Yngsti þingmaður sögunnar tekur sæti á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2017 14:49 Bjarni Halldór Janusson. vísir/stefán Bjarni Halldór Janusson, varaþingmaður Viðreisnar, mun í dag taka sæti á Alþingi. Hann er fæddur 4. desember 1995 og er því 21 árs og 141 daga gamall. Þar með verður hann yngsti þingmaður sögunnar en Víðir Smári Petersen var áður yngsti þingmaðurinn sem tekið hafði sæti á þingi. Hann var 21 árs og 328 daga gamall þegar hann tók sæti á þingi í september 2010. Bjarni skipaði 4. sætið á lista Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í október. Hann kemur inn fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra. Að því er fram kemur í tilkynningu frá þingflokki Viðreisnar er Bjarni Halldór stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann stundar nú nám í stjórnmálafræði og heimspeki við Háskóla Íslands og situr í Stúdentaráði HÍ. Bjarni er einn af stofnendum Viðreisnar og sat í fyrstu stjórn flokksins. Hann er jafnframt einn af stofnendum ungliðahreyfingar flokksins og er fyrsti formaður hennar. Auk Bjarna taka þeir Ómar Ásbjörn Óskarsson og Jóhannes Albert Kristbjörnsson sæti á þingi sem varaþingmenn Viðreisnar. Ómar kemur inn fyrir Jón Steindór Valdimarsson og Jóhannes fyrir Jónu Sólveigu Elínardóttur. „Ómar lauk B.A.-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2009 og M.Sc.-prófi í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík 2009. Ómar lauk einnig M.Sc.-prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2013. Ómar var framkvæmdastjóri Framadaga 2007 og eftir nám hefur hann starfað sem skrifstofustjóri hjá Járnsmíði Sf. Ómar sat í Fjölskylduráði Hafnarfjarðar frá 2014-2016 og í Umhverfis- og framkvæmdaráði frá 2016-2017. Í dag rekur hann innflutningsfyrirtæki með byggingavörur. Jóhannes Albert Kristbjörnsson skipaði 2. sætið á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi og er því fyrsti varamaður. Hann er fæddur árið 1965. Jóhannes var lögreglumaður og útskrifaðist frá Lögregluskóla ríkisins árið 1993; hann útskrifaðist síðar með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hlaut héraðsdómslögmannsréttindi árið 2013. Hann stofnaði Lögmannsstofu Reykjaness árið 2013 þar sem hann starfar nú,“ segir í tilkynningu Viðreisnar. Alþingi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Bjarni Halldór Janusson, varaþingmaður Viðreisnar, mun í dag taka sæti á Alþingi. Hann er fæddur 4. desember 1995 og er því 21 árs og 141 daga gamall. Þar með verður hann yngsti þingmaður sögunnar en Víðir Smári Petersen var áður yngsti þingmaðurinn sem tekið hafði sæti á þingi. Hann var 21 árs og 328 daga gamall þegar hann tók sæti á þingi í september 2010. Bjarni skipaði 4. sætið á lista Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í október. Hann kemur inn fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra. Að því er fram kemur í tilkynningu frá þingflokki Viðreisnar er Bjarni Halldór stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann stundar nú nám í stjórnmálafræði og heimspeki við Háskóla Íslands og situr í Stúdentaráði HÍ. Bjarni er einn af stofnendum Viðreisnar og sat í fyrstu stjórn flokksins. Hann er jafnframt einn af stofnendum ungliðahreyfingar flokksins og er fyrsti formaður hennar. Auk Bjarna taka þeir Ómar Ásbjörn Óskarsson og Jóhannes Albert Kristbjörnsson sæti á þingi sem varaþingmenn Viðreisnar. Ómar kemur inn fyrir Jón Steindór Valdimarsson og Jóhannes fyrir Jónu Sólveigu Elínardóttur. „Ómar lauk B.A.-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2009 og M.Sc.-prófi í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík 2009. Ómar lauk einnig M.Sc.-prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2013. Ómar var framkvæmdastjóri Framadaga 2007 og eftir nám hefur hann starfað sem skrifstofustjóri hjá Járnsmíði Sf. Ómar sat í Fjölskylduráði Hafnarfjarðar frá 2014-2016 og í Umhverfis- og framkvæmdaráði frá 2016-2017. Í dag rekur hann innflutningsfyrirtæki með byggingavörur. Jóhannes Albert Kristbjörnsson skipaði 2. sætið á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi og er því fyrsti varamaður. Hann er fæddur árið 1965. Jóhannes var lögreglumaður og útskrifaðist frá Lögregluskóla ríkisins árið 1993; hann útskrifaðist síðar með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hlaut héraðsdómslögmannsréttindi árið 2013. Hann stofnaði Lögmannsstofu Reykjaness árið 2013 þar sem hann starfar nú,“ segir í tilkynningu Viðreisnar.
Alþingi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent