Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 25-28 | FH-ingar einum sigri frá úrslitunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2017 17:00 Jóhann Karl Reynisson skoraði sex mörk fyrir FH. vísir/ernir FH er aðeins einum sigri frá því að komast í úrslit Olís-deildar karla eftir sigur á Aftureldingu, 25-28, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum í dag. Frábær fyrri hálfleikur FH-inga skóp sigurinn í dag. Munurinn var sjö mörk í hálfleik, 10-17, og það bil reyndist einfaldlega of breitt fyrir Mosfellinga sem spiluðu mun betur í seinni hálfleiknum en í þeim fyrri. Þriðji leikur liðanna fer fram í Kaplakrika á fimmtudaginn og með sigri þar tryggir FH sér sæti í úrslitum í fyrsta sinn síðan 2012. FH-ingar spiluðu mjög öfluga vörn í fyrri hálfleik, jafnvel þótt Ágúst Birgisson væri kominn með tvær brottvísanir eftir níu mínútna leik. Vörn Mosfellinga var hins vegar afleit; alltof götótt og leikmenn ragir að ganga út í útileikmenn FH sem skoruðu nokkur mörk með skotum af gólfinu í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir að vera með slaka vörn fyrir framan sig varði Davíð Svansson sjö skot í marki Aftureldingu, flest úr dauðafærum og flest frá Óðni Þór Ríkharðssyni sem fór afar illa með færin sín í dag. Leikmenn Aftureldingar fóru illa með nokkur dauðafæri í upphafi leiks en eftir því sem leið á gekk þeim æ verr að skapa sér góð færi gegn sterkri vörn FH. Hægri vængurinn hjá heimamönnum, með þá Erni Hrafn Arnarson og Árna Braga Eyjólfsson, skilaði ekki marki í fyrri hálfleik og munaði um minna. Það var allt annað að sjá til Mosfellinga í seinni hálfleiknum. Varnarleikurinn var frábær og Davíð varði enn betur en í fyrri hálfleiknum. Hann endaði með 18 skot varin á móti 15 hjá markvörðum FH. Afturelding minnkaði muninn jafnt og þétt og heimamenn voru með vindinn í seglin. Og þegar 11 mínútur voru til leiksloka minnkaði Ernir Hrafn muninn í 21-23. Nær komust Mofellingar hins vegar ekki. Þeir fóru skelfilega að ráði sínu í sókninni á síðustu 10 mínútum leiksins; fengu á sig klaufalega ruðninga og tóku vondar ákvarðanir. Á meðan fundu FH-ingar smá takt í sókninni og náðu að landa góðum sigri, 25-28.Mörk Aftureldingar: Mikk Pinnonen 8, Elvar Ásgeirsson 5, Ernir Hrafn Arnarson 4/1, Jón Heiðar Gunnarsson 2, Þrándur Gíslason 2, Gestur Ólafur Ingvarsson 1, Hrafn Ingvarsson 1, Jóhann Jóhannsson 1, Árni Bragi Eyjólfsson 1.Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 7/1, Jóhann Karl Reynisson 6, Einar Rafn Eiðsson 5/1, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Óðinn Þór Ríkharðsson 3, Halldór Ingi Jónasson 1, Ágúst Birgisson 1.Einar Andri: Frammistaðan í fyrri hálfleik var afleit „Nánast allir okkar lykilmenn áttu afleitan dag í fyrri hálfleik, fyrir utan Davíð í markinu. Hvert sem á liðið var litið, þá var frammistaðan afleit,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið fyrir FH í dag. Afturelding tapaði fyrsta leiknum í einvíginu á lokasekúndunum. Einar Andri vildi samt ekki meina að það hafi setið í hans mönnum í dag. „Nei, það held ég ekki. Af einhverjum ástæðum komum við ekki klárir og börðumst ekki. En það var allt annað að sjá liðið í seinni hálfleik,“ sagði Einar Andri. Afturelding spilaði miklu betur í seinni hálfleiknum en náði samt aldrei að minnka muninn í meira en tvö mörk. „Það vantaði klókindi á síðustu 10 mínútunum. Þrisvar sinnum hlaupum við í fangið á þeim og fengum á okkur á ruðning. Það hefði verið vænlegra að stilla upp og sjá hvort við næðum ekki að opna þá þannig. Pressan var að koma á þá,“ sagði Einar Andri sem þarf að nýta dagana fram að þriðja leiknum á fimmtudaginn vel. „Við þurfum að finna neistann og viljann til að standa í þessu. Staðan er 2-0 og núna eru allir leikir annað hvort sigur eða sumarfrí,“ sagði Einar Andri. En hefur hann trú á því að Mosfellingar geti komið til baka? „Hundrað prósent,“ svaraði þjálfarinn án umhugsunar.Halldór: Varnarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleiknum í sigrinum á Aftureldingu í dag. „Varnarleikurinn var frábær og við unnum marga bolta sem skilaði þessari forystu. Við fengum á okkur 15 mörk í seinni hálfleik sem var kannski of mikið. Við duttum aðeins niður þá,“ sagði Halldór. Ágúst Birgisson, línumaður FH, var kominn með tvær tveggja mínútna brottvísanir eftir níu mínútna leik en það hafði ekki áhrif á varnarleik FH. „Það kemur bara maður í manns stað og menn þekkja sín hlutverk. Ísak [Rafnsson] kom frábærlega inn í vörninni og við héldum dampi,“ sagði Halldór sem var ekki jafn ánægður með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum. „Þá fannst mér tempóið detta svolítið niður. Sóknarleikurinn varð hægari, höndin kom rosalega oft upp og við gerðum sjálfum okkur erfitt fyrir. Sóknarleikurinn var ekki nógu góður í seinni hálfleik.“ Halldór viðurkennir að hafa kannski spilað of lengi á sömu mönnunum fyrir utan. „Það getur alveg verið. Við vorum með góða forystu og á góðum stað. Við hefðum þurft að fara í tvær varnarskiptingar sem ég vildi helst sleppa við. Þeir reyndu að keyra á okkur enda sjö mörkum undir. En sem betur fer stóðumst við þetta áhlaup sem við vissum að myndi koma,“ sagði Halldór.25-28 (Leik lokið): FH stóðst áhlaup Aftureldingar og er komið í 2-0. Fimleikafélagið er aðeins einum sigri frá því að komast í úrslit í fyrsta sinn síðan 2012.24-28 (59. mín): Halldór tekur leikhlé þegar tæpar tvær mínútur eru til leiksloka. Þetta er komið hjá gestunum sem geta klárað einvígið í Krikanum á fimmtudaginn.22-26 (55. mín): Mosfellingar eru búnir að fá á sig tvo ruðninga í röð. Sóknarleikur þeirra þessar síðustu mínútur hefur verið afleitur.21-26 (54. mín): Birkir ver frá Erni og Ásbjörn skorar hinum megin. Fimm marka munur, þetta hlýtur að vera komið hjá FH.21-24 (52. mín): Mosfellingar hafa farið illa með síðustu sóknir sínar. Þeir mega ekki við því.21-23 (49. mín): Davíð ver skot frá Einari Rafni og Ernir Hrafn minnkar svo muninn í tvö mörk.18-22 (46. mín): Ágúst fær sína þriðju brottvísun. Hann hefur því lokið leik í dag.18-21 (45. mín): Elvar minnkar muninn í þrjú mörk. Nú kætast Mosfellingar í stúkunni. Þetta byrjar allt í vörninni; heimamenn ganga miklu betur út í sóknarmenn FH og gera þeim erfitt fyrir. Halldór Sigfússon, þjálfari FH, hefur spilað á sömu útilínunni allan leikinn og það spurning hvort þeir eru farnir að þreytast.16-20 (43. mín): Elvar minnkar muninn í fjögur mörk. Afturelding er búin að spila hörkuvörn í seinni hálfleik og Davíð er búinn að verja sex skot.14-20 (39. mín): Halldór Ingi Jónasson eykur muninn í sex mörk úr hægra horninu. Kominn með tvö mörk í seinni hálfleik.13-18 (37. mín): Birkir Fannar kemur aftur inn á og ver víti, núna frá Árna Braga sem hefur alls ekki fundið sig í dag.12-17 (33. mín): Afturelding skorar tvö fyrstu mörkin í seinni hálfleik. Vörnin lítur mun betur út og Davíð er búinn að verja fyrstu tvö skot FH-inga.10-17 (Seinni hálfleikur hafinn): Afturelding byrjar með boltann.10-17 (Fyrri hálfleik lokið): Sjö marka munur í hálfleik. FH fékk tvö dauðafæri í lokasókninni en klikkaði á þeim báðum. FH-ingar hafa verið miklu sterkari aðilinn og forystan gæti verið enn meiri en Davíð er búinn að taka nokkur dauðafæri frá Óðni. Afturelding þarf að spila miklu betur í seinni hálfleik til að eiga möguleika.9-16 (28. mín): FH aftur komið tveimur mörkum yfir eftir mörk frá Ágústi og Gísla.9-14 (26. mín): Tvö mörk hjá Aftureldingu einum færri. Pinnonen með þau bæði.7-14 (25. mín): Einar Rafn sleppur framhjá Elvari og skorar. Elvar fær tvær mínútur fyrir að hrinda Einari. Elvar hefur verið afleitur í vörninni í dag.6-12 (22. mín): Gísli skorar með skoti af gólfinu. Heimamenn eru límdir á sex metrunum og það gerir sóknarmönnum gestanna auðveldara um vik að koma skotum á markið. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, tekur sitt annað leikhlé. Hans menn eru undir á öllum sviðum leiksins. Davíð hefur reyndar varið vel en þá er það upptalið.6-11 (20. mín): FH-ingar eru að spila frábæra vörn, jafnvel þótt Ágúst sitji á bekknum núna.5-10 (16. mín): Ernir Hrafn með misheppnaða sendingu, FH-ingar bruna fram og Óðinn skorar. Ofboðslega vel útfært hraðaupphlaup.5-9 (15. mín): Ásbjörn skorar með skoti af gólfinu. Mosfellingar verða að mæta þeim framar.4-8 (13. mín): Birkir Fannar Bragason kemur í mark FH og ver víti frá Erni. Arnar Freyr Ársælsson skorar svo hinum megin. Fjögurra marka munur. FH-ingar byrja þetta miklu betur.4-6 (12. mín): Tapaður bolti hjá FH og Hrafn skorar eftir hraðaupphlaup.2-5 (9. mín): Ásbjörn skorar með skoti af gólfinu. Vörnin hjá Mosfellingum er alltof götótt. Ágúst fær svo sína aðra brottvísun.1-3 (7. mín): Aftureldingu tókst ekki að færa sér liðsmuninn í nyt. Mosfellingar fóru illa með tvö dauðafæri.1-2 (5. mín): Davíð Svansson ver frábærlega frá Óðni í hraðaupphlaupi og Ágúst Birgisson er svo rekinn af velli. Heimamenn einum fleiri.0-1 (3. mín): Óðinn Þór Ríkharðsson sleppur frá Mikk Pinnonen og skorar fyrsta mark leiksins.0-0 (Leikur hafinn): FH-ingar byrja með boltann.Fyrir leik:Upphitun að baki og liðin halda til búningsherbergja. Styttist í þetta.Fyrir leik:Birkir Benediktsson, Böðvar Páll Ásgeirsson og Pétur Júníusson eru frá vegna meiðsla hjá Aftureldingu. Hrafn Ingvarsson hefur enn einu sinni verið dreginn á land og er í hópnum í dag líkt og á miðvikudaginn.Fyrir leik:Sóknarleikur FH var mjög stirður í upphafi síðasta leiks, eða allt þar til Gísli Þorgeir Kristjánsson kom inn á. Strákurinn skoraði sex mörk í fyrri hálfleik og dældi út stoðsendingum. Hann fann sig ekki jafn vel í seinni hálfleik en þá steig Einar Rafn Eiðsson m.a. upp.Fyrir leik:Afturelding þarf eiginlega að vinna í dag en Mosfellingar vilja ekki fara 2-0 undir í Krikann á fimmtudaginn í næstu viku.Fyrir leik:FH leiðir einvígið 1-0 eftir 28-27 sigur í fyrsta leiknum í Kaplakrika. Úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum þar sem Ernir Hrafn Arnarson fékk dæmdan á sig afar umdeildan ruðning.Fyrir leik:Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá öðrum leik Aftureldingar og FH í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
FH er aðeins einum sigri frá því að komast í úrslit Olís-deildar karla eftir sigur á Aftureldingu, 25-28, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum í dag. Frábær fyrri hálfleikur FH-inga skóp sigurinn í dag. Munurinn var sjö mörk í hálfleik, 10-17, og það bil reyndist einfaldlega of breitt fyrir Mosfellinga sem spiluðu mun betur í seinni hálfleiknum en í þeim fyrri. Þriðji leikur liðanna fer fram í Kaplakrika á fimmtudaginn og með sigri þar tryggir FH sér sæti í úrslitum í fyrsta sinn síðan 2012. FH-ingar spiluðu mjög öfluga vörn í fyrri hálfleik, jafnvel þótt Ágúst Birgisson væri kominn með tvær brottvísanir eftir níu mínútna leik. Vörn Mosfellinga var hins vegar afleit; alltof götótt og leikmenn ragir að ganga út í útileikmenn FH sem skoruðu nokkur mörk með skotum af gólfinu í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir að vera með slaka vörn fyrir framan sig varði Davíð Svansson sjö skot í marki Aftureldingu, flest úr dauðafærum og flest frá Óðni Þór Ríkharðssyni sem fór afar illa með færin sín í dag. Leikmenn Aftureldingar fóru illa með nokkur dauðafæri í upphafi leiks en eftir því sem leið á gekk þeim æ verr að skapa sér góð færi gegn sterkri vörn FH. Hægri vængurinn hjá heimamönnum, með þá Erni Hrafn Arnarson og Árna Braga Eyjólfsson, skilaði ekki marki í fyrri hálfleik og munaði um minna. Það var allt annað að sjá til Mosfellinga í seinni hálfleiknum. Varnarleikurinn var frábær og Davíð varði enn betur en í fyrri hálfleiknum. Hann endaði með 18 skot varin á móti 15 hjá markvörðum FH. Afturelding minnkaði muninn jafnt og þétt og heimamenn voru með vindinn í seglin. Og þegar 11 mínútur voru til leiksloka minnkaði Ernir Hrafn muninn í 21-23. Nær komust Mofellingar hins vegar ekki. Þeir fóru skelfilega að ráði sínu í sókninni á síðustu 10 mínútum leiksins; fengu á sig klaufalega ruðninga og tóku vondar ákvarðanir. Á meðan fundu FH-ingar smá takt í sókninni og náðu að landa góðum sigri, 25-28.Mörk Aftureldingar: Mikk Pinnonen 8, Elvar Ásgeirsson 5, Ernir Hrafn Arnarson 4/1, Jón Heiðar Gunnarsson 2, Þrándur Gíslason 2, Gestur Ólafur Ingvarsson 1, Hrafn Ingvarsson 1, Jóhann Jóhannsson 1, Árni Bragi Eyjólfsson 1.Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 7/1, Jóhann Karl Reynisson 6, Einar Rafn Eiðsson 5/1, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Óðinn Þór Ríkharðsson 3, Halldór Ingi Jónasson 1, Ágúst Birgisson 1.Einar Andri: Frammistaðan í fyrri hálfleik var afleit „Nánast allir okkar lykilmenn áttu afleitan dag í fyrri hálfleik, fyrir utan Davíð í markinu. Hvert sem á liðið var litið, þá var frammistaðan afleit,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið fyrir FH í dag. Afturelding tapaði fyrsta leiknum í einvíginu á lokasekúndunum. Einar Andri vildi samt ekki meina að það hafi setið í hans mönnum í dag. „Nei, það held ég ekki. Af einhverjum ástæðum komum við ekki klárir og börðumst ekki. En það var allt annað að sjá liðið í seinni hálfleik,“ sagði Einar Andri. Afturelding spilaði miklu betur í seinni hálfleiknum en náði samt aldrei að minnka muninn í meira en tvö mörk. „Það vantaði klókindi á síðustu 10 mínútunum. Þrisvar sinnum hlaupum við í fangið á þeim og fengum á okkur á ruðning. Það hefði verið vænlegra að stilla upp og sjá hvort við næðum ekki að opna þá þannig. Pressan var að koma á þá,“ sagði Einar Andri sem þarf að nýta dagana fram að þriðja leiknum á fimmtudaginn vel. „Við þurfum að finna neistann og viljann til að standa í þessu. Staðan er 2-0 og núna eru allir leikir annað hvort sigur eða sumarfrí,“ sagði Einar Andri. En hefur hann trú á því að Mosfellingar geti komið til baka? „Hundrað prósent,“ svaraði þjálfarinn án umhugsunar.Halldór: Varnarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleiknum í sigrinum á Aftureldingu í dag. „Varnarleikurinn var frábær og við unnum marga bolta sem skilaði þessari forystu. Við fengum á okkur 15 mörk í seinni hálfleik sem var kannski of mikið. Við duttum aðeins niður þá,“ sagði Halldór. Ágúst Birgisson, línumaður FH, var kominn með tvær tveggja mínútna brottvísanir eftir níu mínútna leik en það hafði ekki áhrif á varnarleik FH. „Það kemur bara maður í manns stað og menn þekkja sín hlutverk. Ísak [Rafnsson] kom frábærlega inn í vörninni og við héldum dampi,“ sagði Halldór sem var ekki jafn ánægður með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum. „Þá fannst mér tempóið detta svolítið niður. Sóknarleikurinn varð hægari, höndin kom rosalega oft upp og við gerðum sjálfum okkur erfitt fyrir. Sóknarleikurinn var ekki nógu góður í seinni hálfleik.“ Halldór viðurkennir að hafa kannski spilað of lengi á sömu mönnunum fyrir utan. „Það getur alveg verið. Við vorum með góða forystu og á góðum stað. Við hefðum þurft að fara í tvær varnarskiptingar sem ég vildi helst sleppa við. Þeir reyndu að keyra á okkur enda sjö mörkum undir. En sem betur fer stóðumst við þetta áhlaup sem við vissum að myndi koma,“ sagði Halldór.25-28 (Leik lokið): FH stóðst áhlaup Aftureldingar og er komið í 2-0. Fimleikafélagið er aðeins einum sigri frá því að komast í úrslit í fyrsta sinn síðan 2012.24-28 (59. mín): Halldór tekur leikhlé þegar tæpar tvær mínútur eru til leiksloka. Þetta er komið hjá gestunum sem geta klárað einvígið í Krikanum á fimmtudaginn.22-26 (55. mín): Mosfellingar eru búnir að fá á sig tvo ruðninga í röð. Sóknarleikur þeirra þessar síðustu mínútur hefur verið afleitur.21-26 (54. mín): Birkir ver frá Erni og Ásbjörn skorar hinum megin. Fimm marka munur, þetta hlýtur að vera komið hjá FH.21-24 (52. mín): Mosfellingar hafa farið illa með síðustu sóknir sínar. Þeir mega ekki við því.21-23 (49. mín): Davíð ver skot frá Einari Rafni og Ernir Hrafn minnkar svo muninn í tvö mörk.18-22 (46. mín): Ágúst fær sína þriðju brottvísun. Hann hefur því lokið leik í dag.18-21 (45. mín): Elvar minnkar muninn í þrjú mörk. Nú kætast Mosfellingar í stúkunni. Þetta byrjar allt í vörninni; heimamenn ganga miklu betur út í sóknarmenn FH og gera þeim erfitt fyrir. Halldór Sigfússon, þjálfari FH, hefur spilað á sömu útilínunni allan leikinn og það spurning hvort þeir eru farnir að þreytast.16-20 (43. mín): Elvar minnkar muninn í fjögur mörk. Afturelding er búin að spila hörkuvörn í seinni hálfleik og Davíð er búinn að verja sex skot.14-20 (39. mín): Halldór Ingi Jónasson eykur muninn í sex mörk úr hægra horninu. Kominn með tvö mörk í seinni hálfleik.13-18 (37. mín): Birkir Fannar kemur aftur inn á og ver víti, núna frá Árna Braga sem hefur alls ekki fundið sig í dag.12-17 (33. mín): Afturelding skorar tvö fyrstu mörkin í seinni hálfleik. Vörnin lítur mun betur út og Davíð er búinn að verja fyrstu tvö skot FH-inga.10-17 (Seinni hálfleikur hafinn): Afturelding byrjar með boltann.10-17 (Fyrri hálfleik lokið): Sjö marka munur í hálfleik. FH fékk tvö dauðafæri í lokasókninni en klikkaði á þeim báðum. FH-ingar hafa verið miklu sterkari aðilinn og forystan gæti verið enn meiri en Davíð er búinn að taka nokkur dauðafæri frá Óðni. Afturelding þarf að spila miklu betur í seinni hálfleik til að eiga möguleika.9-16 (28. mín): FH aftur komið tveimur mörkum yfir eftir mörk frá Ágústi og Gísla.9-14 (26. mín): Tvö mörk hjá Aftureldingu einum færri. Pinnonen með þau bæði.7-14 (25. mín): Einar Rafn sleppur framhjá Elvari og skorar. Elvar fær tvær mínútur fyrir að hrinda Einari. Elvar hefur verið afleitur í vörninni í dag.6-12 (22. mín): Gísli skorar með skoti af gólfinu. Heimamenn eru límdir á sex metrunum og það gerir sóknarmönnum gestanna auðveldara um vik að koma skotum á markið. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, tekur sitt annað leikhlé. Hans menn eru undir á öllum sviðum leiksins. Davíð hefur reyndar varið vel en þá er það upptalið.6-11 (20. mín): FH-ingar eru að spila frábæra vörn, jafnvel þótt Ágúst sitji á bekknum núna.5-10 (16. mín): Ernir Hrafn með misheppnaða sendingu, FH-ingar bruna fram og Óðinn skorar. Ofboðslega vel útfært hraðaupphlaup.5-9 (15. mín): Ásbjörn skorar með skoti af gólfinu. Mosfellingar verða að mæta þeim framar.4-8 (13. mín): Birkir Fannar Bragason kemur í mark FH og ver víti frá Erni. Arnar Freyr Ársælsson skorar svo hinum megin. Fjögurra marka munur. FH-ingar byrja þetta miklu betur.4-6 (12. mín): Tapaður bolti hjá FH og Hrafn skorar eftir hraðaupphlaup.2-5 (9. mín): Ásbjörn skorar með skoti af gólfinu. Vörnin hjá Mosfellingum er alltof götótt. Ágúst fær svo sína aðra brottvísun.1-3 (7. mín): Aftureldingu tókst ekki að færa sér liðsmuninn í nyt. Mosfellingar fóru illa með tvö dauðafæri.1-2 (5. mín): Davíð Svansson ver frábærlega frá Óðni í hraðaupphlaupi og Ágúst Birgisson er svo rekinn af velli. Heimamenn einum fleiri.0-1 (3. mín): Óðinn Þór Ríkharðsson sleppur frá Mikk Pinnonen og skorar fyrsta mark leiksins.0-0 (Leikur hafinn): FH-ingar byrja með boltann.Fyrir leik:Upphitun að baki og liðin halda til búningsherbergja. Styttist í þetta.Fyrir leik:Birkir Benediktsson, Böðvar Páll Ásgeirsson og Pétur Júníusson eru frá vegna meiðsla hjá Aftureldingu. Hrafn Ingvarsson hefur enn einu sinni verið dreginn á land og er í hópnum í dag líkt og á miðvikudaginn.Fyrir leik:Sóknarleikur FH var mjög stirður í upphafi síðasta leiks, eða allt þar til Gísli Þorgeir Kristjánsson kom inn á. Strákurinn skoraði sex mörk í fyrri hálfleik og dældi út stoðsendingum. Hann fann sig ekki jafn vel í seinni hálfleik en þá steig Einar Rafn Eiðsson m.a. upp.Fyrir leik:Afturelding þarf eiginlega að vinna í dag en Mosfellingar vilja ekki fara 2-0 undir í Krikann á fimmtudaginn í næstu viku.Fyrir leik:FH leiðir einvígið 1-0 eftir 28-27 sigur í fyrsta leiknum í Kaplakrika. Úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum þar sem Ernir Hrafn Arnarson fékk dæmdan á sig afar umdeildan ruðning.Fyrir leik:Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá öðrum leik Aftureldingar og FH í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira