Íslendingar flykkjast til útlanda yfir páskana sem aldrei fyrr Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2017 19:30 Aukinn kaupmáttur Íslendinga og ódýrar flugferðir til útlanda gera það að verkum að langtímabílstæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull. Þetta segir upplýsingafulltrúi Isavia og að met verði líklega slegið í ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteinana þessa páskana. Við Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru um 2.400 langtímastæði. Það eru stæði sem hægt er að nota ef fólk ætlar að skella sér útlanda í skamman tíma. Þeir sem nota þessi stæði eru aðallega Íslendingar. Það virðist margir vera á ferðinni þessa páskana því yfir þrjú þúsund bílar eru á svæðinu og öll bílastæði yfirfull. „Það er töluvert meiri umferð hérna heldur en í fyrra. Það voru 2.000 bílar í fyrra og það gekk nú bara ágætlega. Síðan þá erum við búin að stækka stæðið. Nú eru 3.000 bílar hér komnir á svæðið. Þannig að það er greinilegt, þó ég ætla ekki að vera að taka hér starf greiningadeilda bankanna, þá er væntanlega kaupmáttur Íslendinga og ódýrar ferðir til útlanda sem að gera það að verkum að stæðin eru hér full,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia sem rekur Keflavíkurflugvöll. Hann segir að í fyrra hafi verið slegið met frá árinu 2007 þegar kemur að ferðalögum Íslendinga til útlanda. „Það sem af er ári eru 20% fleiri Íslendingar sem hafa farið út og þetta er miklu meira heldur en búist var við yfir páskana,“ segir Guðni. Guðni segir að svo geti farið að fólki verði vísað frá sem ætlar að skilja bíla sína eftir um þessa páskahelgi. Hann hvetur því ferðalanga til að gera aðrar ráðstafanir til að mynda taka rútu, strætó eða láta skutla sér. Hann á von á að slegin verði met þessa páska þegar kemur að ferðalögum Íslendinga til útlanda. „Eftir páskana þá gefum við væntanlega út tölur um það en það lítur út fyrir það að þetta sé að slá öll met,“ segir Guðni. Tengdar fréttir Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Aukinn kaupmáttur Íslendinga og ódýrar flugferðir til útlanda gera það að verkum að langtímabílstæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull. Þetta segir upplýsingafulltrúi Isavia og að met verði líklega slegið í ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteinana þessa páskana. Við Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru um 2.400 langtímastæði. Það eru stæði sem hægt er að nota ef fólk ætlar að skella sér útlanda í skamman tíma. Þeir sem nota þessi stæði eru aðallega Íslendingar. Það virðist margir vera á ferðinni þessa páskana því yfir þrjú þúsund bílar eru á svæðinu og öll bílastæði yfirfull. „Það er töluvert meiri umferð hérna heldur en í fyrra. Það voru 2.000 bílar í fyrra og það gekk nú bara ágætlega. Síðan þá erum við búin að stækka stæðið. Nú eru 3.000 bílar hér komnir á svæðið. Þannig að það er greinilegt, þó ég ætla ekki að vera að taka hér starf greiningadeilda bankanna, þá er væntanlega kaupmáttur Íslendinga og ódýrar ferðir til útlanda sem að gera það að verkum að stæðin eru hér full,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia sem rekur Keflavíkurflugvöll. Hann segir að í fyrra hafi verið slegið met frá árinu 2007 þegar kemur að ferðalögum Íslendinga til útlanda. „Það sem af er ári eru 20% fleiri Íslendingar sem hafa farið út og þetta er miklu meira heldur en búist var við yfir páskana,“ segir Guðni. Guðni segir að svo geti farið að fólki verði vísað frá sem ætlar að skilja bíla sína eftir um þessa páskahelgi. Hann hvetur því ferðalanga til að gera aðrar ráðstafanir til að mynda taka rútu, strætó eða láta skutla sér. Hann á von á að slegin verði met þessa páska þegar kemur að ferðalögum Íslendinga til útlanda. „Eftir páskana þá gefum við væntanlega út tölur um það en það lítur út fyrir það að þetta sé að slá öll met,“ segir Guðni.
Tengdar fréttir Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19