Sinfónían óánægð með sambýlinga í Hörpu Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Sinfónían og íslenska óperan telja að það þurfi að huga vel að því hvers konar verslunarrekstur fer fram í Hörpu. vísir/ernir Óánægja ríkir á meðal þeirra aðila sem sinna listviðburðum og menningarstarfi í Hörpu með verslunarreksturinn sem þar er. Þykir reksturinn byggja of mikið á ódýrum vörum sem höfða til ferðamanna og ekki nógu mikið tillit vera tekið til fagurfræði. Heimildir Fréttablaðsins herma að óánægjan sé ekki síst meðal stjórnenda og starfsmanna Sinfóníunnar. Þeir forðast þó að ræða málin opinberlega. „Ég hlakka rosalega til að ræða þessi mál við nýjan forstjóra sem er að byrja að setja sig inn í málin en tekur ekki formlega við fyrr en um næstu mánaðamót. Það verður bara mjög spennandi að ræða þessi mál. Við erum með mikla starfsemi í þessu húsi sem er alveg stórkostlegt listaverk og dásamlegt að sjá hvaða hlutverk það hefur fengið í íslensku samfélagi,“ segir Arna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníunnar, sem vildi að öðru leyti ekki ræða málin við Fréttablaðið. Þrjár gjafavöruverslanir eru reknar í húsinu. Það er Epal, gjafavöruverslun rútubílafyrirtækisins Sterna og svo Upplifun. Vilhjálmur Guðjónsson, einn eigenda síðastnefndu verslunarinnar, segist ekki hafa fengið athugasemdir af neinu tagi. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um,“ sagði hann þegar Fréttablaðið innti hann eftir viðbrögðum. Greipur Gíslason var fastur starfsmaður í húsinu í næstum þrjú ár. Hann segir ítrekaðar athugasemdir hafa verið gerðar við starfsfólk og stjórnendur Hörpu. Hann segir gera þurfi kröfur um fagurfræði í húsinu. „Það er hægt að gera kröfu um að í flottasta minnisvarða þjóðarinnar sértu með estetík og leiðbeiningar um útlit. Það virðist enginn hafa neitt um útlit hússins að segja,“ segir hann. Greipur segist aldrei hafa rætt þetta alvarlega við forsvarsmenn gjafavöruverslananna en hann hafi meðal annars rætt þetta við Halldór Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra. Greipur hefur reglulega tjáð sig um málefni Hörpu á samfélagsmiðlunum. Hann segist telja að sinnuleysi stjórnenda Hörpu megi rekja til rekstrarvanda hússins. En eins og komið hefur fram hefur reksturinn gengið erfiðlega, meðal annars vegna fasteignagjalda sem húsinu er gert að greiða. Tap af rekstri Hörpu nam 443 milljónum króna á árinu 2015, en ársreikningur fyrir 2016 hefur ekki verði birtur. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri Íslensku óperunnar, segist fagna áhuga ferðamanna á húsinu en hún sé engu að síður uggandi yfir þróun mála. „Mín skoðun er að svona hús eins og Harpa eigi að laða gesti fyrst og fremst að fyrir viðburðina,“ segir Steinunn Birna og bætir við að það skipti máli að áhuginn tengist því sem húsið var upphaflega byggt fyrir, tónleikum, ráðstefnum og viðburðum. Þannig þurfi verslunarstarfsemin að vera stoðstarfsemi við aðra starfsemi í húsinu. Hvort á maður að hlægja eða gráta yfir vöruúrvali og útbreiðslu í Hörpu? Afhverju gerir enginn neitt? Vilja ferðamenn bara ljótt dót? #Harpa pic.twitter.com/dVAKbJM1B0— Greipur Gíslason (@GreipurGisla) April 26, 2017 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Óánægja ríkir á meðal þeirra aðila sem sinna listviðburðum og menningarstarfi í Hörpu með verslunarreksturinn sem þar er. Þykir reksturinn byggja of mikið á ódýrum vörum sem höfða til ferðamanna og ekki nógu mikið tillit vera tekið til fagurfræði. Heimildir Fréttablaðsins herma að óánægjan sé ekki síst meðal stjórnenda og starfsmanna Sinfóníunnar. Þeir forðast þó að ræða málin opinberlega. „Ég hlakka rosalega til að ræða þessi mál við nýjan forstjóra sem er að byrja að setja sig inn í málin en tekur ekki formlega við fyrr en um næstu mánaðamót. Það verður bara mjög spennandi að ræða þessi mál. Við erum með mikla starfsemi í þessu húsi sem er alveg stórkostlegt listaverk og dásamlegt að sjá hvaða hlutverk það hefur fengið í íslensku samfélagi,“ segir Arna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníunnar, sem vildi að öðru leyti ekki ræða málin við Fréttablaðið. Þrjár gjafavöruverslanir eru reknar í húsinu. Það er Epal, gjafavöruverslun rútubílafyrirtækisins Sterna og svo Upplifun. Vilhjálmur Guðjónsson, einn eigenda síðastnefndu verslunarinnar, segist ekki hafa fengið athugasemdir af neinu tagi. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um,“ sagði hann þegar Fréttablaðið innti hann eftir viðbrögðum. Greipur Gíslason var fastur starfsmaður í húsinu í næstum þrjú ár. Hann segir ítrekaðar athugasemdir hafa verið gerðar við starfsfólk og stjórnendur Hörpu. Hann segir gera þurfi kröfur um fagurfræði í húsinu. „Það er hægt að gera kröfu um að í flottasta minnisvarða þjóðarinnar sértu með estetík og leiðbeiningar um útlit. Það virðist enginn hafa neitt um útlit hússins að segja,“ segir hann. Greipur segist aldrei hafa rætt þetta alvarlega við forsvarsmenn gjafavöruverslananna en hann hafi meðal annars rætt þetta við Halldór Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra. Greipur hefur reglulega tjáð sig um málefni Hörpu á samfélagsmiðlunum. Hann segist telja að sinnuleysi stjórnenda Hörpu megi rekja til rekstrarvanda hússins. En eins og komið hefur fram hefur reksturinn gengið erfiðlega, meðal annars vegna fasteignagjalda sem húsinu er gert að greiða. Tap af rekstri Hörpu nam 443 milljónum króna á árinu 2015, en ársreikningur fyrir 2016 hefur ekki verði birtur. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri Íslensku óperunnar, segist fagna áhuga ferðamanna á húsinu en hún sé engu að síður uggandi yfir þróun mála. „Mín skoðun er að svona hús eins og Harpa eigi að laða gesti fyrst og fremst að fyrir viðburðina,“ segir Steinunn Birna og bætir við að það skipti máli að áhuginn tengist því sem húsið var upphaflega byggt fyrir, tónleikum, ráðstefnum og viðburðum. Þannig þurfi verslunarstarfsemin að vera stoðstarfsemi við aðra starfsemi í húsinu. Hvort á maður að hlægja eða gráta yfir vöruúrvali og útbreiðslu í Hörpu? Afhverju gerir enginn neitt? Vilja ferðamenn bara ljótt dót? #Harpa pic.twitter.com/dVAKbJM1B0— Greipur Gíslason (@GreipurGisla) April 26, 2017
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira