Uppsafnaður fjárskortur á innanlandsflugvöllum víða um landið 28. apríl 2017 07:00 Með 200 milljón króna fjárveitingu er tryggt að rekstur flugvalla, eins og Ísafjarðarflugvöllur sem hér sést, verði óbreyttur. vísir/pjetur Uppsöfnuð þörf á viðhaldi og framkvæmdum á innanlandsflugvöllum er um 800 milljónir króna í mikilvægar aðgerðir og 320 milljónir í brýnar aðgerðir. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fyrirspurn Ara Trausta Guðmundssonar um rekstur innanlandsflugvalla. Þar kemur fram að fjárveitingar til reksturs innanlandsflugvalla, viðhalds þeirra og uppbyggingar hafa verið skornar niður árlega frá árinu 2008. Fjárveitingar ársins duga aðeins til að standa straum af rekstrarhluta þjónustusamningsins við Isavia um rekstur flugvalla innanlands. Fjárveitingin nægir til að tryggt sé að flugvallakerfið verði rekið og að ekki komi til uppsagna starfsfólks á árinu. Ekki er til peningur til að fara í neinar aðgerðir. Við afgreiðslu fjárlaga vantaði um 10 milljarða og með hliðsjón af leiðbeiningum Alþingis varð ljóst að ekki var hægt að bæta í rekstur og viðhald flugvalla innanlands. 400 milljóna fjárveiting var felld niður og varanlegar heimildir auknar um 200 milljónir. Fjárveitingar í ár eru því um 200 milljónum lægri en í fyrra. Í vinnu starfshóps innanríkisráðuneytisins með þátttöku Isavia og fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem hafði það hlutverk að skoða hvort ná mætti meiri skilvirkni og hagræði í rekstri innanlandsflugsins, var m.a. skoðað að styrkja flugleiðirnar í stað flugvallanna og færa minni flugvelli í umsjá Vegagerðarinnar auk fleiri atriða sem leitt gætu til aukinnar hagræðingar við rekstur flugvallakerfisins. Skýrsla hópsins er til skoðunar og hafa ákvarðanir um breytingar ekki verið teknar að svo stöddu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Uppsöfnuð þörf á viðhaldi og framkvæmdum á innanlandsflugvöllum er um 800 milljónir króna í mikilvægar aðgerðir og 320 milljónir í brýnar aðgerðir. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fyrirspurn Ara Trausta Guðmundssonar um rekstur innanlandsflugvalla. Þar kemur fram að fjárveitingar til reksturs innanlandsflugvalla, viðhalds þeirra og uppbyggingar hafa verið skornar niður árlega frá árinu 2008. Fjárveitingar ársins duga aðeins til að standa straum af rekstrarhluta þjónustusamningsins við Isavia um rekstur flugvalla innanlands. Fjárveitingin nægir til að tryggt sé að flugvallakerfið verði rekið og að ekki komi til uppsagna starfsfólks á árinu. Ekki er til peningur til að fara í neinar aðgerðir. Við afgreiðslu fjárlaga vantaði um 10 milljarða og með hliðsjón af leiðbeiningum Alþingis varð ljóst að ekki var hægt að bæta í rekstur og viðhald flugvalla innanlands. 400 milljóna fjárveiting var felld niður og varanlegar heimildir auknar um 200 milljónir. Fjárveitingar í ár eru því um 200 milljónum lægri en í fyrra. Í vinnu starfshóps innanríkisráðuneytisins með þátttöku Isavia og fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem hafði það hlutverk að skoða hvort ná mætti meiri skilvirkni og hagræði í rekstri innanlandsflugsins, var m.a. skoðað að styrkja flugleiðirnar í stað flugvallanna og færa minni flugvelli í umsjá Vegagerðarinnar auk fleiri atriða sem leitt gætu til aukinnar hagræðingar við rekstur flugvallakerfisins. Skýrsla hópsins er til skoðunar og hafa ákvarðanir um breytingar ekki verið teknar að svo stöddu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira