Vængbrotnir Warriors-menn með kústinn á lofti Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. apríl 2017 11:00 Það kom ekki að sök fyrir Golden State Warriors að liðið lék án Kevin Durant og þjálfara síns, Steve Kerr í gær þegar liðið vann sex stiga sigur á Portland 119-113 á útivelli í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Var þetta annar leikurinn í röð sem Durant gat ekki tekið þátt í vegna meiðsla en Steve Kerr varð eftir á liðshótelinu vegna veikinda fyrir leik. Portland byrjaði leikinn vel og náði um tíma sautján stiga forskoti en Steph Curry og Klay Thompson tóku leikinn yfir í seinni hálfleik og komu liði sínu yfir línuna. Bakvarðasveit Portland skilaði 63 stigum en í liði Golden State var Curry stigahæstur með 34 stig. Golden State getur sópað Portland í sumarfrí þegar liðin mætast á mánudaginn en óvíst er um þátttöku Kerr og Durant í þeim leik sem fer fram í Portland. Memphis Grizzlies kom flestum á óvart og jafnaði einvígi sitt við San Antonio Spurs með 110-108 sigri á heimavelli í nótt en Marc Gasol setti niður sigurkörfuna þegar innan við sekúnda var eftir af framlengingunni. Heimamenn gerðu sér erfitt fyrir með 23 tapaða bolta og glutruðu niður tíu stiga forskoti í lokaleikhlutanum en náðu að sigla sigrinum heim þrátt fyrir stórleik Kawhi Leonard hjá San Antonio. Dramatík á lokamínútunum í Memphis: Leonard sem var með 43 stig í leiknum setti síðustu sextán stig gestanna og kom leiknum í framlengingu en var aðeins of stuttur í skotinu sem hefði getað stolið sigrinum undir lok venjulegs leiktíma. Var þetta annar sigur Memphis í röð og hafa allir leikir einvígisins unnist á heimavelli en næsti leikur fer fram á heimavelli San Antonio á mánudaginn. Það er allt í járnum í einvígi Milwaukee Bucks og Toronto Raptors en Raptors unnu leik fjögur 87-76 á heimavelli Milwaukee í gærkvöld og er því einvígið jafnt þegar liðin ferðast aftur til Kanada. Eftir 27 stiga skell í þriðja leik liðanna á heimavelli Milwaukee þá tókst gestunum frá Kanada að loka vel á stórstjörnu heimamanna, Giannis Antetokounmpo, í leiknum og varð það lykillinn að sigrinum. Var hann aðeins með fjórtán stig í leiknum. Að lokum minnkaði Atlanta Hawks muninn á heimavelli með 116-98 sigri á Washington Wizards í leik þrjú á milli þessarra liða en Atlanta náði snemma góðu forskoti og var sigurinn aldrei í hættu. Eftir að hafa tapað í tveimur naumum leikjum í Washington náði Atlanta 25 stiga forskoti undir lok fyrsta leikhluta en gestirnir virtust hálf meðvitundarlausir allan leikinn fyrir utan John Wall.Úrslit næturnar: Atlanta Hawks 116-98 Washington Wizards Memphis Grizzlies 110-108 San Antonio Spurs Milwaukee Bucks 76-87 Toronto Raptors Portland Trailblazers 113-119 Golden State WarriorsBestu tilþrif kvöldsins: Áhlaup Golden State í gær: NBA Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Það kom ekki að sök fyrir Golden State Warriors að liðið lék án Kevin Durant og þjálfara síns, Steve Kerr í gær þegar liðið vann sex stiga sigur á Portland 119-113 á útivelli í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Var þetta annar leikurinn í röð sem Durant gat ekki tekið þátt í vegna meiðsla en Steve Kerr varð eftir á liðshótelinu vegna veikinda fyrir leik. Portland byrjaði leikinn vel og náði um tíma sautján stiga forskoti en Steph Curry og Klay Thompson tóku leikinn yfir í seinni hálfleik og komu liði sínu yfir línuna. Bakvarðasveit Portland skilaði 63 stigum en í liði Golden State var Curry stigahæstur með 34 stig. Golden State getur sópað Portland í sumarfrí þegar liðin mætast á mánudaginn en óvíst er um þátttöku Kerr og Durant í þeim leik sem fer fram í Portland. Memphis Grizzlies kom flestum á óvart og jafnaði einvígi sitt við San Antonio Spurs með 110-108 sigri á heimavelli í nótt en Marc Gasol setti niður sigurkörfuna þegar innan við sekúnda var eftir af framlengingunni. Heimamenn gerðu sér erfitt fyrir með 23 tapaða bolta og glutruðu niður tíu stiga forskoti í lokaleikhlutanum en náðu að sigla sigrinum heim þrátt fyrir stórleik Kawhi Leonard hjá San Antonio. Dramatík á lokamínútunum í Memphis: Leonard sem var með 43 stig í leiknum setti síðustu sextán stig gestanna og kom leiknum í framlengingu en var aðeins of stuttur í skotinu sem hefði getað stolið sigrinum undir lok venjulegs leiktíma. Var þetta annar sigur Memphis í röð og hafa allir leikir einvígisins unnist á heimavelli en næsti leikur fer fram á heimavelli San Antonio á mánudaginn. Það er allt í járnum í einvígi Milwaukee Bucks og Toronto Raptors en Raptors unnu leik fjögur 87-76 á heimavelli Milwaukee í gærkvöld og er því einvígið jafnt þegar liðin ferðast aftur til Kanada. Eftir 27 stiga skell í þriðja leik liðanna á heimavelli Milwaukee þá tókst gestunum frá Kanada að loka vel á stórstjörnu heimamanna, Giannis Antetokounmpo, í leiknum og varð það lykillinn að sigrinum. Var hann aðeins með fjórtán stig í leiknum. Að lokum minnkaði Atlanta Hawks muninn á heimavelli með 116-98 sigri á Washington Wizards í leik þrjú á milli þessarra liða en Atlanta náði snemma góðu forskoti og var sigurinn aldrei í hættu. Eftir að hafa tapað í tveimur naumum leikjum í Washington náði Atlanta 25 stiga forskoti undir lok fyrsta leikhluta en gestirnir virtust hálf meðvitundarlausir allan leikinn fyrir utan John Wall.Úrslit næturnar: Atlanta Hawks 116-98 Washington Wizards Memphis Grizzlies 110-108 San Antonio Spurs Milwaukee Bucks 76-87 Toronto Raptors Portland Trailblazers 113-119 Golden State WarriorsBestu tilþrif kvöldsins: Áhlaup Golden State í gær:
NBA Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira