Samstarf um sölu sáraroðs í þremur löndum í Asíu Svavar Hávarðsson skrifar 15. apríl 2017 07:00 Talið er að koma megi í veg fyrir 85% allra aflimana vegna sykursýki – ekki síst með réttri sárameðferð. Mynd/Kerecis Ísfirska lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur gengið til samstarfs við alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen. Lyfjarisinn mun markaðssetja sáraroð Kerecis í Asíu, en það er nýtt til meðhöndlunar á þrálátum sárum, sem oft eru tilkomin vegna sykursýki. Samstarf fyrirtækjanna nær fyrst um sinn til Suður-Kóreu, Taívans og Taílands. Þar verða vörur Kerecis, sem gerðar eru úr þorskroði, hluti af vöruframboði Alvogen sem ætlað er sérstaklega fyrir sjúkrahús. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis, segir að opinberar tölur frá Alþjóðasamtökum sykursjúkra (IMF) bendi til þess að ekki færri en níu milljónir manna þjáist af sykursýki í löndunum þremur. Á sama tíma séu líkurnar fyrir því að einstaklingur með sykursýki missi útlim vegna sykursýki tuttugu og fimm faldar miðað við þá sem ekki hafa sjúkdóminn. Á sama tíma þurfa 30 til 50% allra sem misst hafa útlim vegna sjúkdómsins að undirgangast aðra slíka aðgerð, en koma má í veg fyrir allt að 85% aflimana með réttri meðferð. Sáraroð Kerecis er einmitt til þess ætlað; að lækna þrálát sár sem annars valda því að læknum er nauðugur einn kostur að aflima sjúklinga sína. Það er aukinn áhugi hjá lyfjafyrirtækjum á vefjaviðgerð á heimsvísu en fyrr í ár keypti lyfjarisinn Allergan vefjaviðgerðarfyrirtækið Lifecell fyrir 2,9 milljarða dollara. Lifecell byggir vörur sínar á svína- og líkhúð. Rætur Allergan eru að hluta íslenskar en Actavis keypti Allergan árið 2014 og breytti nafni hins sameinaða fyrirtækis í Allergan. „Við erum samkeppnisaðili Lifecell og með betri tækni að okkar mati, en auðvitað komin miklu skemur á veg,“ segir Guðmundur. Hann segir jafnframt að 60% aflimana vegna sykursýki á heimsvísu séu í Asíu. „Á sama tíma hefur vara eins og okkar verið lítið notuð í álfunni og við teljum Alvogen réttan samstarfsaðila til að kynna okkar vöru á þessum stóra markaði,“ segir Guðmundur. Í tilefni samningsins sagði forstjóri Alvogen, Róbert Wessman, að lyf og meðhöndlunarefni fyrir sykursýki og fylgikvilla séu vaxtarmarkaður sem Alvogen leggi áherslu á. „Samstarfssamningur Kerecis og Alvogen mun styrkja vöruframboð okkar á markaði fyrir sykursýki og bæta vöruframboð Alvogen á sjúkrahúshluta þessa mikilvæga markaðar,“ segir Róbert. Fréttablaðið greindi frá því nýlega að góð reynsla af samstarfi Kerecis og bandarískra varnarmálayfirvalda hefur orðið til þess að síðar á þessu ári verður nýrri vöru fyrirtækisins hleypt af stokkunum. Nýja varan er til að meðhöndla skot- og brunasár. Vel hefur gengið að byggja upp sölukerfi fyrirtækisins í Bandaríkjunum, byggt á þeim árangri sem samstarfið hefur skilað. Kerecis hefur vaxið hratt undanfarin misseri og leggur félagið megináherslu á Bandaríkjamarkað þar sem sáraroð félagsins er endurgreitt hjá tryggingafélögum í öllum fylkjum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stefna á 5% hlut af Bandaríkjamarkaði Kerecis hefur gert samning um sölu á nýrri vöru til meðhöndlunar á brunasárum á Bandaríkjamarkaði. Stefna á 5% hlut af 80 milljarða markaði innan fimm ára. Sölunet samstarfsaðila Kerecis spannar 36 þjóðlönd sem litið er til á n 25. mars 2017 07:00 Unnið með skot- og brunasár Lækningavörufyrirtækið Kerecis útvíkkar samstarf sitt við bandarísk varnarmálayfirvöld. Fjölmargir sérfræðingar í meðhöndlun lífshættulegra sára hittast á ráðstefnu á vegum Kerecis árlega. 15. mars 2017 10:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Ísfirska lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur gengið til samstarfs við alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen. Lyfjarisinn mun markaðssetja sáraroð Kerecis í Asíu, en það er nýtt til meðhöndlunar á þrálátum sárum, sem oft eru tilkomin vegna sykursýki. Samstarf fyrirtækjanna nær fyrst um sinn til Suður-Kóreu, Taívans og Taílands. Þar verða vörur Kerecis, sem gerðar eru úr þorskroði, hluti af vöruframboði Alvogen sem ætlað er sérstaklega fyrir sjúkrahús. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis, segir að opinberar tölur frá Alþjóðasamtökum sykursjúkra (IMF) bendi til þess að ekki færri en níu milljónir manna þjáist af sykursýki í löndunum þremur. Á sama tíma séu líkurnar fyrir því að einstaklingur með sykursýki missi útlim vegna sykursýki tuttugu og fimm faldar miðað við þá sem ekki hafa sjúkdóminn. Á sama tíma þurfa 30 til 50% allra sem misst hafa útlim vegna sjúkdómsins að undirgangast aðra slíka aðgerð, en koma má í veg fyrir allt að 85% aflimana með réttri meðferð. Sáraroð Kerecis er einmitt til þess ætlað; að lækna þrálát sár sem annars valda því að læknum er nauðugur einn kostur að aflima sjúklinga sína. Það er aukinn áhugi hjá lyfjafyrirtækjum á vefjaviðgerð á heimsvísu en fyrr í ár keypti lyfjarisinn Allergan vefjaviðgerðarfyrirtækið Lifecell fyrir 2,9 milljarða dollara. Lifecell byggir vörur sínar á svína- og líkhúð. Rætur Allergan eru að hluta íslenskar en Actavis keypti Allergan árið 2014 og breytti nafni hins sameinaða fyrirtækis í Allergan. „Við erum samkeppnisaðili Lifecell og með betri tækni að okkar mati, en auðvitað komin miklu skemur á veg,“ segir Guðmundur. Hann segir jafnframt að 60% aflimana vegna sykursýki á heimsvísu séu í Asíu. „Á sama tíma hefur vara eins og okkar verið lítið notuð í álfunni og við teljum Alvogen réttan samstarfsaðila til að kynna okkar vöru á þessum stóra markaði,“ segir Guðmundur. Í tilefni samningsins sagði forstjóri Alvogen, Róbert Wessman, að lyf og meðhöndlunarefni fyrir sykursýki og fylgikvilla séu vaxtarmarkaður sem Alvogen leggi áherslu á. „Samstarfssamningur Kerecis og Alvogen mun styrkja vöruframboð okkar á markaði fyrir sykursýki og bæta vöruframboð Alvogen á sjúkrahúshluta þessa mikilvæga markaðar,“ segir Róbert. Fréttablaðið greindi frá því nýlega að góð reynsla af samstarfi Kerecis og bandarískra varnarmálayfirvalda hefur orðið til þess að síðar á þessu ári verður nýrri vöru fyrirtækisins hleypt af stokkunum. Nýja varan er til að meðhöndla skot- og brunasár. Vel hefur gengið að byggja upp sölukerfi fyrirtækisins í Bandaríkjunum, byggt á þeim árangri sem samstarfið hefur skilað. Kerecis hefur vaxið hratt undanfarin misseri og leggur félagið megináherslu á Bandaríkjamarkað þar sem sáraroð félagsins er endurgreitt hjá tryggingafélögum í öllum fylkjum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stefna á 5% hlut af Bandaríkjamarkaði Kerecis hefur gert samning um sölu á nýrri vöru til meðhöndlunar á brunasárum á Bandaríkjamarkaði. Stefna á 5% hlut af 80 milljarða markaði innan fimm ára. Sölunet samstarfsaðila Kerecis spannar 36 þjóðlönd sem litið er til á n 25. mars 2017 07:00 Unnið með skot- og brunasár Lækningavörufyrirtækið Kerecis útvíkkar samstarf sitt við bandarísk varnarmálayfirvöld. Fjölmargir sérfræðingar í meðhöndlun lífshættulegra sára hittast á ráðstefnu á vegum Kerecis árlega. 15. mars 2017 10:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Stefna á 5% hlut af Bandaríkjamarkaði Kerecis hefur gert samning um sölu á nýrri vöru til meðhöndlunar á brunasárum á Bandaríkjamarkaði. Stefna á 5% hlut af 80 milljarða markaði innan fimm ára. Sölunet samstarfsaðila Kerecis spannar 36 þjóðlönd sem litið er til á n 25. mars 2017 07:00
Unnið með skot- og brunasár Lækningavörufyrirtækið Kerecis útvíkkar samstarf sitt við bandarísk varnarmálayfirvöld. Fjölmargir sérfræðingar í meðhöndlun lífshættulegra sára hittast á ráðstefnu á vegum Kerecis árlega. 15. mars 2017 10:00