Gagnrýnir talnafimi í fjármálaáætlun Sæunn Gísladóttir skrifar 25. apríl 2017 07:00 María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala. Mynd/LSH María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, gagnrýnir framsetningu á útgjöldum til heilbrigðismála í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun. Hún sagði á ársfundi Landspítalans í gær valið á viðmiðunartölum við nágrannalönd vera óviðeigandi. Í máli hennar kom fram að í þingsályktunartillögunni séu útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu borin saman milli ríkisreikninga viðkomandi landa (tölur fást frá OECD) en ekki með tölum sem komi fram í heilbrigðisskýrslu efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD Health at a Glance. Í áætluninni kemur fram að Ísland varði 7,4 prósentum af vergri landsframleiðslu árið 2015 til heilbrigðismála sem var rétt undir meðaltali Norðurlanda án Íslands. Séu tölur í ritinu Health at a Glance hins vegar bornar saman kemur fram að útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi námu 8,8 prósentum af vergri landsframleiðslu árið 2014 sem er talsvert undir meðaltali Norðurlanda utan Íslands, sem nam 10,3 prósentum. María benti á að tölurnar úr heilbrigðisskýrslunni væru nákvæmari því þar væri búið að vinna gögnin meira og samræma heildarútgjöld til heilbrigðismála. Heilbrigðisráðuneytið sjálft hefur sagt að þetta séu sambærilegu gögnin. „Þetta skiptir tugmilljörðum í þessu samhengi,“ sagði hún. María sagði einnig að nýtt fjármagn sem ætlað er í heilbrigðisþjónustu á tímabilinu rynni að miklu leyti í stofnframkvæmdir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Fimmtungur þeirra sem bíða eftir hjúkrunarrými deyja á spítalanum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. 24. apríl 2017 20:30 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, gagnrýnir framsetningu á útgjöldum til heilbrigðismála í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun. Hún sagði á ársfundi Landspítalans í gær valið á viðmiðunartölum við nágrannalönd vera óviðeigandi. Í máli hennar kom fram að í þingsályktunartillögunni séu útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu borin saman milli ríkisreikninga viðkomandi landa (tölur fást frá OECD) en ekki með tölum sem komi fram í heilbrigðisskýrslu efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD Health at a Glance. Í áætluninni kemur fram að Ísland varði 7,4 prósentum af vergri landsframleiðslu árið 2015 til heilbrigðismála sem var rétt undir meðaltali Norðurlanda án Íslands. Séu tölur í ritinu Health at a Glance hins vegar bornar saman kemur fram að útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi námu 8,8 prósentum af vergri landsframleiðslu árið 2014 sem er talsvert undir meðaltali Norðurlanda utan Íslands, sem nam 10,3 prósentum. María benti á að tölurnar úr heilbrigðisskýrslunni væru nákvæmari því þar væri búið að vinna gögnin meira og samræma heildarútgjöld til heilbrigðismála. Heilbrigðisráðuneytið sjálft hefur sagt að þetta séu sambærilegu gögnin. „Þetta skiptir tugmilljörðum í þessu samhengi,“ sagði hún. María sagði einnig að nýtt fjármagn sem ætlað er í heilbrigðisþjónustu á tímabilinu rynni að miklu leyti í stofnframkvæmdir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Fimmtungur þeirra sem bíða eftir hjúkrunarrými deyja á spítalanum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. 24. apríl 2017 20:30 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Fimmtungur þeirra sem bíða eftir hjúkrunarrými deyja á spítalanum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. 24. apríl 2017 20:30