Erlent

Skammar dóttur sína fyrir ekki nógu Trumplega baráttu

Stefán Ó. Jónson skrifar
Jean-Marie og Marine ávarpa mannfjöldann á Verkalýðsdaginn árið 2015.
Jean-Marie og Marine ávarpa mannfjöldann á Verkalýðsdaginn árið 2015. Vísir/Getty
Fyrrverandi formaður frönsku Þjóðfylkingarinnar og faðir forsetaframbjóðans Marine Le Pen, Jean-Marie Le Pen, vandaði dóttur sinni ekki kveðjurnar í samtali við RTL útvarpsstöðina í morgun.

Sagði hann kosningabaráttu Marine, í aðdraganda fyrri umferðar frönsku forsetakosninganna á sunnudag, hafa verið alltof hófstillta og ekki nógu mikið í anda hins bandaríska Donalds Trump. 

Gagnrýni föður hennar kemur í kjölfar yfirlýsingar Marine Le Pen í gærkvöldi að hætta sem formaður Þjóðfylkingarinnar til að einbeita sér að einvígi hennar og miðjumannsins Emmanuel Macron. Seinni umferð forsetakosninganna fara fram þann 7. maí næstkomandi og ef marka má kannannir er á brattann að sækja fyrir Le Pen. Greiningafyrirtækið Ipsos áætlar að Macron muni standa uppi með 62% atkvæða en að Le Pen hljóti 38%.

Sjá einnig: Le Pen stígur til hliðar

Jean-Marie var einn af stofnmeðlimum flokksins en dóttir hans velti honum úr stóli formanns í hreinsunum í aðdraganda forsetaframboðsins hennar. Voru þær taldar nauðsynlegar til að mýkja ásýnd Þjóðfylkingarinnar sem í hugum margra var táknmynd kynþáttafordóma og mismununar. Jean-Marie er þó enn mikill áhrifamaður innan flokksins.

„Mér fannst baráttan hennar of hófstillt. Væri ég hún hefði ég haft baráttuna Trump-legri, opnari og miklu harðfylgnari gegn þeim sem bera ábyrgð á hnignun landsins, hvort sem þeir eru til vinstri eða hægri,“ sagði Jean-Marie Le Pen í samtali við RTL í morgun.

Hann er alls ekki ókunnur árangursríkum kosningabaráttum en árið 2002 kom Jean-Marie Le Pen mörgum í opna skjöldu þegar hann náði í seinni umferð frönsku forsetakosninganna. Jasques Chirac sigraði hann þó með yfirburðum, 82% gegn 18%.


Tengdar fréttir

Le Pen og félagar stilla miðið á Macron

Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma.

Einstök staða í frönskum stjórnmálum

Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember.

Le Pen stígur til hliðar

Marine Le Pen hefur ákveðið að segja af sér formennsku í Franska þjóðarflokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×