Hugnaðist ekki að selja bröskurum landið eins og „einhverjir aðrir stjórnmálamenn“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. apríl 2017 22:35 Frá undirritun sölusamningsins. Vísir/Anton Fjármálaráðherrann Benedikt Jóhannesson segir það skjóta skökku við að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, skuli nú stíga fram og gagnrýna söluna á Vífilsstaðalandinu sem hann hafi sjálfur „margoft“ veitt heimild fyrir. „Þannig að hann hefur oft fengið tækifæri til þess að mótmæla slíkri sölu, meðal annars sem forsætisráðherra“ segir Benedikt í færslu á Facebook nú í kvöld. Greint var frá því fyrr í dag að Sigurður Ingi hefði óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi um sölu ríkisins á landi Vífilsstaða til Garðabæjar. Benti hann á að núvirði lóðarinnar sé ívið meira en kaupsamningur ríkisins við Garðabæ hafi kveðið á um og skaut föstum skotum á fjármálaráðherra. Benedikt segir söluna hins vegar hið besta mál enda höfði það ekki til hans að „selja landið til braskara [...] þó svo að einhverjir aðrir stjórnmálamenn telji slíkt betri kost,“ segir Benedikt og líklegt verður að teljast að þar eigi hann við Sigurð.Sjá einnig: Óskar eftir sérstökum umræðum um Vífilsstaði: „Enn og aftur finnst ráðherra þingið bara vera fyrir“Hvað söluverðið varðar segir Benedikt það ekki liggja fyrir. Það fáist ekki á hreint fyrr en vitað er hvert lóðaverðið verður en Garðabær hyggst skipuleggja um 1200 til 1500 íbúða byggð á landinu. „Ríkið fær bæði greiðslu strax og svo hlutdeild í söluverði þegar líður verða seldar, þannig að samningurinn er mjög sanngjarn,“ segir Benedikt sem telur líklegt að söluverðið verði margfalt hærra en það sem var greitt beint. „Loks má geta þess að Garðabær hefur skipulagsvald, en landið hefur verið skilgreint sem útivistarsvæði þannig að við hefðum ekki getað selt öðrum það undir lóðir, því bærinn einn hefur skipulagsvald. Þannig að það er ekki nokkur vafi á því að þetta er góð ákvörðun,“ segir Benedikt. Sigurður Ingi sagði það einnig vera til vansa að ekki hafi verið haldið eftir hluta af landinu undir nýtt þjóðarsjúkrahús. Benedikt segir að ekkert mæli á móti því að þarna verði seinna byggður spítali - „ en þá þurfa menn að taka ákvörðun um það fljótlega. Nú er búið að ákveða að byggja spítali við Hringbraut og við byrjum á því,“ segir Benedikt. Því næst skýtur hann á Sigurð og segir það merkilegt að hann skuli ekki „muna að hann hefur margoft samþykkt heimild í fjárlögum til þess að selja þetta land. Þannig að hann hefur oft fengið tækifæri til þess að mótmæla slíkri sölu, meðal annars sem forsætisráðherra.“ Færslu hans má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Óskar eftir sérstökum umræðum um Vífilsstaði: "Enn og aftur finnst ráðherra þingið bara vera fyrir“ Sigurður Ingi Jóhannesson, segir að þingið eigi enn efitr að ræða um Vífilsstaðalandið sem staðsetningu fyrir þjóðarsjúkrahús og sölu ríkisins á því. 23. apríl 2017 16:24 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Sjá meira
Fjármálaráðherrann Benedikt Jóhannesson segir það skjóta skökku við að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, skuli nú stíga fram og gagnrýna söluna á Vífilsstaðalandinu sem hann hafi sjálfur „margoft“ veitt heimild fyrir. „Þannig að hann hefur oft fengið tækifæri til þess að mótmæla slíkri sölu, meðal annars sem forsætisráðherra“ segir Benedikt í færslu á Facebook nú í kvöld. Greint var frá því fyrr í dag að Sigurður Ingi hefði óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi um sölu ríkisins á landi Vífilsstaða til Garðabæjar. Benti hann á að núvirði lóðarinnar sé ívið meira en kaupsamningur ríkisins við Garðabæ hafi kveðið á um og skaut föstum skotum á fjármálaráðherra. Benedikt segir söluna hins vegar hið besta mál enda höfði það ekki til hans að „selja landið til braskara [...] þó svo að einhverjir aðrir stjórnmálamenn telji slíkt betri kost,“ segir Benedikt og líklegt verður að teljast að þar eigi hann við Sigurð.Sjá einnig: Óskar eftir sérstökum umræðum um Vífilsstaði: „Enn og aftur finnst ráðherra þingið bara vera fyrir“Hvað söluverðið varðar segir Benedikt það ekki liggja fyrir. Það fáist ekki á hreint fyrr en vitað er hvert lóðaverðið verður en Garðabær hyggst skipuleggja um 1200 til 1500 íbúða byggð á landinu. „Ríkið fær bæði greiðslu strax og svo hlutdeild í söluverði þegar líður verða seldar, þannig að samningurinn er mjög sanngjarn,“ segir Benedikt sem telur líklegt að söluverðið verði margfalt hærra en það sem var greitt beint. „Loks má geta þess að Garðabær hefur skipulagsvald, en landið hefur verið skilgreint sem útivistarsvæði þannig að við hefðum ekki getað selt öðrum það undir lóðir, því bærinn einn hefur skipulagsvald. Þannig að það er ekki nokkur vafi á því að þetta er góð ákvörðun,“ segir Benedikt. Sigurður Ingi sagði það einnig vera til vansa að ekki hafi verið haldið eftir hluta af landinu undir nýtt þjóðarsjúkrahús. Benedikt segir að ekkert mæli á móti því að þarna verði seinna byggður spítali - „ en þá þurfa menn að taka ákvörðun um það fljótlega. Nú er búið að ákveða að byggja spítali við Hringbraut og við byrjum á því,“ segir Benedikt. Því næst skýtur hann á Sigurð og segir það merkilegt að hann skuli ekki „muna að hann hefur margoft samþykkt heimild í fjárlögum til þess að selja þetta land. Þannig að hann hefur oft fengið tækifæri til þess að mótmæla slíkri sölu, meðal annars sem forsætisráðherra.“ Færslu hans má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Óskar eftir sérstökum umræðum um Vífilsstaði: "Enn og aftur finnst ráðherra þingið bara vera fyrir“ Sigurður Ingi Jóhannesson, segir að þingið eigi enn efitr að ræða um Vífilsstaðalandið sem staðsetningu fyrir þjóðarsjúkrahús og sölu ríkisins á því. 23. apríl 2017 16:24 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Sjá meira
Óskar eftir sérstökum umræðum um Vífilsstaði: "Enn og aftur finnst ráðherra þingið bara vera fyrir“ Sigurður Ingi Jóhannesson, segir að þingið eigi enn efitr að ræða um Vífilsstaðalandið sem staðsetningu fyrir þjóðarsjúkrahús og sölu ríkisins á því. 23. apríl 2017 16:24