Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. apríl 2017 07:00 Norðurkóreskur hermaður lítur áhyggjufullum augum í átt að kínversku landamærunum. Nordicphotos/AFP „Nýlega hefur spennan á milli Bandaríkjanna og Suður-Kóreu annars vegar og Norður-Kóreu hins vegar aukist. Maður hefur það á tilfinningunni að átök gætu brotist út á hverri stundu,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína í gær. Í vikunni var greint frá því að 150.000 kínverskir hermenn væru staðsettir við landamærin að Norður-Kóreu, flotadeild bandaríska sjóhersins sigldi upp að Kóreuskaga og suðurkóreski herinn væri með æfingar við landamærin. Er talið að þessi aukni viðbúnaður sé vegna ótta um að Norður-Kórea ætli að ráðast í sína sjöttu kjarnorkuvopnatilraun í dag. Yrði það gert til að fagna fimm ára valdatíð leiðtogans Kim Jong-un og 105 ára fæðingarafmæli afa hans, eilífðarforsetans Kim Il-Sung. Ef marka má orð Wangs óttast Kínverjar að möguleg átök myndu leiða til falls Norður-Kóreu og í leiðinni mikilla vandamála við landamæri ríkjanna tveggja. Er talið að fall Norður-Kóreu gæti leitt til gífurlegs flóttamannastraums til Kína. Undanfarið hafa Kínverjar verið einu bandamenn Norður-Kóreu þótt dregið hafi verulega úr þeim stuðningi. Meðal annars með nýlegu innflutningsbanni á norðurkóresk kol. „Ég tel að allir aðilar ættu að vera vel á varðbergi í þessari stöðu. Við köllum eftir því að allir aðilar forðist það að ögra og ógna hver öðrum. Hvort sem það væri í orði eða með aðgerðum. Jafnframt verði forðast að staðan verði svo slæm að ekki verði aftur snúið,“ sagði Wang. Aðgerðir Bandaríkjahers undir stjórn varnarmálaráðherrans James Mattis og forsetans Donalds Trump hafa ekki verið til þess fallnar að draga úr ótta Kínverja. Á síðustu dögum hefur herinn varpað risavaxinni sprengju á herbúðir ISIS í Afganistan og skotið 59 Tomahawk-eldflaugum á sýrlenskan herflugvöll. Þá hefur Trump tjáð sig á Twitter og sagt Bandaríkin tilbúin til þess að leysa „Norður-Kóreuvandann“ ein síns liðs ef Kínverjar vilja ekki aðstoða. Í viðtali við Associated Press sagði Han Song Ryol, utanríkisráðherra Norður-Kóreu að ríkisstjórn Trumps yrði æ grimmari og árásargjarnari gagnvart Norður-Kóreu. Þá greindi BBC frá því í gær að stofnun nátengd utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu varaði við því að allsherjar kjarnorkustyrjöld væri yfirvofandi. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
„Nýlega hefur spennan á milli Bandaríkjanna og Suður-Kóreu annars vegar og Norður-Kóreu hins vegar aukist. Maður hefur það á tilfinningunni að átök gætu brotist út á hverri stundu,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína í gær. Í vikunni var greint frá því að 150.000 kínverskir hermenn væru staðsettir við landamærin að Norður-Kóreu, flotadeild bandaríska sjóhersins sigldi upp að Kóreuskaga og suðurkóreski herinn væri með æfingar við landamærin. Er talið að þessi aukni viðbúnaður sé vegna ótta um að Norður-Kórea ætli að ráðast í sína sjöttu kjarnorkuvopnatilraun í dag. Yrði það gert til að fagna fimm ára valdatíð leiðtogans Kim Jong-un og 105 ára fæðingarafmæli afa hans, eilífðarforsetans Kim Il-Sung. Ef marka má orð Wangs óttast Kínverjar að möguleg átök myndu leiða til falls Norður-Kóreu og í leiðinni mikilla vandamála við landamæri ríkjanna tveggja. Er talið að fall Norður-Kóreu gæti leitt til gífurlegs flóttamannastraums til Kína. Undanfarið hafa Kínverjar verið einu bandamenn Norður-Kóreu þótt dregið hafi verulega úr þeim stuðningi. Meðal annars með nýlegu innflutningsbanni á norðurkóresk kol. „Ég tel að allir aðilar ættu að vera vel á varðbergi í þessari stöðu. Við köllum eftir því að allir aðilar forðist það að ögra og ógna hver öðrum. Hvort sem það væri í orði eða með aðgerðum. Jafnframt verði forðast að staðan verði svo slæm að ekki verði aftur snúið,“ sagði Wang. Aðgerðir Bandaríkjahers undir stjórn varnarmálaráðherrans James Mattis og forsetans Donalds Trump hafa ekki verið til þess fallnar að draga úr ótta Kínverja. Á síðustu dögum hefur herinn varpað risavaxinni sprengju á herbúðir ISIS í Afganistan og skotið 59 Tomahawk-eldflaugum á sýrlenskan herflugvöll. Þá hefur Trump tjáð sig á Twitter og sagt Bandaríkin tilbúin til þess að leysa „Norður-Kóreuvandann“ ein síns liðs ef Kínverjar vilja ekki aðstoða. Í viðtali við Associated Press sagði Han Song Ryol, utanríkisráðherra Norður-Kóreu að ríkisstjórn Trumps yrði æ grimmari og árásargjarnari gagnvart Norður-Kóreu. Þá greindi BBC frá því í gær að stofnun nátengd utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu varaði við því að allsherjar kjarnorkustyrjöld væri yfirvofandi.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00