Íslendingar flykkjast til útlanda yfir páskana sem aldrei fyrr Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2017 19:30 Aukinn kaupmáttur Íslendinga og ódýrar flugferðir til útlanda gera það að verkum að langtímabílstæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull. Þetta segir upplýsingafulltrúi Isavia og að met verði líklega slegið í ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteinana þessa páskana. Við Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru um 2.400 langtímastæði. Það eru stæði sem hægt er að nota ef fólk ætlar að skella sér útlanda í skamman tíma. Þeir sem nota þessi stæði eru aðallega Íslendingar. Það virðist margir vera á ferðinni þessa páskana því yfir þrjú þúsund bílar eru á svæðinu og öll bílastæði yfirfull. „Það er töluvert meiri umferð hérna heldur en í fyrra. Það voru 2.000 bílar í fyrra og það gekk nú bara ágætlega. Síðan þá erum við búin að stækka stæðið. Nú eru 3.000 bílar hér komnir á svæðið. Þannig að það er greinilegt, þó ég ætla ekki að vera að taka hér starf greiningadeilda bankanna, þá er væntanlega kaupmáttur Íslendinga og ódýrar ferðir til útlanda sem að gera það að verkum að stæðin eru hér full,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia sem rekur Keflavíkurflugvöll. Hann segir að í fyrra hafi verið slegið met frá árinu 2007 þegar kemur að ferðalögum Íslendinga til útlanda. „Það sem af er ári eru 20% fleiri Íslendingar sem hafa farið út og þetta er miklu meira heldur en búist var við yfir páskana,“ segir Guðni. Guðni segir að svo geti farið að fólki verði vísað frá sem ætlar að skilja bíla sína eftir um þessa páskahelgi. Hann hvetur því ferðalanga til að gera aðrar ráðstafanir til að mynda taka rútu, strætó eða láta skutla sér. Hann á von á að slegin verði met þessa páska þegar kemur að ferðalögum Íslendinga til útlanda. „Eftir páskana þá gefum við væntanlega út tölur um það en það lítur út fyrir það að þetta sé að slá öll met,“ segir Guðni. Tengdar fréttir Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Aukinn kaupmáttur Íslendinga og ódýrar flugferðir til útlanda gera það að verkum að langtímabílstæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull. Þetta segir upplýsingafulltrúi Isavia og að met verði líklega slegið í ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteinana þessa páskana. Við Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru um 2.400 langtímastæði. Það eru stæði sem hægt er að nota ef fólk ætlar að skella sér útlanda í skamman tíma. Þeir sem nota þessi stæði eru aðallega Íslendingar. Það virðist margir vera á ferðinni þessa páskana því yfir þrjú þúsund bílar eru á svæðinu og öll bílastæði yfirfull. „Það er töluvert meiri umferð hérna heldur en í fyrra. Það voru 2.000 bílar í fyrra og það gekk nú bara ágætlega. Síðan þá erum við búin að stækka stæðið. Nú eru 3.000 bílar hér komnir á svæðið. Þannig að það er greinilegt, þó ég ætla ekki að vera að taka hér starf greiningadeilda bankanna, þá er væntanlega kaupmáttur Íslendinga og ódýrar ferðir til útlanda sem að gera það að verkum að stæðin eru hér full,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia sem rekur Keflavíkurflugvöll. Hann segir að í fyrra hafi verið slegið met frá árinu 2007 þegar kemur að ferðalögum Íslendinga til útlanda. „Það sem af er ári eru 20% fleiri Íslendingar sem hafa farið út og þetta er miklu meira heldur en búist var við yfir páskana,“ segir Guðni. Guðni segir að svo geti farið að fólki verði vísað frá sem ætlar að skilja bíla sína eftir um þessa páskahelgi. Hann hvetur því ferðalanga til að gera aðrar ráðstafanir til að mynda taka rútu, strætó eða láta skutla sér. Hann á von á að slegin verði met þessa páska þegar kemur að ferðalögum Íslendinga til útlanda. „Eftir páskana þá gefum við væntanlega út tölur um það en það lítur út fyrir það að þetta sé að slá öll met,“ segir Guðni.
Tengdar fréttir Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19