Mourinho: Ef ég væri varnarmaður Manchester United þá væri ég mjög fúll út í þá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2017 11:00 Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, ósáttur á hliðarlínunni í gær. Vísir/Getty Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sá sitt lið gera einn eitt jafntefli í gær í fyrri leik liðsins á móti belgíska liðinu Anderlecht í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Manchester United var 1-0 yfir í Belgíu þegar 85 mínútur voru liðnar af leiknum og hafði fengið fjölda færa til að bæta við mörkum. Anderlecht náði hinsvegar að jafna leikinn með sínu fyrsta skoti á mark United í leiknum. „Ef ég væri varnarmaður Manchester United þá væri ég mjög fúll út í sóknarmenn liðsins. Þeir stóðu sig vel í vörninni en það voru mennirnir sem áttu að drepa leikinn sem gerðu það ekki,“ sagði Jose Mourinho við BBC eftir leikinn. Manchester United liðið hefur aðeins skorað 46 mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en hin liðin í toppbaráttunni, Chelsea, Tottenham, Liverpool, Manchester City og Arsenal, hafa öll skorað yfir 60 mörk. „Þetta er sama vandamálið hjá okkur og vanalega. Við höfðum stjórnina, við fengum færin en við skorum bara ekki nógu mikið af mörkum,“ sagði Jose Mourinho við BBC. „Á minni slöku ensku þá get ég ekki fundið annað orð en hroðvirknislegt (sloppy). Menn verða að spila af meiri alvöru,“ skaut Mourinho aftur á sóknarmenn sína. „Þó að við myndum leggja saman frammistöðu tveggja eða þriggja framherja okkar þá væri það ekki að skila miklu. Marcus Rashford, Jesse Lingard, Zlatan Ibrahimovic og Anthony Martial voru allir svipaðir,“ sagði Mourinho. Henrikh Mkhitaryan skoraði eina mark Manchester United í leiknum og það kom á 36. mínútu. United-liðið reyndi fimmtán önnur skot í leiknum án árangurs. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláklæddir vilja í Meistaradeild Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Í beinni: Tottenham - Southampton | Enda ófarirnar gegn botliðinu? „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sá sitt lið gera einn eitt jafntefli í gær í fyrri leik liðsins á móti belgíska liðinu Anderlecht í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Manchester United var 1-0 yfir í Belgíu þegar 85 mínútur voru liðnar af leiknum og hafði fengið fjölda færa til að bæta við mörkum. Anderlecht náði hinsvegar að jafna leikinn með sínu fyrsta skoti á mark United í leiknum. „Ef ég væri varnarmaður Manchester United þá væri ég mjög fúll út í sóknarmenn liðsins. Þeir stóðu sig vel í vörninni en það voru mennirnir sem áttu að drepa leikinn sem gerðu það ekki,“ sagði Jose Mourinho við BBC eftir leikinn. Manchester United liðið hefur aðeins skorað 46 mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en hin liðin í toppbaráttunni, Chelsea, Tottenham, Liverpool, Manchester City og Arsenal, hafa öll skorað yfir 60 mörk. „Þetta er sama vandamálið hjá okkur og vanalega. Við höfðum stjórnina, við fengum færin en við skorum bara ekki nógu mikið af mörkum,“ sagði Jose Mourinho við BBC. „Á minni slöku ensku þá get ég ekki fundið annað orð en hroðvirknislegt (sloppy). Menn verða að spila af meiri alvöru,“ skaut Mourinho aftur á sóknarmenn sína. „Þó að við myndum leggja saman frammistöðu tveggja eða þriggja framherja okkar þá væri það ekki að skila miklu. Marcus Rashford, Jesse Lingard, Zlatan Ibrahimovic og Anthony Martial voru allir svipaðir,“ sagði Mourinho. Henrikh Mkhitaryan skoraði eina mark Manchester United í leiknum og það kom á 36. mínútu. United-liðið reyndi fimmtán önnur skot í leiknum án árangurs.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláklæddir vilja í Meistaradeild Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Í beinni: Tottenham - Southampton | Enda ófarirnar gegn botliðinu? „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sjá meira