Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2017 23:36 Vladimir Pútín Rússlandsforseti og Ramzan Kadyrov héraðsstjóri Téténíu. vísir/getty „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ Þetta er brot úr viðtali breska dagblaðsins The Guardian við Adam, samkynhneigðan mann frá Téténíu, sem var í haldi yfirvalda vegna kynhneigðar sinnar og sætti pyntingum. Hann mátti þola raflost og barsmíðar á meðan ókvæðisorðum var hreytt í hann fyrir að vera samkynhneigður. Mennirnir sem níddust á honum vildu fá upplýsingar um fleiri samkynhneigða menn í Téténíu en það er sjálfsstjórnarhérað í Rússlandi. Frásögn Adams styður við fréttir sem hafa borist frá Téténíu undanfarið um að yfirvöld í héraðinu séu í herferð gegn samkynhneigðum sem þar búa. Talið er að jafnvel hundruð manna hafi verið handteknir vegna kynhneigðar sinnar og að minnsta kosti þrír dáið í ofsóknunum.Flúði frá Téténíu Að sögn Adams var hann fluttur í einhvers konar óformlegt fangelsi þar sem hann dvaldi ásamt tólf öðrum samkynhneigðum mönnum. Þeir voru allir pyntaðir á hverjum einasta degi. Adam náði að flýja frá Téténíu eftir að hafa verið í haldi í um tíu daga og var sendur til fjölskyldu sinnar. „Þeir sögðu: „Sonur ykkar er hommi. Þið megið gera það sem þið viljið við hann,““ segir Adam. Hann þrætti þó fyrir það við fjölskyldu sína að vera samkynhneigður en faðir hans neitaði engu að síður að tala við hann og hótaði honum ofbeldi. Adam pakkaði því niður í tösku nokkrum dögum seinna og flúði heimaland sitt. Hann hefur ekkert talað við fjölskylduna sína síðan og vill komast eins langt í burtu frá Téténíu eins og hann getur. „Við erum að tala um ofsóknir gegn samkynhneigðum þar sem hundruð þeirra hefur verið rænt af yfirvöldum í Téténíu. Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð áður í Rússlandi eða í nútímaheimssögunni. Það er enginn vafi á því að þetta er glæpur gegn mannkyninu,“ segir Igor Kochetkov, baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra í Sankti Pétursborg í Rússlandi.Lifa tvöföldu lífi Í íhaldssömu samfélagi Téténíu er það séð skömm á allri fjölskyldunni ef einhver fjölskyldumeðlimur er samkynhneigður. Margir samkynhneigðir Téténar lifa því tvöföldu lífi, eru giftir og segja engum frá hvernig þeim raunverulega líður. Talsmaður Ramzan Kadyrov, héraðsstjóra Téténíu, hefur alfarið neitað því að yfirvöld í héraðinu hafi handtekið og pyntað samkynhneigða. Hann hefur raunar sagt að enga samkynhneigða sé að finna í Téténíu og því eigi engar ofsóknir sér stað þar sem ekki sé hægt að ofsækja þá sem eru ekki til. Kadyrov hefur í gegnum tíðina verið sakaður um ýmis konar mannréttindabrot. Hann er nýtur stuðnings Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31 Segja yfirvöld í Téténíu stunda skipulagðar pyntingar á samkynhneigðum Samtök hinsegin fólks í Rússlandi telja að rúmlega hundrað samkynhneigðir menn séu nú í haldi yfirvalda í Téténíu og sæti þar pyntingum. 12. apríl 2017 11:43 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
„Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ Þetta er brot úr viðtali breska dagblaðsins The Guardian við Adam, samkynhneigðan mann frá Téténíu, sem var í haldi yfirvalda vegna kynhneigðar sinnar og sætti pyntingum. Hann mátti þola raflost og barsmíðar á meðan ókvæðisorðum var hreytt í hann fyrir að vera samkynhneigður. Mennirnir sem níddust á honum vildu fá upplýsingar um fleiri samkynhneigða menn í Téténíu en það er sjálfsstjórnarhérað í Rússlandi. Frásögn Adams styður við fréttir sem hafa borist frá Téténíu undanfarið um að yfirvöld í héraðinu séu í herferð gegn samkynhneigðum sem þar búa. Talið er að jafnvel hundruð manna hafi verið handteknir vegna kynhneigðar sinnar og að minnsta kosti þrír dáið í ofsóknunum.Flúði frá Téténíu Að sögn Adams var hann fluttur í einhvers konar óformlegt fangelsi þar sem hann dvaldi ásamt tólf öðrum samkynhneigðum mönnum. Þeir voru allir pyntaðir á hverjum einasta degi. Adam náði að flýja frá Téténíu eftir að hafa verið í haldi í um tíu daga og var sendur til fjölskyldu sinnar. „Þeir sögðu: „Sonur ykkar er hommi. Þið megið gera það sem þið viljið við hann,““ segir Adam. Hann þrætti þó fyrir það við fjölskyldu sína að vera samkynhneigður en faðir hans neitaði engu að síður að tala við hann og hótaði honum ofbeldi. Adam pakkaði því niður í tösku nokkrum dögum seinna og flúði heimaland sitt. Hann hefur ekkert talað við fjölskylduna sína síðan og vill komast eins langt í burtu frá Téténíu eins og hann getur. „Við erum að tala um ofsóknir gegn samkynhneigðum þar sem hundruð þeirra hefur verið rænt af yfirvöldum í Téténíu. Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð áður í Rússlandi eða í nútímaheimssögunni. Það er enginn vafi á því að þetta er glæpur gegn mannkyninu,“ segir Igor Kochetkov, baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra í Sankti Pétursborg í Rússlandi.Lifa tvöföldu lífi Í íhaldssömu samfélagi Téténíu er það séð skömm á allri fjölskyldunni ef einhver fjölskyldumeðlimur er samkynhneigður. Margir samkynhneigðir Téténar lifa því tvöföldu lífi, eru giftir og segja engum frá hvernig þeim raunverulega líður. Talsmaður Ramzan Kadyrov, héraðsstjóra Téténíu, hefur alfarið neitað því að yfirvöld í héraðinu hafi handtekið og pyntað samkynhneigða. Hann hefur raunar sagt að enga samkynhneigða sé að finna í Téténíu og því eigi engar ofsóknir sér stað þar sem ekki sé hægt að ofsækja þá sem eru ekki til. Kadyrov hefur í gegnum tíðina verið sakaður um ýmis konar mannréttindabrot. Hann er nýtur stuðnings Vladimir Pútín Rússlandsforseta.
Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31 Segja yfirvöld í Téténíu stunda skipulagðar pyntingar á samkynhneigðum Samtök hinsegin fólks í Rússlandi telja að rúmlega hundrað samkynhneigðir menn séu nú í haldi yfirvalda í Téténíu og sæti þar pyntingum. 12. apríl 2017 11:43 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31
Segja yfirvöld í Téténíu stunda skipulagðar pyntingar á samkynhneigðum Samtök hinsegin fólks í Rússlandi telja að rúmlega hundrað samkynhneigðir menn séu nú í haldi yfirvalda í Téténíu og sæti þar pyntingum. 12. apríl 2017 11:43