Einstök staða í frönskum stjórnmálum Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. apríl 2017 07:00 Emmanuel Macron er kvæntur Brigitte Marie-Claude Macron. Hún er tæpum 25 árum eldri en hann og kenndi honum í menntaskóla. Vísir/EPA Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. Þetta þykir benda til þess að fjárfestar veðji á sigur Emmanuels Macron í síðari umferð frönsku forsetakosninganna þann 7. maí næstkomandi. Macron fékk 23,9 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna á sunnudaginn og keppir því við Marine Le Pen sem fékk 21,4 prósent. Helstu keppinautar þeirra Macrons og Le Pen hafa lýst stuðningi við Macron og beðið kjósendur um að taka afstöðu gegn öfgahyggju. Það hefur fráfarandi forseti, Francois Hollande, líka gert. Mörður Árnason, fyrrverandi alþingismaður, var stúdent í París á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og hefur fylgst vel með frönskum stjórnmálum. Hann telur víst að Macron sigri í annarri umferð nema eitthvað óvænt komi upp á. „Ég geri ráð fyrir að kosningaþátttaka verði töluvert minni í þessari umferð en fyrri umferðinni. Vegna þess að bæði til vinstri og hægri er sá mórall að hann vinni þetta hvort eð er og menn vilja ekkert sérstaklega styðja hann,“ segir Mörður. Hann segir mestu spennuna framundan vera þingkosningarnar í júní. „Macron hefur engan flokk heldur er nýbúinn að stofna samtök að baki sér. Þau eru ekki reyndur flokkur með skipulag um allt land. Það verður því erfitt fyrir hann að fóta sig í þingkosningum,“ segir Mörður en bætir við að Macron hafi þó boðað framboð á landsvísu í þingkosningunum. „Hann nær nánast örugglega ekki meirihluta með því framboði og því lítur út fyrir að meirihluti þingsins verði gegn honum eða þá að það verði enginn skýr meirihluti í þinginu. Hann þarf því að reiða sig á eitthvert bandalag í þinginu og það hefur ekki gerst í franskri pólitík síðan 1958,“ segir Mörður. Frakkar muni því ganga í gegnum stjórnskipulega tilraun sem ekki hafi verið gengið í gegnum áður. Mörður segir að slæmt efnahagsástand í Frakklandi skýri skelfilega útreið rótgrónu stjórnmálaaflanna, en í sumum aldurshópum nær atvinnuleysi allt upp í 25 prósent. „Þetta er kreppan bara, Frakkland hefur verið seint upp úr kreppunni og svo eru vonbrigði með Hollande og stjórn hans. Því að hún lofaði mörgu, hefur staðið við sumt af því, en þau loforð byggðust á því að það ykist hagvöxtur,“ segir Mörður. Efnahagslífið hafi ekki batnað að verulegu leyti og atvinnuástandið lítt skánað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill vændi og klám af hótelum borgarinnar Ferðamönnum er boðið vændi á vefsíðum og kynferðisglæpir færast í auknu mæli á hótel og gististaði. Reykjavíkurborg vill bjóða hótelum vottun um að þau séu vændis- og klámfrí. 25. apríl 2017 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. Þetta þykir benda til þess að fjárfestar veðji á sigur Emmanuels Macron í síðari umferð frönsku forsetakosninganna þann 7. maí næstkomandi. Macron fékk 23,9 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna á sunnudaginn og keppir því við Marine Le Pen sem fékk 21,4 prósent. Helstu keppinautar þeirra Macrons og Le Pen hafa lýst stuðningi við Macron og beðið kjósendur um að taka afstöðu gegn öfgahyggju. Það hefur fráfarandi forseti, Francois Hollande, líka gert. Mörður Árnason, fyrrverandi alþingismaður, var stúdent í París á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og hefur fylgst vel með frönskum stjórnmálum. Hann telur víst að Macron sigri í annarri umferð nema eitthvað óvænt komi upp á. „Ég geri ráð fyrir að kosningaþátttaka verði töluvert minni í þessari umferð en fyrri umferðinni. Vegna þess að bæði til vinstri og hægri er sá mórall að hann vinni þetta hvort eð er og menn vilja ekkert sérstaklega styðja hann,“ segir Mörður. Hann segir mestu spennuna framundan vera þingkosningarnar í júní. „Macron hefur engan flokk heldur er nýbúinn að stofna samtök að baki sér. Þau eru ekki reyndur flokkur með skipulag um allt land. Það verður því erfitt fyrir hann að fóta sig í þingkosningum,“ segir Mörður en bætir við að Macron hafi þó boðað framboð á landsvísu í þingkosningunum. „Hann nær nánast örugglega ekki meirihluta með því framboði og því lítur út fyrir að meirihluti þingsins verði gegn honum eða þá að það verði enginn skýr meirihluti í þinginu. Hann þarf því að reiða sig á eitthvert bandalag í þinginu og það hefur ekki gerst í franskri pólitík síðan 1958,“ segir Mörður. Frakkar muni því ganga í gegnum stjórnskipulega tilraun sem ekki hafi verið gengið í gegnum áður. Mörður segir að slæmt efnahagsástand í Frakklandi skýri skelfilega útreið rótgrónu stjórnmálaaflanna, en í sumum aldurshópum nær atvinnuleysi allt upp í 25 prósent. „Þetta er kreppan bara, Frakkland hefur verið seint upp úr kreppunni og svo eru vonbrigði með Hollande og stjórn hans. Því að hún lofaði mörgu, hefur staðið við sumt af því, en þau loforð byggðust á því að það ykist hagvöxtur,“ segir Mörður. Efnahagslífið hafi ekki batnað að verulegu leyti og atvinnuástandið lítt skánað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill vændi og klám af hótelum borgarinnar Ferðamönnum er boðið vændi á vefsíðum og kynferðisglæpir færast í auknu mæli á hótel og gististaði. Reykjavíkurborg vill bjóða hótelum vottun um að þau séu vændis- og klámfrí. 25. apríl 2017 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Vill vændi og klám af hótelum borgarinnar Ferðamönnum er boðið vændi á vefsíðum og kynferðisglæpir færast í auknu mæli á hótel og gististaði. Reykjavíkurborg vill bjóða hótelum vottun um að þau séu vændis- og klámfrí. 25. apríl 2017 07:00