggja upp sölukerfi fyrirtækisins í Bandaríkjunum, byggt á þeim árangri sem samstarfið hefur skilað. Kerecis hefur vaxið hratt undanfarin misseri og leggur félagið megináherslu á Bandaríkjamarkað þar sem sáraroð félagsins er endurgreitt hjá tryggingafélögum í öllum fylkjum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stefna á 5% hlut af Bandaríkjamarkaði Kerecis hefur gert samning um sölu á nýrri vöru til meðhöndlunar á brunasárum á Bandaríkjamarkaði. Stefna á 5% hlut af 80 milljarða markaði innan fimm ára. Sölunet samstarfsaðila Kerecis spannar 36 þjóðlönd sem litið er til á n 25. mars 2017 07:00 Unnið með skot- og brunasár Lækningavörufyrirtækið Kerecis útvíkkar samstarf sitt við bandarísk varnarmálayfirvöld. Fjölmargir sérfræðingar í meðhöndlun lífshættulegra sára hittast á ráðstefnu á vegum Kerecis árlega. 15. mars 2017 10:00 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Ísfirska lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur gengið til samstarfs við alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen. Lyfjarisinn mun markaðssetja sáraroð Kerecis í Asíu, en það er nýtt til meðhöndlunar á þrálátum sárum, sem oft eru tilkomin vegna sykursýki. Samstarf fyrirtækjanna nær fyrst um sinn til Suður-Kóreu, Taívans og Taílands. Þar verða vörur Kerecis, sem gerðar eru úr þorskroði, hluti af vöruframboði Alvogen sem ætlað er sérstaklega fyrir sjúkrahús. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis, segir að opinberar tölur frá Alþjóðasamtökum sykursjúkra (IMF) bendi til þess að ekki færri en níu milljónir manna þjáist af sykursýki í löndunum þremur. Á sama tíma séu líkurnar fyrir því að einstaklingur með sykursýki missi útlim vegna sykursýki tuttugu og fimm faldar miðað við þá sem ekki hafa sjúkdóminn. Á sama tíma þurfa 30 til 50% allra sem misst hafa útlim vegna sjúkdómsins að undirgangast aðra slíka aðgerð, en koma má í veg fyrir allt að 85% aflimana með réttri meðferð. Sáraroð Kerecis er einmitt til þess ætlað; að lækna þrálát sár sem annars valda því að læknum er nauðugur einn kostur að aflima sjúklinga sína. Það er aukinn áhugi hjá lyfjafyrirtækjum á vefjaviðgerð á heimsvísu en fyrr í ár keypti lyfjarisinn Allergan vefjaviðgerðarfyrirtækið Lifecell fyrir 2,9 milljarða dollara. Lifecell byggir vörur sínar á svína- og líkhúð. Rætur Allergan eru að hluta íslenskar en Actavis keypti Allergan árið 2014 og breytti nafni hins sameinaða fyrirtækis í Allergan. „Við erum samkeppnisaðili Lifecell og með betri tækni að okkar mati, en auðvitað komin miklu skemur á veg,“ segir Guðmundur. Hann segir jafnframt að 60% aflimana vegna sykursýki á heimsvísu séu í Asíu. „Á sama tíma hefur vara eins og okkar verið lítið notuð í álfunni og við teljum Alvogen réttan samstarfsaðila til að kynna okkar vöru á þessum stóra markaði,“ segir Guðmundur. Í tilefni samningsins sagði forstjóri Alvogen, Róbert Wessman, að lyf og meðhöndlunarefni fyrir sykursýki og fylgikvilla séu vaxtarmarkaður sem Alvogen leggi áherslu á. „Samstarfssamningur Kerecis og Alvogen mun styrkja vöruframboð okkar á markaði fyrir sykursýki og bæta vöruframboð Alvogen á sjúkrahúshluta þessa mikilvæga markaðar,“ segir Róbert. Fréttablaðið greindi frá því nýlega að góð reynsla af samstarfi Kerecis og bandarískra varnarmálayfirvalda hefur orðið til þess að síðar á þessu ári verður nýrri vöru fyrirtækisins hleypt af stokkunum. Nýja varan er til að meðhöndla skot- og brunasár. Vel hefur gengið að byggja upp sölukerfi fyrirtækisins í Bandaríkjunum, byggt á þeim árangri sem samstarfið hefur skilað. Kerecis hefur vaxið hratt undanfarin misseri og leggur félagið megináherslu á Bandaríkjamarkað þar sem sáraroð félagsins er endurgreitt hjá tryggingafélögum í öllum fylkjum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stefna á 5% hlut af Bandaríkjamarkaði Kerecis hefur gert samning um sölu á nýrri vöru til meðhöndlunar á brunasárum á Bandaríkjamarkaði. Stefna á 5% hlut af 80 milljarða markaði innan fimm ára. Sölunet samstarfsaðila Kerecis spannar 36 þjóðlönd sem litið er til á n 25. mars 2017 07:00 Unnið með skot- og brunasár Lækningavörufyrirtækið Kerecis útvíkkar samstarf sitt við bandarísk varnarmálayfirvöld. Fjölmargir sérfræðingar í meðhöndlun lífshættulegra sára hittast á ráðstefnu á vegum Kerecis árlega. 15. mars 2017 10:00 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Stefna á 5% hlut af Bandaríkjamarkaði Kerecis hefur gert samning um sölu á nýrri vöru til meðhöndlunar á brunasárum á Bandaríkjamarkaði. Stefna á 5% hlut af 80 milljarða markaði innan fimm ára. Sölunet samstarfsaðila Kerecis spannar 36 þjóðlönd sem litið er til á n 25. mars 2017 07:00
Unnið með skot- og brunasár Lækningavörufyrirtækið Kerecis útvíkkar samstarf sitt við bandarísk varnarmálayfirvöld. Fjölmargir sérfræðingar í meðhöndlun lífshættulegra sára hittast á ráðstefnu á vegum Kerecis árlega. 15. mars 2017 10:00