Sinfónían óánægð með sambýlinga í Hörpu Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Sinfónían og íslenska óperan telja að það þurfi að huga vel að því hvers konar verslunarrekstur fer fram í Hörpu. vísir/ernir Óánægja ríkir á meðal þeirra aðila sem sinna listviðburðum og menningarstarfi í Hörpu með verslunarreksturinn sem þar er. Þykir reksturinn byggja of mikið á ódýrum vörum sem höfða til ferðamanna og ekki nógu mikið tillit vera tekið til fagurfræði. Heimildir Fréttablaðsins herma að óánægjan sé ekki síst meðal stjórnenda og starfsmanna Sinfóníunnar. Þeir forðast þó að ræða málin opinberlega. „Ég hlakka rosalega til að ræða þessi mál við nýjan forstjóra sem er að byrja að setja sig inn í málin en tekur ekki formlega við fyrr en um næstu mánaðamót. Það verður bara mjög spennandi að ræða þessi mál. Við erum með mikla starfsemi í þessu húsi sem er alveg stórkostlegt listaverk og dásamlegt að sjá hvaða hlutverk það hefur fengið í íslensku samfélagi,“ segir Arna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníunnar, sem vildi að öðru leyti ekki ræða málin við Fréttablaðið. Þrjár gjafavöruverslanir eru reknar í húsinu. Það er Epal, gjafavöruverslun rútubílafyrirtækisins Sterna og svo Upplifun. Vilhjálmur Guðjónsson, einn eigenda síðastnefndu verslunarinnar, segist ekki hafa fengið athugasemdir af neinu tagi. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um,“ sagði hann þegar Fréttablaðið innti hann eftir viðbrögðum. Greipur Gíslason var fastur starfsmaður í húsinu í næstum þrjú ár. Hann segir ítrekaðar athugasemdir hafa verið gerðar við starfsfólk og stjórnendur Hörpu. Hann segir gera þurfi kröfur um fagurfræði í húsinu. „Það er hægt að gera kröfu um að í flottasta minnisvarða þjóðarinnar sértu með estetík og leiðbeiningar um útlit. Það virðist enginn hafa neitt um útlit hússins að segja,“ segir hann. Greipur segist aldrei hafa rætt þetta alvarlega við forsvarsmenn gjafavöruverslananna en hann hafi meðal annars rætt þetta við Halldór Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra. Greipur hefur reglulega tjáð sig um málefni Hörpu á samfélagsmiðlunum. Hann segist telja að sinnuleysi stjórnenda Hörpu megi rekja til rekstrarvanda hússins. En eins og komið hefur fram hefur reksturinn gengið erfiðlega, meðal annars vegna fasteignagjalda sem húsinu er gert að greiða. Tap af rekstri Hörpu nam 443 milljónum króna á árinu 2015, en ársreikningur fyrir 2016 hefur ekki verði birtur. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri Íslensku óperunnar, segist fagna áhuga ferðamanna á húsinu en hún sé engu að síður uggandi yfir þróun mála. „Mín skoðun er að svona hús eins og Harpa eigi að laða gesti fyrst og fremst að fyrir viðburðina,“ segir Steinunn Birna og bætir við að það skipti máli að áhuginn tengist því sem húsið var upphaflega byggt fyrir, tónleikum, ráðstefnum og viðburðum. Þannig þurfi verslunarstarfsemin að vera stoðstarfsemi við aðra starfsemi í húsinu. Hvort á maður að hlægja eða gráta yfir vöruúrvali og útbreiðslu í Hörpu? Afhverju gerir enginn neitt? Vilja ferðamenn bara ljótt dót? #Harpa pic.twitter.com/dVAKbJM1B0— Greipur Gíslason (@GreipurGisla) April 26, 2017 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Óánægja ríkir á meðal þeirra aðila sem sinna listviðburðum og menningarstarfi í Hörpu með verslunarreksturinn sem þar er. Þykir reksturinn byggja of mikið á ódýrum vörum sem höfða til ferðamanna og ekki nógu mikið tillit vera tekið til fagurfræði. Heimildir Fréttablaðsins herma að óánægjan sé ekki síst meðal stjórnenda og starfsmanna Sinfóníunnar. Þeir forðast þó að ræða málin opinberlega. „Ég hlakka rosalega til að ræða þessi mál við nýjan forstjóra sem er að byrja að setja sig inn í málin en tekur ekki formlega við fyrr en um næstu mánaðamót. Það verður bara mjög spennandi að ræða þessi mál. Við erum með mikla starfsemi í þessu húsi sem er alveg stórkostlegt listaverk og dásamlegt að sjá hvaða hlutverk það hefur fengið í íslensku samfélagi,“ segir Arna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníunnar, sem vildi að öðru leyti ekki ræða málin við Fréttablaðið. Þrjár gjafavöruverslanir eru reknar í húsinu. Það er Epal, gjafavöruverslun rútubílafyrirtækisins Sterna og svo Upplifun. Vilhjálmur Guðjónsson, einn eigenda síðastnefndu verslunarinnar, segist ekki hafa fengið athugasemdir af neinu tagi. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um,“ sagði hann þegar Fréttablaðið innti hann eftir viðbrögðum. Greipur Gíslason var fastur starfsmaður í húsinu í næstum þrjú ár. Hann segir ítrekaðar athugasemdir hafa verið gerðar við starfsfólk og stjórnendur Hörpu. Hann segir gera þurfi kröfur um fagurfræði í húsinu. „Það er hægt að gera kröfu um að í flottasta minnisvarða þjóðarinnar sértu með estetík og leiðbeiningar um útlit. Það virðist enginn hafa neitt um útlit hússins að segja,“ segir hann. Greipur segist aldrei hafa rætt þetta alvarlega við forsvarsmenn gjafavöruverslananna en hann hafi meðal annars rætt þetta við Halldór Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra. Greipur hefur reglulega tjáð sig um málefni Hörpu á samfélagsmiðlunum. Hann segist telja að sinnuleysi stjórnenda Hörpu megi rekja til rekstrarvanda hússins. En eins og komið hefur fram hefur reksturinn gengið erfiðlega, meðal annars vegna fasteignagjalda sem húsinu er gert að greiða. Tap af rekstri Hörpu nam 443 milljónum króna á árinu 2015, en ársreikningur fyrir 2016 hefur ekki verði birtur. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri Íslensku óperunnar, segist fagna áhuga ferðamanna á húsinu en hún sé engu að síður uggandi yfir þróun mála. „Mín skoðun er að svona hús eins og Harpa eigi að laða gesti fyrst og fremst að fyrir viðburðina,“ segir Steinunn Birna og bætir við að það skipti máli að áhuginn tengist því sem húsið var upphaflega byggt fyrir, tónleikum, ráðstefnum og viðburðum. Þannig þurfi verslunarstarfsemin að vera stoðstarfsemi við aðra starfsemi í húsinu. Hvort á maður að hlægja eða gráta yfir vöruúrvali og útbreiðslu í Hörpu? Afhverju gerir enginn neitt? Vilja ferðamenn bara ljótt dót? #Harpa pic.twitter.com/dVAKbJM1B0— Greipur Gíslason (@GreipurGisla) April 26, 2017
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira