Ráðherrar ósammála um hvort einkavæða eigi Leifsstöð Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. apríl 2017 21:37 Ekki virðist vera einhugur innan ríkisstjórnarinnar um hvort einkavæða eigi flugstöð Leifs Eiríkssonar. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, er ekki hrifinn af hugmyndinni en Jón Gunnarsson samgönguráðherra telur hana vera vænlegan kost. Heimir Már Pétursson ræddi við Jón og Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Mér finnst það áhugavert að einhver skuli nefna þetta, vegna þess að menn hafa verið að nefna að það séu verðmæti hérna upp á 1-200 milljarða og þá eru menn að tala um reksturinn á flugstöðinni. Það er þá ekki ónýtt fyrir þjóðina að eiga þennan varasjóð, alveg eins og við eigum Landsvirkjun, sem ég talaði um i´gær að við erum ekki með nein áform um að selja. Þetta gefur af sér góðan arð og það er auðvitað það sem skiptir miklu máli fyrir þjóðina,“ segir Benedikt.Hér eru tekin auðvitað lán fyrir þessum miklu framkvæmdum en það er ekki gert með ríkisábyrgð? „Nei sem betur fer þá er þetta orðið svo stöndugt fyrirtæki að það eru bara tekin veð í tekjum stöðvarinnar sjálfrar og þeir sem lána hafa bara fulla trú á þessum rekstri. Enda hefur það sýnt sig að ár frá ári þá aukast tekjurnar stöðugt.“ Jón Gunnarsson samgönguráðherra tekur ekki í sama streng og telur að það sé vert að skoða hvort að ástæða sé að ríkið reki flugstöðina. „Mér finnst það vera mjög sterkt sjónarmið, að það sé þess virði að skoða það, hvort það sé ástæða fyrir íslenska ríkið og íslenska þjóð að hafa bundna hér alla þá tugi milljarða sem hér liggja í fjárfestingum með þeim áhættum sem því fylgir að vera með fjárfestingar og lántökur í tengslum við það,“ segir Jón.Þær eru allar án ríkisábyrgðar, þær eru teknar með veði í tekjum stöðvarinnar. „Já en þetta er orðin mikil eign. Spurningin er viljum við eiga það í flugstöð eða viljum við eiga það mögulega í spítala eða betri vegum eða einhverju öðru? Það finnst mér vera umræðunnar virði og ég held við ættum að skoða það hvort að það sé, við þær aðstæður þar sem við erum að reyna að byggja upp og leggja áherslu á uppbyggingu innviða, að það sé svo mikið fé bundið í þessari flugstöð að það gæti jafnvel verið betur komið i einhverju sem er okkur nærtækara í okkar daglega lífi hér á Íslandi og myndi nýtast okkur þar.“ Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Ekki virðist vera einhugur innan ríkisstjórnarinnar um hvort einkavæða eigi flugstöð Leifs Eiríkssonar. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, er ekki hrifinn af hugmyndinni en Jón Gunnarsson samgönguráðherra telur hana vera vænlegan kost. Heimir Már Pétursson ræddi við Jón og Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Mér finnst það áhugavert að einhver skuli nefna þetta, vegna þess að menn hafa verið að nefna að það séu verðmæti hérna upp á 1-200 milljarða og þá eru menn að tala um reksturinn á flugstöðinni. Það er þá ekki ónýtt fyrir þjóðina að eiga þennan varasjóð, alveg eins og við eigum Landsvirkjun, sem ég talaði um i´gær að við erum ekki með nein áform um að selja. Þetta gefur af sér góðan arð og það er auðvitað það sem skiptir miklu máli fyrir þjóðina,“ segir Benedikt.Hér eru tekin auðvitað lán fyrir þessum miklu framkvæmdum en það er ekki gert með ríkisábyrgð? „Nei sem betur fer þá er þetta orðið svo stöndugt fyrirtæki að það eru bara tekin veð í tekjum stöðvarinnar sjálfrar og þeir sem lána hafa bara fulla trú á þessum rekstri. Enda hefur það sýnt sig að ár frá ári þá aukast tekjurnar stöðugt.“ Jón Gunnarsson samgönguráðherra tekur ekki í sama streng og telur að það sé vert að skoða hvort að ástæða sé að ríkið reki flugstöðina. „Mér finnst það vera mjög sterkt sjónarmið, að það sé þess virði að skoða það, hvort það sé ástæða fyrir íslenska ríkið og íslenska þjóð að hafa bundna hér alla þá tugi milljarða sem hér liggja í fjárfestingum með þeim áhættum sem því fylgir að vera með fjárfestingar og lántökur í tengslum við það,“ segir Jón.Þær eru allar án ríkisábyrgðar, þær eru teknar með veði í tekjum stöðvarinnar. „Já en þetta er orðin mikil eign. Spurningin er viljum við eiga það í flugstöð eða viljum við eiga það mögulega í spítala eða betri vegum eða einhverju öðru? Það finnst mér vera umræðunnar virði og ég held við ættum að skoða það hvort að það sé, við þær aðstæður þar sem við erum að reyna að byggja upp og leggja áherslu á uppbyggingu innviða, að það sé svo mikið fé bundið í þessari flugstöð að það gæti jafnvel verið betur komið i einhverju sem er okkur nærtækara í okkar daglega lífi hér á Íslandi og myndi nýtast okkur þar.“
Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira