Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. apríl 2017 21:17 Oscar Munoz, segir að flugfélagið muni sjá til þess að nokkuð þessu líkt muni ekki koma fyrir aftur. Vísir/Getty Forstjóri bandaríska flugfélagsins United Airlines, Oscar Munoz, hefur beðist opinberlega afsökunar fyrir hönd flugfélagsins, fyrir að hafa dregið farþega út úr vél á vegum félagsins, sem ekki vildi gefa upp sæti sitt í yfirbókuðu flugi. BBC greinir frá. Umrætt atvik átti sér stað um borð í vél félagsins nú á dögunum, sem fljúga átti frá Chicago til Louisville í Bandaríkjunum. Á flugvellinum var fjórum farþegum boðið að yfirgefa vélina gegn 400 dollara greiðslu, til að greiða götu fyrir fjórum starfsmönnum félagsins. Enginn lét þó tilleiðast og var því ákveðið að draga fjóra af handahófi. Þar með talið var læknir einn, sem alls ekki vildi yfirgefa sæti sitt, vinnu sinnar vegna og var þá brugðið á það ráð að draga hann úr vélinni, með valdi, í atviki sem náðist á myndband og vakti mikla athygli en læknirinn var meðal annars blóðugur í framan.Sjá einnig: Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðistAtvikið hefur meðal annars valdið því að hlutabréf í móðurfélagi flugfélagsins, United Continental Holdings, féllu um fjögur prósent í verði, vegna mikillar óánægju. Samkvæmt tilkynningu forstjórans er hann harmi sleginn vegna atviksins og „hafa myndbönd af atvikinu valdið honum miklu hugarangri.“ Hann segir að félagið muni fara yfir nákvæmlega hvað það var sem gerðist og „tryggja að nokkuð þessu líkt muni aldrei koma fyrir aftur.“ Ljóst er að forstjórinn hefur skipt um skoðun, en hann hafði nýlega varið ákvörðun áhafnarinnar og sagt hana eiga rétt á sér. Einn starfsmaður flugvallarins, sem tók þátt í því að draga lækninn úr flugvélinni, hefur verið settur í tímabundið leyfi á meðan rannsókn málsins stendur. Þá eru bandarísk flugmálayfirvöld jafnframt með það til rannsóknar, hvort að United flugfélagið hafi farið eftir settum reglum hvað varðar yfirbókanir, en allajafna er farþegum tilkynnt um slíkt áður en þeir eru mættir í flugvélina. Tengdar fréttir Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30 Segir flugliða United hafa gert rétt þegar læknir var dreginn frá borði Forstjóri United flugfélagsins hefur varið ákvörðun flugliða um að láta draga farþega frá borði eftir að flugvél félagsins var yfirbókuð. 11. apríl 2017 10:26 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Forstjóri bandaríska flugfélagsins United Airlines, Oscar Munoz, hefur beðist opinberlega afsökunar fyrir hönd flugfélagsins, fyrir að hafa dregið farþega út úr vél á vegum félagsins, sem ekki vildi gefa upp sæti sitt í yfirbókuðu flugi. BBC greinir frá. Umrætt atvik átti sér stað um borð í vél félagsins nú á dögunum, sem fljúga átti frá Chicago til Louisville í Bandaríkjunum. Á flugvellinum var fjórum farþegum boðið að yfirgefa vélina gegn 400 dollara greiðslu, til að greiða götu fyrir fjórum starfsmönnum félagsins. Enginn lét þó tilleiðast og var því ákveðið að draga fjóra af handahófi. Þar með talið var læknir einn, sem alls ekki vildi yfirgefa sæti sitt, vinnu sinnar vegna og var þá brugðið á það ráð að draga hann úr vélinni, með valdi, í atviki sem náðist á myndband og vakti mikla athygli en læknirinn var meðal annars blóðugur í framan.Sjá einnig: Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðistAtvikið hefur meðal annars valdið því að hlutabréf í móðurfélagi flugfélagsins, United Continental Holdings, féllu um fjögur prósent í verði, vegna mikillar óánægju. Samkvæmt tilkynningu forstjórans er hann harmi sleginn vegna atviksins og „hafa myndbönd af atvikinu valdið honum miklu hugarangri.“ Hann segir að félagið muni fara yfir nákvæmlega hvað það var sem gerðist og „tryggja að nokkuð þessu líkt muni aldrei koma fyrir aftur.“ Ljóst er að forstjórinn hefur skipt um skoðun, en hann hafði nýlega varið ákvörðun áhafnarinnar og sagt hana eiga rétt á sér. Einn starfsmaður flugvallarins, sem tók þátt í því að draga lækninn úr flugvélinni, hefur verið settur í tímabundið leyfi á meðan rannsókn málsins stendur. Þá eru bandarísk flugmálayfirvöld jafnframt með það til rannsóknar, hvort að United flugfélagið hafi farið eftir settum reglum hvað varðar yfirbókanir, en allajafna er farþegum tilkynnt um slíkt áður en þeir eru mættir í flugvélina.
Tengdar fréttir Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30 Segir flugliða United hafa gert rétt þegar læknir var dreginn frá borði Forstjóri United flugfélagsins hefur varið ákvörðun flugliða um að láta draga farþega frá borði eftir að flugvél félagsins var yfirbókuð. 11. apríl 2017 10:26 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30
Segir flugliða United hafa gert rétt þegar læknir var dreginn frá borði Forstjóri United flugfélagsins hefur varið ákvörðun flugliða um að láta draga farþega frá borði eftir að flugvél félagsins var yfirbókuð. 11. apríl 2017 10:26