Bankastjóri Landsbankans segir „nauðsynlegt að fá alla bankana á markað“ Hörður Ægisson skrifar 26. apríl 2017 07:00 Kannski mun okkur ekki takast að endurheimta traustið að fullu fyrr en við - bankinn og viðskiptavinir okkar - þurfum að takast á við niðursveiflu í efnahagslífinu, segir Lilja. Fréttablaðið/Eyþór Lilja Björk Einarsdóttir tekur við starfi bankastjóra Landsbankans á ákveðnum tímamótum. Fortíðarvandi bankahrunsins, sem hefur sett mikið mark sitt á rekstur allra íslensku bankanna á undanförnum árum, er að baki og fyrir liggur að meiriháttar breytingar eru framundan á eignarhaldi helstu fjármálafyrirtækja landsins. „Ég held að það sé alveg nauðsynlegt að fá alla bankana þrjá á markað,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir í viðtali við Markaðinn, rúmlega einum mánuði eftir að hún hóf störf í bankanum. Hún telur að fyrirhuguð skráning Arion banka á hlutabréfamarkað geti hugsanlega orðið til þess að flýta fyrir sölu ríkisins á þeim hlutum sem það fer með í bönkunum, meðal annars í Landsbankanum. „Ég held að ef Arion banki verður skráður á hlutabréfamarkað, eins og rætt hefur verið um, þá sé mjög æskilegt að hinir bankarnir fari á markað að hluta til. Það veitir aðhald og gefur markaðnum dýpri og betri upplýsingar um bankana.“ Lilja segir hins vegar að þegar tekin verði ákvörðun um að hefja söluferlið þurfi að gæta að því að sem hæst verð fáist fyrir hlutina – og þar verði stjórnvöld aðeins að líta í eigin barm enda sé ljóst að það muni ekki takast nema bankinn geti sýnt rekstrarárangur yfir nokkurra ára tímabil án bankaskatts. „Allir alvöru kaupendur munu fara fram á afslátt af kaupverðinu út af bankaskattinum. Það er alveg augljóst.“Eignarhaldið vinnur ekki á móti okkur „Ég ætlaði ekki að koma heim strax,“ segir Lilja þegar hún er spurð hvernig það kom til að hún ákvað að sækjast eftir starfi bankastjóra Landsbankans eftir að hafa búið og starfað í Bandaríkjunum og Bretlandi undanfarin tuttugu ár – síðast í London þar sem Lilja stýrði starfsemi, eignaumsýslu og endurheimt eigna gamla Landsbankans (LBI). „Við vorum búin að ljúka því verkefni að greiða forgangskröfuhöfum LBI til baka að fullu. Það var heilmikill léttir af því að það var um tíma ófyrirséð hvort okkur myndi nokkurn tíma takast það. Ég var því á þeim tímapunkti að hugsa um næstu skref og var að skoða önnur verkefni, sem voru ekki tengd bankageiranum, til að taka að mér í London. Það blundaði samt í okkur fjölskyldunni að fara að koma heim, kannski á næstu þremur árum. En þegar sú staða kemur upp að starf bankastjóra er auglýst kom ekki annað til greina en að setja nafnið mitt í hattinn og láta á það reyna enda hef ég hef ávallt haft sterkar taugar til Landsbankans.“Landsbankinn er nánast að fullu í eigu ríkisins og er þar af leiðandi oftar en ekki skotspónn í opinberri umræðu, einkum á meðal stjórnmálamanna. Þótti þér ekkert fráhrindandi að starfa í slíku umhverfi? „Það að bankinn sé í eigu ríkisins finnst mér ekki vinna á móti okkur. Eigandinn skiptir í sjálfu sér ekki höfuðmáli fyrir það sem við erum að gera – tryggja góðan og arðsaman rekstur, byggja upp traust og skila arði til samfélagsins. Sú staðreynd að ríkið er eigandi bankans hefur að einhverju leyti hjálpað okkur við þessi verkefni. “ Lilja tekur við starfinu við nokkuð óvenjulegar aðstæður. Bankaráð og bankastjóri Landsbankans höfðu verið undir mikilli gagnrýni um nokkurt skeið vegna umdeildrar sölu á hlut bankans í Borgun og í lok síðasta árs lét forveri hennar í starfi, Steinþór Pálsson, af störfum. Lilja segist hafa fylgst með Borgunarmálinu í fjölmiðlum, rétt eins og hver annar Íslendingur, en vill aðspurð lítið tjá sig um hvort hún telji þá gagnrýni hafa verið réttmæta og vísar til þess að bankinn stendur núna í málaferlum fyrir dómstólum vegna málsins. „En það er vissulega eðlilegt að það skuli vekja umtal þegar jafn stór eign er seld og seinna meir kemur í ljós að þar inni voru meiri verðmæti en lá fyrir við söluna. Það má segja að Borgunarmálið sýni að almenningur og fjölmiðlar fylgjast vel með bankanum. Staða Landsbankans er síðan þannig að umtalið um hann verður ef til vill meira en um önnur fyrirtæki en það er nokkuð sem ég hafði í huga þegar ég tók við starfinu,“ segir Lilja.Borgunarmálið snerist öðrum þræði um lítið traust almennings í garð fjármálakerfisins. Hvernig er hægt að endurheimta þetta trraust og er umræðan í Bretlandi sambærileg við umræðuna hér á Íslandi? „Í Bretlandi er bankakerfið aðeins fjarlægara venjulegu fólki en hér á landi. Fjármálahverfið í London, þar sem ég þekki vel til, er dálítið eins og verksmiðjuframleiðsla. Fólk vinnur þar yfirleitt langa vinnudaga og fær vel greitt og þess vegna sækja margir í þessi störf. Þetta er mikill iðnaður og almennt er mikill skilningur á mikilvægi hans fyrir breskt efnahagslíf í ljósi þess að London er alþjóðleg fjármálamiðstöð. Það er kannski ein ástæða þess að umræðan um bankakerfið í Bretlandi er ekki eins neikvæð. Á Íslandi var farin sú leið að rífa plásturinn af eftir bankahrunið og reyna að skilja til fulls það sem gerðist í aðdraganda þess. Almenningur hefur því fengið miklar upplýsingar um það sem var í gangi á þessum árum. Þessi bankaheimur er því í huga almennings dálítið gruggugur, þar sem oft og tíðum er erfitt að skilja um hvað þessi viðskipti snúast, og því margt sem vekur óhjákvæmilega efasemdir. Ég skil það mjög vel þegar litið er til forsögunnar hér á landi. Það má hins vegar ekki gleyma því að mjög margt hefur verið gert til að breyta starfsháttum innan bankageirans sem mun vonandi skila sér í auknu trausti almennings. Landsbankinn leggur áherslu á að vinna með viðskiptavinum sem samherji og við viljum ekki að þeir fari of geyst. Það mun borga sig til lengri tíma litið. Kannski mun okkur ekki takast að endurheimta traustið að fullu fyrr en við – bankinn og viðskiptavinir okkar – þurfum að takast á við niðursveiflu í efnahagslífinu.“Umræða um aðskilnað á ekki við Lilja bendir einnig á að það þurfi að koma því betur á framfæri um hvað bankarekstur snúist – og þær miklu breytingar sem hafa orðið á regluverki um starfsemi fjármálafyrirtækja eftir bankahrunið. „Það er búið að girða fyrir margt af því sem var talið hafa orsakað þau dómínó-áhrif sem urðu á Íslandi, meðal annars hversu mikið bankar geta lánað til tengdra aðila, og þá hafa eiginfjárkröfur verið hertar til muna. Ef við ætlum að skila viðunandi arðsemi þá getur bankinn ekki farið í mjög áhættusamar lánveitingar – og þess vegna gerum við það ekki. Við erum ekki á þeim stað lengur. Það er mikilvægt fyrir fólk að skilja að þegar það leggur pening inn í Landsbankann þá er það setja hann á öruggan stað því bankinn mun ekki að taka mikla áhættu með þá fjármuni. Við erum í reynd aðeins að sinna hefðbundinni viðskiptabankastarfsemi en innan við fimm prósent af starfsemi okkar telst vera fjárfestingabankastarfsemi. Umræða um aðskilnað þessara sviða á því ekki lengur við.“Þú ert því ekki sammála þeim sem tala fyrir hreinum aðskilnaði viðskipta- og fjárfestingabanka?„Nei, við erum að starfa á svo litlum markaði hérna á Íslandi. Regluverkið sem bankarnir starfa undir veldur því að fastur kostnaður er mikill. Við þurfum að hafa möguleika á því að veita viðskiptavinum okkar sem fjölbreyttasta þjónustu til að geta staðið undir þeim kostnaði.“Ég ætla ekki að opna skrifstofu í London í fyrirsjáanlegri framtíð. Það er algjör óþarfi fyrir Landsbankann að vera með starfsaðstöðu þar, segir Lilja Björk Einarsdóttir.Fréttablaðið/EyþórTækifæriskostnaður ríkisinsBankastjórar Arion banka og Íslandsbanka hafa gagnrýnt mjög þá sértæku skatta sem bankarnir þurfa að greiða, einkum bankaskattinn svonefnda, sem þeir segja að dragi verulega úr arðsemi og skekki samkeppnisstöðuna, til dæmis við lífeyrissjóði á íbúðalánamarkaði. Hvernig horfa þau mál við þér? „Fyrir utan arðsemina þá hefur þessi skattlagning tvenns konar meiriháttar áhrif á starfsemi íslenskra banka. Annars vegar getum við ekki boðið öflugustu fyrirtækjum landsins sambærileg kjör við það sem þau geta fengið hjá erlendum bönkum. Bankaskatturinn einn og sér veldur því að vextir sem við bjóðum eru um 0,4 prósentum hærri en ella væri. Við erum því að missa þau úr landi hvað varðar fjármögnun í erlendri mynt og við það glatast jafnframt þekking innan bankans á þessum mikilvægu fyrirtækjum. Þetta er því markaður sem við erum að detta út af og það verður alltaf erfiðara að ná þar aftur fótfestu eftir því sem sambönd íslensku fyrirtækjanna byggjast upp erlendis. Stóra málið núna er samt tækifæriskostnaður ríkisins af því að vera með bankaskattinn. Það er yfirlýst stefna hjá stjórnvöldum að hefja sölu á hlut ríkisins í bönkunum. Það má segja að það sé búið að skapa ákveðna umgjörð í kringum söluna; efnahagsreikningar bankanna hafa verið hreinsaðir, regluverkið hefur tekið miklum breytingum, höftin hafa verið afnumin og allt efnahagsumhverfið er orðið betra og stöðugra. Við erum því núna komin út úr fortíðarvanda bankahrunsins nema að það kaupir enginn í bönkunum upp á það loforð að bankaskatturinn fari mögulega í framtíðinni. Allir alvöru kaupendur munu því fara fram á afslátt af kaupverðinu út af bankaskattinum. Það er alveg augljóst. Ef ætlunin er að fá sem hæst verð fyrir bankann í náinni framtíð þá verðum við að geta sýnt rekstrarárangur yfir nokkurra ára tímabil í eðlilegu umhverfi þar sem ekki er bankaskattur. Bankinn hefur sett sér tíu prósenta arðsemismarkmið. Það þýðir að verðmæti hlutafjár bankans er um 30 milljörðum króna minna en ella vegna bankaskattsins af því að Landsbankinn er að greiða um þrjá milljarða á ári í bankaskatt. Þetta er því kostnaður sem stjórnmálamenn verða að horfa til enda hefur þessi skattur bein áhrif á verð bankans við sölu.“Algjör óþarfi að opna skrifstofu í LondonTalandi um samkeppnisstöðu. Í fyrsta skipti frá bankahruni er einn af stóru bönkunum, Arion banki, að komast í hendur virkra eigenda. Hvaða þýðingu heldurðu að þetta hafi fyrir Landsbankann? „Ég vil nú meina að Bankasýsla ríkisins sé virkur eigandi og aðhaldið sem við fáum úr þeirri átt er gott. Það er mjög sterk krafa til okkar um að skila góðri arðsemi og við þekkjum orðið mjög vel helstu áherslur eigenda okkar. Hjá Landsbankanum vinnur keppnisfólk sem vill ná góðum árangri. Ég hlakka þá bara til að sjá hvort það verði áherslubreytingar með nýjum eigendum að Arion banka sem muni þýða að við þurfum að fást við annars konar samkeppni. Ég get ekki séð annað en að við stöndum þar gríðarlega vel að vígi.“Umsvif ríkisins á bankamarkaði hérlendis eru einsdæmi á Vesturlöndum og sú fjárhæð sem það er með bundna sem eigið fé í stóru bönkunum nemur yfir tuttugu prósentum af landsframleiðslu. Bindurðu vonir við að ríkið hefji fyrr frekar en síðar söluferli á hlut sínum í Landsbankanum? „Ég held að ef Arion banki verður skráður á hlutabréfamarkað, eins og rætt hefur verið um, þá sé mjög æskilegt að hinir bankarnir fari á markað að hluta til. Það veitir aðhald og gefur markaðnum dýpri og betri upplýsingar um bankana. Ég held að það sé því alveg nauðsynlegt að fá alla bankana þrjá á markað en hversu stór hlutur verður seldur með þeim hætti er eitthvað sem er undir stjórnvöldum komið hverju sinni. Þau hafa sagst ætla að halda eftir minnihluta í Landsbankanum og ég held að það sé góð nálgun.“Þannig að skráning Arion banka getur flýtt fyrir söluferli ríkisins á bönkunum? „Ég held að það gæti verið skynsamlegt en um leið þarf að gæta mjög að því að sem best verð fáist fyrir hlutina. Þar verður að horfa til þeirra atriða sem hægt er að stýra. Þannig þarf ég, sem bankastjóri Landsbankans, að líta til þess hvað ég get gert til að bæta rekstur bankans. Stjórnvöld þurfa að sama skapi að huga að bankaskattinum og að sömu reglur gildi um banka og aðra aðila á fjármálamarkaði. Við sem stýrum Landsbankanum þurfum að vera tilbúin í slaginn þegar ákvörðun verður tekin um að hefja söluferlið.“Smærri fjármálafyrirtæki eru að hasla sér völl á erlendum mörkuðum, til dæmis með því að opna skrifstofur í London, núna þegar búið að er afnema fjármagnshöft. Hefur Landsbankinn uppi einhver slík áform? „Ég ætla ekki að opna skrifstofu í London í fyrirsjáanlegri framtíð. Það er algjör óþarfi fyrir Landsbankann að vera með starfsaðstöðu þar. Það sem ég hef meiri áhuga á er að gefa viðskiptavinum okkar hér á landi enn betri aðgang að erlendum fjármálamörkuðum og gera það þá frekar í samstarfi við erlendar fjármálastofnanir. Við höfum gætt að því að viðhalda okkar viðskiptasamböndum erlendis og búum að mjög góðri stöðu að því leyti. Okkar sérfræðiþekking er augljóslega mest á íslenska markaðnum og hefðbundinn viðskiptabanki eins og Landsbankinn er ekki að fara að flytja hana úr landi.“Viðtalið birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Lilja Björk Einarsdóttir tekur við starfi bankastjóra Landsbankans á ákveðnum tímamótum. Fortíðarvandi bankahrunsins, sem hefur sett mikið mark sitt á rekstur allra íslensku bankanna á undanförnum árum, er að baki og fyrir liggur að meiriháttar breytingar eru framundan á eignarhaldi helstu fjármálafyrirtækja landsins. „Ég held að það sé alveg nauðsynlegt að fá alla bankana þrjá á markað,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir í viðtali við Markaðinn, rúmlega einum mánuði eftir að hún hóf störf í bankanum. Hún telur að fyrirhuguð skráning Arion banka á hlutabréfamarkað geti hugsanlega orðið til þess að flýta fyrir sölu ríkisins á þeim hlutum sem það fer með í bönkunum, meðal annars í Landsbankanum. „Ég held að ef Arion banki verður skráður á hlutabréfamarkað, eins og rætt hefur verið um, þá sé mjög æskilegt að hinir bankarnir fari á markað að hluta til. Það veitir aðhald og gefur markaðnum dýpri og betri upplýsingar um bankana.“ Lilja segir hins vegar að þegar tekin verði ákvörðun um að hefja söluferlið þurfi að gæta að því að sem hæst verð fáist fyrir hlutina – og þar verði stjórnvöld aðeins að líta í eigin barm enda sé ljóst að það muni ekki takast nema bankinn geti sýnt rekstrarárangur yfir nokkurra ára tímabil án bankaskatts. „Allir alvöru kaupendur munu fara fram á afslátt af kaupverðinu út af bankaskattinum. Það er alveg augljóst.“Eignarhaldið vinnur ekki á móti okkur „Ég ætlaði ekki að koma heim strax,“ segir Lilja þegar hún er spurð hvernig það kom til að hún ákvað að sækjast eftir starfi bankastjóra Landsbankans eftir að hafa búið og starfað í Bandaríkjunum og Bretlandi undanfarin tuttugu ár – síðast í London þar sem Lilja stýrði starfsemi, eignaumsýslu og endurheimt eigna gamla Landsbankans (LBI). „Við vorum búin að ljúka því verkefni að greiða forgangskröfuhöfum LBI til baka að fullu. Það var heilmikill léttir af því að það var um tíma ófyrirséð hvort okkur myndi nokkurn tíma takast það. Ég var því á þeim tímapunkti að hugsa um næstu skref og var að skoða önnur verkefni, sem voru ekki tengd bankageiranum, til að taka að mér í London. Það blundaði samt í okkur fjölskyldunni að fara að koma heim, kannski á næstu þremur árum. En þegar sú staða kemur upp að starf bankastjóra er auglýst kom ekki annað til greina en að setja nafnið mitt í hattinn og láta á það reyna enda hef ég hef ávallt haft sterkar taugar til Landsbankans.“Landsbankinn er nánast að fullu í eigu ríkisins og er þar af leiðandi oftar en ekki skotspónn í opinberri umræðu, einkum á meðal stjórnmálamanna. Þótti þér ekkert fráhrindandi að starfa í slíku umhverfi? „Það að bankinn sé í eigu ríkisins finnst mér ekki vinna á móti okkur. Eigandinn skiptir í sjálfu sér ekki höfuðmáli fyrir það sem við erum að gera – tryggja góðan og arðsaman rekstur, byggja upp traust og skila arði til samfélagsins. Sú staðreynd að ríkið er eigandi bankans hefur að einhverju leyti hjálpað okkur við þessi verkefni. “ Lilja tekur við starfinu við nokkuð óvenjulegar aðstæður. Bankaráð og bankastjóri Landsbankans höfðu verið undir mikilli gagnrýni um nokkurt skeið vegna umdeildrar sölu á hlut bankans í Borgun og í lok síðasta árs lét forveri hennar í starfi, Steinþór Pálsson, af störfum. Lilja segist hafa fylgst með Borgunarmálinu í fjölmiðlum, rétt eins og hver annar Íslendingur, en vill aðspurð lítið tjá sig um hvort hún telji þá gagnrýni hafa verið réttmæta og vísar til þess að bankinn stendur núna í málaferlum fyrir dómstólum vegna málsins. „En það er vissulega eðlilegt að það skuli vekja umtal þegar jafn stór eign er seld og seinna meir kemur í ljós að þar inni voru meiri verðmæti en lá fyrir við söluna. Það má segja að Borgunarmálið sýni að almenningur og fjölmiðlar fylgjast vel með bankanum. Staða Landsbankans er síðan þannig að umtalið um hann verður ef til vill meira en um önnur fyrirtæki en það er nokkuð sem ég hafði í huga þegar ég tók við starfinu,“ segir Lilja.Borgunarmálið snerist öðrum þræði um lítið traust almennings í garð fjármálakerfisins. Hvernig er hægt að endurheimta þetta trraust og er umræðan í Bretlandi sambærileg við umræðuna hér á Íslandi? „Í Bretlandi er bankakerfið aðeins fjarlægara venjulegu fólki en hér á landi. Fjármálahverfið í London, þar sem ég þekki vel til, er dálítið eins og verksmiðjuframleiðsla. Fólk vinnur þar yfirleitt langa vinnudaga og fær vel greitt og þess vegna sækja margir í þessi störf. Þetta er mikill iðnaður og almennt er mikill skilningur á mikilvægi hans fyrir breskt efnahagslíf í ljósi þess að London er alþjóðleg fjármálamiðstöð. Það er kannski ein ástæða þess að umræðan um bankakerfið í Bretlandi er ekki eins neikvæð. Á Íslandi var farin sú leið að rífa plásturinn af eftir bankahrunið og reyna að skilja til fulls það sem gerðist í aðdraganda þess. Almenningur hefur því fengið miklar upplýsingar um það sem var í gangi á þessum árum. Þessi bankaheimur er því í huga almennings dálítið gruggugur, þar sem oft og tíðum er erfitt að skilja um hvað þessi viðskipti snúast, og því margt sem vekur óhjákvæmilega efasemdir. Ég skil það mjög vel þegar litið er til forsögunnar hér á landi. Það má hins vegar ekki gleyma því að mjög margt hefur verið gert til að breyta starfsháttum innan bankageirans sem mun vonandi skila sér í auknu trausti almennings. Landsbankinn leggur áherslu á að vinna með viðskiptavinum sem samherji og við viljum ekki að þeir fari of geyst. Það mun borga sig til lengri tíma litið. Kannski mun okkur ekki takast að endurheimta traustið að fullu fyrr en við – bankinn og viðskiptavinir okkar – þurfum að takast á við niðursveiflu í efnahagslífinu.“Umræða um aðskilnað á ekki við Lilja bendir einnig á að það þurfi að koma því betur á framfæri um hvað bankarekstur snúist – og þær miklu breytingar sem hafa orðið á regluverki um starfsemi fjármálafyrirtækja eftir bankahrunið. „Það er búið að girða fyrir margt af því sem var talið hafa orsakað þau dómínó-áhrif sem urðu á Íslandi, meðal annars hversu mikið bankar geta lánað til tengdra aðila, og þá hafa eiginfjárkröfur verið hertar til muna. Ef við ætlum að skila viðunandi arðsemi þá getur bankinn ekki farið í mjög áhættusamar lánveitingar – og þess vegna gerum við það ekki. Við erum ekki á þeim stað lengur. Það er mikilvægt fyrir fólk að skilja að þegar það leggur pening inn í Landsbankann þá er það setja hann á öruggan stað því bankinn mun ekki að taka mikla áhættu með þá fjármuni. Við erum í reynd aðeins að sinna hefðbundinni viðskiptabankastarfsemi en innan við fimm prósent af starfsemi okkar telst vera fjárfestingabankastarfsemi. Umræða um aðskilnað þessara sviða á því ekki lengur við.“Þú ert því ekki sammála þeim sem tala fyrir hreinum aðskilnaði viðskipta- og fjárfestingabanka?„Nei, við erum að starfa á svo litlum markaði hérna á Íslandi. Regluverkið sem bankarnir starfa undir veldur því að fastur kostnaður er mikill. Við þurfum að hafa möguleika á því að veita viðskiptavinum okkar sem fjölbreyttasta þjónustu til að geta staðið undir þeim kostnaði.“Ég ætla ekki að opna skrifstofu í London í fyrirsjáanlegri framtíð. Það er algjör óþarfi fyrir Landsbankann að vera með starfsaðstöðu þar, segir Lilja Björk Einarsdóttir.Fréttablaðið/EyþórTækifæriskostnaður ríkisinsBankastjórar Arion banka og Íslandsbanka hafa gagnrýnt mjög þá sértæku skatta sem bankarnir þurfa að greiða, einkum bankaskattinn svonefnda, sem þeir segja að dragi verulega úr arðsemi og skekki samkeppnisstöðuna, til dæmis við lífeyrissjóði á íbúðalánamarkaði. Hvernig horfa þau mál við þér? „Fyrir utan arðsemina þá hefur þessi skattlagning tvenns konar meiriháttar áhrif á starfsemi íslenskra banka. Annars vegar getum við ekki boðið öflugustu fyrirtækjum landsins sambærileg kjör við það sem þau geta fengið hjá erlendum bönkum. Bankaskatturinn einn og sér veldur því að vextir sem við bjóðum eru um 0,4 prósentum hærri en ella væri. Við erum því að missa þau úr landi hvað varðar fjármögnun í erlendri mynt og við það glatast jafnframt þekking innan bankans á þessum mikilvægu fyrirtækjum. Þetta er því markaður sem við erum að detta út af og það verður alltaf erfiðara að ná þar aftur fótfestu eftir því sem sambönd íslensku fyrirtækjanna byggjast upp erlendis. Stóra málið núna er samt tækifæriskostnaður ríkisins af því að vera með bankaskattinn. Það er yfirlýst stefna hjá stjórnvöldum að hefja sölu á hlut ríkisins í bönkunum. Það má segja að það sé búið að skapa ákveðna umgjörð í kringum söluna; efnahagsreikningar bankanna hafa verið hreinsaðir, regluverkið hefur tekið miklum breytingum, höftin hafa verið afnumin og allt efnahagsumhverfið er orðið betra og stöðugra. Við erum því núna komin út úr fortíðarvanda bankahrunsins nema að það kaupir enginn í bönkunum upp á það loforð að bankaskatturinn fari mögulega í framtíðinni. Allir alvöru kaupendur munu því fara fram á afslátt af kaupverðinu út af bankaskattinum. Það er alveg augljóst. Ef ætlunin er að fá sem hæst verð fyrir bankann í náinni framtíð þá verðum við að geta sýnt rekstrarárangur yfir nokkurra ára tímabil í eðlilegu umhverfi þar sem ekki er bankaskattur. Bankinn hefur sett sér tíu prósenta arðsemismarkmið. Það þýðir að verðmæti hlutafjár bankans er um 30 milljörðum króna minna en ella vegna bankaskattsins af því að Landsbankinn er að greiða um þrjá milljarða á ári í bankaskatt. Þetta er því kostnaður sem stjórnmálamenn verða að horfa til enda hefur þessi skattur bein áhrif á verð bankans við sölu.“Algjör óþarfi að opna skrifstofu í LondonTalandi um samkeppnisstöðu. Í fyrsta skipti frá bankahruni er einn af stóru bönkunum, Arion banki, að komast í hendur virkra eigenda. Hvaða þýðingu heldurðu að þetta hafi fyrir Landsbankann? „Ég vil nú meina að Bankasýsla ríkisins sé virkur eigandi og aðhaldið sem við fáum úr þeirri átt er gott. Það er mjög sterk krafa til okkar um að skila góðri arðsemi og við þekkjum orðið mjög vel helstu áherslur eigenda okkar. Hjá Landsbankanum vinnur keppnisfólk sem vill ná góðum árangri. Ég hlakka þá bara til að sjá hvort það verði áherslubreytingar með nýjum eigendum að Arion banka sem muni þýða að við þurfum að fást við annars konar samkeppni. Ég get ekki séð annað en að við stöndum þar gríðarlega vel að vígi.“Umsvif ríkisins á bankamarkaði hérlendis eru einsdæmi á Vesturlöndum og sú fjárhæð sem það er með bundna sem eigið fé í stóru bönkunum nemur yfir tuttugu prósentum af landsframleiðslu. Bindurðu vonir við að ríkið hefji fyrr frekar en síðar söluferli á hlut sínum í Landsbankanum? „Ég held að ef Arion banki verður skráður á hlutabréfamarkað, eins og rætt hefur verið um, þá sé mjög æskilegt að hinir bankarnir fari á markað að hluta til. Það veitir aðhald og gefur markaðnum dýpri og betri upplýsingar um bankana. Ég held að það sé því alveg nauðsynlegt að fá alla bankana þrjá á markað en hversu stór hlutur verður seldur með þeim hætti er eitthvað sem er undir stjórnvöldum komið hverju sinni. Þau hafa sagst ætla að halda eftir minnihluta í Landsbankanum og ég held að það sé góð nálgun.“Þannig að skráning Arion banka getur flýtt fyrir söluferli ríkisins á bönkunum? „Ég held að það gæti verið skynsamlegt en um leið þarf að gæta mjög að því að sem best verð fáist fyrir hlutina. Þar verður að horfa til þeirra atriða sem hægt er að stýra. Þannig þarf ég, sem bankastjóri Landsbankans, að líta til þess hvað ég get gert til að bæta rekstur bankans. Stjórnvöld þurfa að sama skapi að huga að bankaskattinum og að sömu reglur gildi um banka og aðra aðila á fjármálamarkaði. Við sem stýrum Landsbankanum þurfum að vera tilbúin í slaginn þegar ákvörðun verður tekin um að hefja söluferlið.“Smærri fjármálafyrirtæki eru að hasla sér völl á erlendum mörkuðum, til dæmis með því að opna skrifstofur í London, núna þegar búið að er afnema fjármagnshöft. Hefur Landsbankinn uppi einhver slík áform? „Ég ætla ekki að opna skrifstofu í London í fyrirsjáanlegri framtíð. Það er algjör óþarfi fyrir Landsbankann að vera með starfsaðstöðu þar. Það sem ég hef meiri áhuga á er að gefa viðskiptavinum okkar hér á landi enn betri aðgang að erlendum fjármálamörkuðum og gera það þá frekar í samstarfi við erlendar fjármálastofnanir. Við höfum gætt að því að viðhalda okkar viðskiptasamböndum erlendis og búum að mjög góðri stöðu að því leyti. Okkar sérfræðiþekking er augljóslega mest á íslenska markaðnum og hefðbundinn viðskiptabanki eins og Landsbankinn er ekki að fara að flytja hana úr landi.“Viðtalið birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira