Macron gjörsigrar Le Pen gangi spár eftir Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. apríl 2017 21:54 Marine Le Pen og Emmanuel Macron munu takast á í næstu umferð kosninganna. Vísir/getty Miðjumaðurinn Emmanuel Macron mun sigra Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, með yfirburðum í næstu umferð frönsku forsetakosninganna ef fyrstu spár ganga eftir. Alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið Ipsos telur að Macron muni hljóta um 62% atkvæða gegn 38% Le Pen í könnun sem fyrirtækið framkvæmdi fyrir France Télévisions, franska ríkissjónvarpið.Þrátt fyrir að enn séu tvær vikur þangað til að Frakkar ganga aftur að kjörborðinu í seinni umferð kosninganna, og kannanir beggja vegna Atlantsála hafi ekki verið óbrigðular í kosningum síðasta árs, eru niðurstöður Ipsos taldar gefa nokkuð skýra mynd af stöðu mála.Sjá einnig: Macron og Le Pen efstÞannig spáði fyrirtækið í aðdraganda kosninganna í kvöld að Macron myndi standa uppi sem sigurvegari með um 24% atkvæða, Le Pen fengi um 21% og Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, hlyti um 19% atkvæða.Eins og Vísir greindi frá var það nákvæmlega sá atkvæðafjöldi sem fyrstu útgönguspár gerðu ráð fyrir þegar kjörstöðum lokaði klukkan 18 í kvöld. Það skyldi því engan undra að stuðningsmenn Macron hafi strax tekið að fagna sigri í kvöld og hyllt sinn mann sem næsta forseta Frakklands. Í ræðu sinni í kvöld sagði Macron að hann vildi vera forseti „ættjarðarvina sem standa nú frammi fyrir ógninni sem stafar af þjóðernissinnum“ og fór ekki á milli mála að hann vísaði þar til stuðningsmanna Þjóðfylkingar Le Pen.Sjá einnig: Le Pen sigri hrósandi: „Kominn tími til að frelsa frönsku þjóðina“Hún hefur verið harðorð í garð þessa fyrrum bankamanns sem styður áframhaldandi veru Frakka í Evrópusambandinu, ólíkt henni. Hefur Le Pen sagt að Macron sé frambjóðandi fjármagnseigenda og að frjálslynd viðhorf hans muni kalla yfir Frakkland óstöðvandi straum hælisleitanda og hryðjuverkamanna - að ótaldri hömlulausri samkeppni útlenskra stórfyrirtækja sem muni leggja franskan efnahag í rúst. „Á aðeins einu ári höfum við gjörbreytt ásýnd franskra stjórnmála,“ sagði Macron við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna sem hafa ærna ástæðu til að gleðjast ef fer sem horfir. Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Sjá meira
Miðjumaðurinn Emmanuel Macron mun sigra Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, með yfirburðum í næstu umferð frönsku forsetakosninganna ef fyrstu spár ganga eftir. Alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið Ipsos telur að Macron muni hljóta um 62% atkvæða gegn 38% Le Pen í könnun sem fyrirtækið framkvæmdi fyrir France Télévisions, franska ríkissjónvarpið.Þrátt fyrir að enn séu tvær vikur þangað til að Frakkar ganga aftur að kjörborðinu í seinni umferð kosninganna, og kannanir beggja vegna Atlantsála hafi ekki verið óbrigðular í kosningum síðasta árs, eru niðurstöður Ipsos taldar gefa nokkuð skýra mynd af stöðu mála.Sjá einnig: Macron og Le Pen efstÞannig spáði fyrirtækið í aðdraganda kosninganna í kvöld að Macron myndi standa uppi sem sigurvegari með um 24% atkvæða, Le Pen fengi um 21% og Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, hlyti um 19% atkvæða.Eins og Vísir greindi frá var það nákvæmlega sá atkvæðafjöldi sem fyrstu útgönguspár gerðu ráð fyrir þegar kjörstöðum lokaði klukkan 18 í kvöld. Það skyldi því engan undra að stuðningsmenn Macron hafi strax tekið að fagna sigri í kvöld og hyllt sinn mann sem næsta forseta Frakklands. Í ræðu sinni í kvöld sagði Macron að hann vildi vera forseti „ættjarðarvina sem standa nú frammi fyrir ógninni sem stafar af þjóðernissinnum“ og fór ekki á milli mála að hann vísaði þar til stuðningsmanna Þjóðfylkingar Le Pen.Sjá einnig: Le Pen sigri hrósandi: „Kominn tími til að frelsa frönsku þjóðina“Hún hefur verið harðorð í garð þessa fyrrum bankamanns sem styður áframhaldandi veru Frakka í Evrópusambandinu, ólíkt henni. Hefur Le Pen sagt að Macron sé frambjóðandi fjármagnseigenda og að frjálslynd viðhorf hans muni kalla yfir Frakkland óstöðvandi straum hælisleitanda og hryðjuverkamanna - að ótaldri hömlulausri samkeppni útlenskra stórfyrirtækja sem muni leggja franskan efnahag í rúst. „Á aðeins einu ári höfum við gjörbreytt ásýnd franskra stjórnmála,“ sagði Macron við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna sem hafa ærna ástæðu til að gleðjast ef fer sem horfir.
Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Sjá meira