Sean Spicer segir Hitler skárri en Assad vegna þess að hann hafi ekki notað efnavopn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. apríl 2017 19:58 Sean Spicer virðist hafa gleymt því í dag, að Hitler notaði vissulega efnavopn gagnvart saklausum borgurum. Vísir/EPA Sean Spicer, blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, hefur vakið athygli með ummælum sem hann lét falla á blaðamannafundi í dag. Þar sagði hann að Adolf Hitler væri þrátt fyrir allt skárri en Bashar al-Assad, sýrlenski einræðisherrann, vegna þess að hann hefði ekki notað efnavopn. Ummælin hafa vakið mikla athygli enda talsmenn Hvíta hússins ekki þekktir fyrir að verja Adolf Hitler, einræðisherrann alræmda, né heldur fyrir að gera lítið úr og gleyma þjáningum þeirra milljóna gyðinga sem dóu vegna efnavopna í síðari heimsstyrjöldinni. Spicer virðist hafa þótt mikilvægt að benda á hve hræðilegur Assad væri raunverulega með líkingunni.„Hitler sökk ekki einu sinni svo lágt að nota efnavopn.“ Áhugamenn um sagnfræði vita flestir að ummæli Spicer, eru eins furðuleg og þau eru kolröng, en alkunna er að nasistar notuðu eiturgas í miklum mæli til að myrða saklaust fólk og þá sérstaklega gyðinga, en sex milljónir gyðingar létu lífið í útrýmingarbúðum þeirra. Blaðamönnum á fundinum þóttu ummæli Spicer, enda furðuleg og þegar hann var spurður nánar út í hvað hann hefði nákvæmlega meint með ummælum sínum, svaraði Spicer:„Þegar þú ert kominn út í sarín gas, þá er ekki.....hann var ekki að nota gas gegn sínu eigin fólki á sama hátt og Assad. Hann notaði þau í útrýmingarmiðstöðvum, ég skil það. En það sem ég meina er að benda á að sú aðferð sem Assad beitir til að nota gasið, hvernig hann sleppir gasinu lausu í bæjum, er öðruvísi....ég ætlaði ekki að segja að Hitler hefði ekki notað gas.“ Í fréttaskýringum bandarískra fjölmiðla eru þessi ummæli og þessi leiðrétting Spicer rekin ofan í hann, en nasistar notuðust ekki einungis við slíkar útrýmingabúðir, eða það sem Spicer kallar „miðstöðvar,“ heldur notuðu nasistar einnig sérstaka bíla, sem nýttir voru til þess að myrða fólk með eiturgasi og það í þeirra eigin bæjarfélögum. Í sömu umfjöllunum er Spicer harðlega gagnrýndur fyrir þessi ummæli sín og mörgum þótt sem hann hafi gert lítið úr þjáningum þeirra milljóna gyðinga, sem létu lífið í helförinni vegna efnavopnabeitingu nasista. Spicer gaf út tilkynningu síðar í dag vegna málsins, þar sem hann harmaði ummæli sín og sagðist á „engan hátt hafa ætlað að gera lítið úr fórnarlömbum helfararinnar.“NEW: a second clarification from the @presssec on Assad/Hitler comparison: pic.twitter.com/IU8OA5jFAb— Hallie Jackson (@HallieJackson) April 11, 2017 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Sean Spicer, blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, hefur vakið athygli með ummælum sem hann lét falla á blaðamannafundi í dag. Þar sagði hann að Adolf Hitler væri þrátt fyrir allt skárri en Bashar al-Assad, sýrlenski einræðisherrann, vegna þess að hann hefði ekki notað efnavopn. Ummælin hafa vakið mikla athygli enda talsmenn Hvíta hússins ekki þekktir fyrir að verja Adolf Hitler, einræðisherrann alræmda, né heldur fyrir að gera lítið úr og gleyma þjáningum þeirra milljóna gyðinga sem dóu vegna efnavopna í síðari heimsstyrjöldinni. Spicer virðist hafa þótt mikilvægt að benda á hve hræðilegur Assad væri raunverulega með líkingunni.„Hitler sökk ekki einu sinni svo lágt að nota efnavopn.“ Áhugamenn um sagnfræði vita flestir að ummæli Spicer, eru eins furðuleg og þau eru kolröng, en alkunna er að nasistar notuðu eiturgas í miklum mæli til að myrða saklaust fólk og þá sérstaklega gyðinga, en sex milljónir gyðingar létu lífið í útrýmingarbúðum þeirra. Blaðamönnum á fundinum þóttu ummæli Spicer, enda furðuleg og þegar hann var spurður nánar út í hvað hann hefði nákvæmlega meint með ummælum sínum, svaraði Spicer:„Þegar þú ert kominn út í sarín gas, þá er ekki.....hann var ekki að nota gas gegn sínu eigin fólki á sama hátt og Assad. Hann notaði þau í útrýmingarmiðstöðvum, ég skil það. En það sem ég meina er að benda á að sú aðferð sem Assad beitir til að nota gasið, hvernig hann sleppir gasinu lausu í bæjum, er öðruvísi....ég ætlaði ekki að segja að Hitler hefði ekki notað gas.“ Í fréttaskýringum bandarískra fjölmiðla eru þessi ummæli og þessi leiðrétting Spicer rekin ofan í hann, en nasistar notuðust ekki einungis við slíkar útrýmingabúðir, eða það sem Spicer kallar „miðstöðvar,“ heldur notuðu nasistar einnig sérstaka bíla, sem nýttir voru til þess að myrða fólk með eiturgasi og það í þeirra eigin bæjarfélögum. Í sömu umfjöllunum er Spicer harðlega gagnrýndur fyrir þessi ummæli sín og mörgum þótt sem hann hafi gert lítið úr þjáningum þeirra milljóna gyðinga, sem létu lífið í helförinni vegna efnavopnabeitingu nasista. Spicer gaf út tilkynningu síðar í dag vegna málsins, þar sem hann harmaði ummæli sín og sagðist á „engan hátt hafa ætlað að gera lítið úr fórnarlömbum helfararinnar.“NEW: a second clarification from the @presssec on Assad/Hitler comparison: pic.twitter.com/IU8OA5jFAb— Hallie Jackson (@HallieJackson) April 11, 2017
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira