Þessar hótanir komu fram í norður-kóreska ríkisfjölmiðlinum og hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, nú þegar tjáð sig um þær á Twitter. Þar segir hann að Bandaríkin muni takast á við Norður-Kóreu með, eða án Kína.
Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið nýverið, vegna fregna af kjarnorkuvopnaþróun og tilraunum Norður-Kóreumanna. Talið er að norður-kóresk yfirvöld muni brátt gera enn eitt tilraunaskotið með kjarnorkusprengju.
Á blaðamannafundi í dag, segir Sean Spicer, blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, að bandarísk yfirvöld telji ekki ástæðu til þess að óttast þessar hótanir Norður-Kóreumanna, þar eð engin gögn bendi til þess að þeir séu komnir nógu langt á veg í þróun kjarnaodda til þess að geta varpað slíkum sprengjum á bandarískt meginland.
North Korea is looking for trouble. If China decides to help, that would be great. If not, we will solve the problem without them! U.S.A.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 11, 2017