Innlent

Gagnrýnir talnafimi í fjármálaáætlun

Sæunn Gísladóttir skrifar
María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala.
María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala. Mynd/LSH
María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, gagnrýnir framsetningu á útgjöldum til heilbrigðismála í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun. Hún sagði á ársfundi Landspítalans í gær valið á viðmiðunartölum við nágrannalönd vera óviðeigandi.

Í máli hennar kom fram að í þingsályktunartillögunni séu útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu borin saman milli ríkisreikninga viðkomandi landa (tölur fást frá OECD) en ekki með tölum sem komi fram í heilbrigðisskýrslu efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD Health at a Glance. Í áætluninni kemur fram að Ísland varði 7,4 prósentum af vergri landsframleiðslu árið 2015 til heilbrigðismála sem var rétt undir meðaltali Norðurlanda án Íslands.

Séu tölur í ritinu Health at a Glance hins vegar bornar saman kemur fram að útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi námu 8,8 prósentum af vergri landsframleiðslu árið 2014 sem er talsvert undir meðaltali Norðurlanda utan Íslands, sem nam 10,3 prósentum. María benti á að tölurnar úr heilbrigðisskýrslunni væru nákvæmari því þar væri búið að vinna gögnin meira og samræma heildarútgjöld til heilbrigðismála.

Heilbrigðisráðuneytið sjálft hefur sagt að þetta séu sambærilegu gögnin.

„Þetta skiptir tugmilljörðum í þessu samhengi,“ sagði hún. María sagði einnig að nýtt fjármagn sem ætlað er í heilbrigðisþjónustu á tímabilinu rynni að miklu leyti í stofnframkvæmdir. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir

Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið

Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Fimmtungur þeirra sem bíða eftir hjúkrunarrými deyja á spítalanum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×