Fyrstu útgönguspár í Frakklandi: Macron og Le Pen efst Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. apríl 2017 18:04 Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, Benoît Hamon, forsetaefni Sósíalista, Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, Emmanuel Macron, leiðtogi En Marche hreyfingarinnar, og Jean-Luc Mélenchon, forsetaefni vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise. Vísir/AFP Kjörstaðir í Frakklandi loka nú hver af fætum öðrum, en kosið var í stærstu borgum landsins allt til klukkan sex í kvöld, að íslenskum tíma. Fyrri umferð forsetakosninganna þar í landi, fer fram í dag. Búist er við því að úrslit verði ljós um klukkan átta í kvöld. Fyrstu tölur um útgönguspár birtust frá franska innanríkisráðuneytinu, nú um klukkan sex að íslenskum tíma.Spárnar benda til þess að miðjumaðurinn Emmanuel Macron sé efstur, með 23,7 prósent fylgi, en rétt á eftir honum kemur frambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, með 21,7 prósent fylgi. Þar á eftir koma Jean-Luc Mélencholn, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, og repúblikaninn Francois Fillon, með um 19,5 prósent fylgi hvor. Síðari umferð kosninganna mun fara fram 7. maí næstkomandi, þar sem kosið verður á milli þeirra tveggja frambjóðenda, sem hljóta flest atkvæði í kosningunum í dag. Allt bendir til þess að það verði þau Macron og Le Pen. Kosningaþátttaka hefur mælst um 69,42 prósent, sem er örlítið lægra en árið 2012, þegar 70,59 prósent Frakka kusu í fyrri umferðinni. Um er að ræða sögulegar kosningar, að því er virðist að öllu leyti, en skoðanakannanir benda til þess að í fyrsta skipti munu báðir frambjóðendur Repúblikana og Sósíalista ekki hljóta nægt fylgi til þess að komast áfram í aðalumferðina. Þá er þetta í fyrsta skipti sem að sitjandi forseti býður sig ekki fram aftur, líkt og Francois Hollande að þessu sinni. Flestar kannanir höfðu áður bent til þess að miðjumaðurinn Emmanuel Macron, ásamt frambjóðanda Frönsku þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, muni hljóta nægilegt fylgi til þess að komast áfram í aðalumferðina. Macron, sem var áður í Sósíalistaflokknum fer fyrir En Marche hreyfingunni, en hana stofnaði hann fyrir ári síðan. Frambjóðendurnir tveir gætu ekki verið ólíkari, en Macron hefur talað fyrir frjálslyndri efnahagsstefnu, opnu Frakklandi og er hliðhollur Evrópusambandinu, á meðan Le Pen hefur talað gegn sambandinu, gegn innflytjendum og fyrir efnahagslegri verndarstefnu. Ljóst er þó að úrslit í kosningunum verða ekki ljós fyrr en að búið er að telja öll atkvæðin, enda talið næsta víst að lítill munur verði á fylgi efstu manna. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Kjörstaðir í Frakklandi loka nú hver af fætum öðrum, en kosið var í stærstu borgum landsins allt til klukkan sex í kvöld, að íslenskum tíma. Fyrri umferð forsetakosninganna þar í landi, fer fram í dag. Búist er við því að úrslit verði ljós um klukkan átta í kvöld. Fyrstu tölur um útgönguspár birtust frá franska innanríkisráðuneytinu, nú um klukkan sex að íslenskum tíma.Spárnar benda til þess að miðjumaðurinn Emmanuel Macron sé efstur, með 23,7 prósent fylgi, en rétt á eftir honum kemur frambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, með 21,7 prósent fylgi. Þar á eftir koma Jean-Luc Mélencholn, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, og repúblikaninn Francois Fillon, með um 19,5 prósent fylgi hvor. Síðari umferð kosninganna mun fara fram 7. maí næstkomandi, þar sem kosið verður á milli þeirra tveggja frambjóðenda, sem hljóta flest atkvæði í kosningunum í dag. Allt bendir til þess að það verði þau Macron og Le Pen. Kosningaþátttaka hefur mælst um 69,42 prósent, sem er örlítið lægra en árið 2012, þegar 70,59 prósent Frakka kusu í fyrri umferðinni. Um er að ræða sögulegar kosningar, að því er virðist að öllu leyti, en skoðanakannanir benda til þess að í fyrsta skipti munu báðir frambjóðendur Repúblikana og Sósíalista ekki hljóta nægt fylgi til þess að komast áfram í aðalumferðina. Þá er þetta í fyrsta skipti sem að sitjandi forseti býður sig ekki fram aftur, líkt og Francois Hollande að þessu sinni. Flestar kannanir höfðu áður bent til þess að miðjumaðurinn Emmanuel Macron, ásamt frambjóðanda Frönsku þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, muni hljóta nægilegt fylgi til þess að komast áfram í aðalumferðina. Macron, sem var áður í Sósíalistaflokknum fer fyrir En Marche hreyfingunni, en hana stofnaði hann fyrir ári síðan. Frambjóðendurnir tveir gætu ekki verið ólíkari, en Macron hefur talað fyrir frjálslyndri efnahagsstefnu, opnu Frakklandi og er hliðhollur Evrópusambandinu, á meðan Le Pen hefur talað gegn sambandinu, gegn innflytjendum og fyrir efnahagslegri verndarstefnu. Ljóst er þó að úrslit í kosningunum verða ekki ljós fyrr en að búið er að telja öll atkvæðin, enda talið næsta víst að lítill munur verði á fylgi efstu manna.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira