Macron gjörsigrar Le Pen gangi spár eftir Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. apríl 2017 21:54 Marine Le Pen og Emmanuel Macron munu takast á í næstu umferð kosninganna. Vísir/getty Miðjumaðurinn Emmanuel Macron mun sigra Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, með yfirburðum í næstu umferð frönsku forsetakosninganna ef fyrstu spár ganga eftir. Alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið Ipsos telur að Macron muni hljóta um 62% atkvæða gegn 38% Le Pen í könnun sem fyrirtækið framkvæmdi fyrir France Télévisions, franska ríkissjónvarpið.Þrátt fyrir að enn séu tvær vikur þangað til að Frakkar ganga aftur að kjörborðinu í seinni umferð kosninganna, og kannanir beggja vegna Atlantsála hafi ekki verið óbrigðular í kosningum síðasta árs, eru niðurstöður Ipsos taldar gefa nokkuð skýra mynd af stöðu mála.Sjá einnig: Macron og Le Pen efstÞannig spáði fyrirtækið í aðdraganda kosninganna í kvöld að Macron myndi standa uppi sem sigurvegari með um 24% atkvæða, Le Pen fengi um 21% og Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, hlyti um 19% atkvæða.Eins og Vísir greindi frá var það nákvæmlega sá atkvæðafjöldi sem fyrstu útgönguspár gerðu ráð fyrir þegar kjörstöðum lokaði klukkan 18 í kvöld. Það skyldi því engan undra að stuðningsmenn Macron hafi strax tekið að fagna sigri í kvöld og hyllt sinn mann sem næsta forseta Frakklands. Í ræðu sinni í kvöld sagði Macron að hann vildi vera forseti „ættjarðarvina sem standa nú frammi fyrir ógninni sem stafar af þjóðernissinnum“ og fór ekki á milli mála að hann vísaði þar til stuðningsmanna Þjóðfylkingar Le Pen.Sjá einnig: Le Pen sigri hrósandi: „Kominn tími til að frelsa frönsku þjóðina“Hún hefur verið harðorð í garð þessa fyrrum bankamanns sem styður áframhaldandi veru Frakka í Evrópusambandinu, ólíkt henni. Hefur Le Pen sagt að Macron sé frambjóðandi fjármagnseigenda og að frjálslynd viðhorf hans muni kalla yfir Frakkland óstöðvandi straum hælisleitanda og hryðjuverkamanna - að ótaldri hömlulausri samkeppni útlenskra stórfyrirtækja sem muni leggja franskan efnahag í rúst. „Á aðeins einu ári höfum við gjörbreytt ásýnd franskra stjórnmála,“ sagði Macron við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna sem hafa ærna ástæðu til að gleðjast ef fer sem horfir. Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira
Miðjumaðurinn Emmanuel Macron mun sigra Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, með yfirburðum í næstu umferð frönsku forsetakosninganna ef fyrstu spár ganga eftir. Alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið Ipsos telur að Macron muni hljóta um 62% atkvæða gegn 38% Le Pen í könnun sem fyrirtækið framkvæmdi fyrir France Télévisions, franska ríkissjónvarpið.Þrátt fyrir að enn séu tvær vikur þangað til að Frakkar ganga aftur að kjörborðinu í seinni umferð kosninganna, og kannanir beggja vegna Atlantsála hafi ekki verið óbrigðular í kosningum síðasta árs, eru niðurstöður Ipsos taldar gefa nokkuð skýra mynd af stöðu mála.Sjá einnig: Macron og Le Pen efstÞannig spáði fyrirtækið í aðdraganda kosninganna í kvöld að Macron myndi standa uppi sem sigurvegari með um 24% atkvæða, Le Pen fengi um 21% og Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, hlyti um 19% atkvæða.Eins og Vísir greindi frá var það nákvæmlega sá atkvæðafjöldi sem fyrstu útgönguspár gerðu ráð fyrir þegar kjörstöðum lokaði klukkan 18 í kvöld. Það skyldi því engan undra að stuðningsmenn Macron hafi strax tekið að fagna sigri í kvöld og hyllt sinn mann sem næsta forseta Frakklands. Í ræðu sinni í kvöld sagði Macron að hann vildi vera forseti „ættjarðarvina sem standa nú frammi fyrir ógninni sem stafar af þjóðernissinnum“ og fór ekki á milli mála að hann vísaði þar til stuðningsmanna Þjóðfylkingar Le Pen.Sjá einnig: Le Pen sigri hrósandi: „Kominn tími til að frelsa frönsku þjóðina“Hún hefur verið harðorð í garð þessa fyrrum bankamanns sem styður áframhaldandi veru Frakka í Evrópusambandinu, ólíkt henni. Hefur Le Pen sagt að Macron sé frambjóðandi fjármagnseigenda og að frjálslynd viðhorf hans muni kalla yfir Frakkland óstöðvandi straum hælisleitanda og hryðjuverkamanna - að ótaldri hömlulausri samkeppni útlenskra stórfyrirtækja sem muni leggja franskan efnahag í rúst. „Á aðeins einu ári höfum við gjörbreytt ásýnd franskra stjórnmála,“ sagði Macron við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna sem hafa ærna ástæðu til að gleðjast ef fer sem horfir.
Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira