Er stundum misskilin Elín Albertsdóttir skrifar 21. apríl 2017 16:15 Jóhanna Guðrún er glæsileg kona sem ætlar að heilla aðdáendur sína á næstu vikum. MYND/HELGI ÓMARSSON Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona er að undirbúa tónleikaferð um landið ásamt unnusta sínum, Davíð Sigurgeirssyni gítarleikara. Hún rekur átján ára feril sinn í tali og tónum.Jóhanna Guðrún er 26 ára og því óvenjulegt að hún skuli eiga átján ára feril. Hún var aðeins níu ára þegar hún gaf út sína fyrstu plötu. Barnastjarnan gerði það gott en söngkonan vakti þó enn meiri athygli þegar hún söng lagið Is It True? í Eurovision-keppninni í Moskvu árið 2009. Jóhanna segist vera afar ánægð með úrslitakvöld söngvakeppninnar hér heima að þessu sinni og hlakkar mikið til að sjá Svölu keppa fyrir Íslands hönd. „Lokakvöldið var mjög faglegt og við erum alltaf að færa okkur nær því að geta haldið keppnina hér heima,“ segir hún. „Ég horfi alltaf á Eurovision og geri eitthvað skemmtilegt úr kvöldinu en ég er ekki nörd á þessu sviði,“ bætir hún við. Þegar hún er spurð hvort hana langi aftur, svarar hún því neitandi. „Ég hef verið beðin að taka þátt en hafnaði því. Mér fannst mikið álag í kringum þátttökuna þótt það væri líka mjög skemmtilegt. Hins vegar ætla ég ekkert að þvertaka fyrir að ég fari aftur ef rétta lagið kemur upp í hendurnar á mér, sérstaklega ef það væri lag eftir okkur Davíð. Þá færi ég sem höfundur en ekkert endilega flytjandi,“ segir Jóhanna Guðrún.Jóhanna Guðrún hlakkar til tónleikaferðarinnar.Draumur rættist Og nú skal haldið um landið. Fyrsta tónleikakvöldið verður á Akureyri 4. maí en alls verða sex tónleikar. „Davíð er ótrúlega framtakssamur og hefur skipulagt þessa ferð og valið staði fyrir tónleikana. Ég get alveg viðurkennt að hann er drifkrafturinn í þessu,“ segir Jóhanna. „Þetta er nýtt hjá mér því ég hef ekki farið áður í tónleikaferð með þessu sniði. Ég ætla að taka mín uppáhaldslög og segja sögur í kringum þau. Þetta er orðinn langur tími og margt að segja frá. Vissulega tek ég mín þekktustu lög líka, eins og Is It True? og Mamma þarf að djamma. Síðan alls konar ballöður sem koma úr öllum áttum. Ég verð með lög af fyrstu plötunni minni, Jóhanna 9, en hún seldist mjög vel og fór í platínu,“ segir hún. „Það verður gaman að rifja upp þessi lög. Þetta var svolítið fyndinn tími að sumu leyti og ákaflega skemmtilegur. Maður var ungur að árum og þetta var gríðarlega mikil vinna og álag fyrir barn. Mér þótti þetta samt alltaf gaman og draumur minn að rætast. Mig dreymdi um að verða söngkona allt frá því ég man eftir mér,“ segir Jóhanna og minnist þess þegar hún var að kynna plöturnar sínar á yngri árum. „Maður þvældist um allt og ég var jafnvel að syngja á bensínstöðvum. Það var mikil lífsreynsla. Plötuútgáfa var allt öðruvísi á þessum tíma og partur af kynningunni var að vera í návígi við aðdáendur.“Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson eru kærustupar og nánir samstarfsfélagar.Gæti orðið plata Jóhanna Guðrún og Davíð vinna náið saman og hafa samið mörg lög. Hún segir að mögulega komi nýtt lag frá þeim áður en langt um líður. „Við viljum gefa þessi lög út á plötu en í dag er ekkert sérstaklega áhugavert að standa í útgáfu. Það eru breyttir tímar í þessum bransa og lögin fara frekar inn á netið,“ segir hún. „Við erum alltaf eitthvað að bauka og nú er kominn möguleiki eins og Karolina Fund sem gæti létt undir með kostnað og þess vegna er aldrei að vita nema úr verði plata,“ segir hún.Litla fjölskyldan á ferðalagi um heiminn.Notaleg kvöldstund Tónleikagestir þeirra um landið eiga eftir að sjá hversu vel þau setja fram tónlist en Jóhanna segir að þeim finnist einfaldleikinn bestur. „Við viljum að þetta verði notaleg kvöldstund fyrir áhorfendur. Davíð er frábær gítarleikari og við vinnum vel saman í músík. Tónlistin er bæði atvinna okkur og áhugamál. Við ræðum mikið tónlist heima,“ segir Jóhanna en Davíð stjórnar gospelkór Jóns Vídalín og saman stjórna þau barna- og unglingakórum Vídalínskirkju í Garðabæ. Auk þess spilar Davíð með Rokkkórnum ásamt því að sinna alls kyns undirleik. Jóhanna segir að vel geti verið að hún komi fólki á óvart á tónleikunum. „Ég geri svolítið grín að Davíð,“ segir hún og hlær. „Lagavalið ætti að koma á óvart. Ég er alltaf svolítið misskilin sem tónlistarmaður. Fólk heldur að ég sé alltaf í síðkjól með slöngulokka að syngja Celine Dion. Þetta er ekki alveg þannig,“ segir hún. „Undanfarið hef ég verið að slípa lagalistann en fjölmörg lög koma til greina. Það er erfitt að skera niður.“Jóhanna nýtur sín vel í móðurhlutverkinu.Í mömmuhlutverkinu Jóhanna og Davíð eiga eina dóttur, Margrétu Lilju, sem er á öðru ári. Móðirin segir hana vera glaðlegan karakter. „Ég veit ekki hvort hún fetar sömu braut og við foreldrarnir. Það kemur bara í ljós. Hún má gera hvað sem hana langar til í framtíðinni,“ segir Jóhanna og bætir við að móðurhlutverkið sé eitt það skemmtilegasta sem hún hafi fengist við. Í sumar ætlar Jóhanna Guðrún að leggja kraft í lagasmíð ásamt Davíð. Það er nóg að gera að koma fram á hinum ýmsu stöðum, bæði í einkasamkvæmum og hjá fyrirtækjum. „Þetta er óreglulegt líf en skemmtilegt. Maður veit aldrei hvað kemur næst upp í hendurnar á manni. Við höfum verið heppin að geta unnið við það sem okkur finnst skemmtilegast að gera. Þegar við erum ekki að vinna finnst okkur gott að slappa af heima. Stundum hlustum við á músík en stundum er gott að hafa þögn. Ég hef alltaf verið gömul sál og finnst best að vera í rólegheitum,“ segir Jóhanna Guðrún. Menning Tónlist Tengdar fréttir Svala í Carpool Karaoke með Selmu Björns og Jóhönnu Guðrúnu Svala Björgvinsdóttir tekur þátt í Söngvakeppninni í Laugardagskvöldið með laginu Paper en hún er um þessar mundir á fullu í kynningarstarfi til að koma sér alla leið til Kænugarðs í lokakeppni Eurovision í maí. 9. mars 2017 09:21 Magnaður flutningur Jóhönnu Guðrúnar á Vetrarsól Jóhanna Guðrún flutti lag Gunnars Þórðarsonar á tónleikum Fíladelfíu ásamt gospelkór. 30. desember 2016 15:20 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona er að undirbúa tónleikaferð um landið ásamt unnusta sínum, Davíð Sigurgeirssyni gítarleikara. Hún rekur átján ára feril sinn í tali og tónum.Jóhanna Guðrún er 26 ára og því óvenjulegt að hún skuli eiga átján ára feril. Hún var aðeins níu ára þegar hún gaf út sína fyrstu plötu. Barnastjarnan gerði það gott en söngkonan vakti þó enn meiri athygli þegar hún söng lagið Is It True? í Eurovision-keppninni í Moskvu árið 2009. Jóhanna segist vera afar ánægð með úrslitakvöld söngvakeppninnar hér heima að þessu sinni og hlakkar mikið til að sjá Svölu keppa fyrir Íslands hönd. „Lokakvöldið var mjög faglegt og við erum alltaf að færa okkur nær því að geta haldið keppnina hér heima,“ segir hún. „Ég horfi alltaf á Eurovision og geri eitthvað skemmtilegt úr kvöldinu en ég er ekki nörd á þessu sviði,“ bætir hún við. Þegar hún er spurð hvort hana langi aftur, svarar hún því neitandi. „Ég hef verið beðin að taka þátt en hafnaði því. Mér fannst mikið álag í kringum þátttökuna þótt það væri líka mjög skemmtilegt. Hins vegar ætla ég ekkert að þvertaka fyrir að ég fari aftur ef rétta lagið kemur upp í hendurnar á mér, sérstaklega ef það væri lag eftir okkur Davíð. Þá færi ég sem höfundur en ekkert endilega flytjandi,“ segir Jóhanna Guðrún.Jóhanna Guðrún hlakkar til tónleikaferðarinnar.Draumur rættist Og nú skal haldið um landið. Fyrsta tónleikakvöldið verður á Akureyri 4. maí en alls verða sex tónleikar. „Davíð er ótrúlega framtakssamur og hefur skipulagt þessa ferð og valið staði fyrir tónleikana. Ég get alveg viðurkennt að hann er drifkrafturinn í þessu,“ segir Jóhanna. „Þetta er nýtt hjá mér því ég hef ekki farið áður í tónleikaferð með þessu sniði. Ég ætla að taka mín uppáhaldslög og segja sögur í kringum þau. Þetta er orðinn langur tími og margt að segja frá. Vissulega tek ég mín þekktustu lög líka, eins og Is It True? og Mamma þarf að djamma. Síðan alls konar ballöður sem koma úr öllum áttum. Ég verð með lög af fyrstu plötunni minni, Jóhanna 9, en hún seldist mjög vel og fór í platínu,“ segir hún. „Það verður gaman að rifja upp þessi lög. Þetta var svolítið fyndinn tími að sumu leyti og ákaflega skemmtilegur. Maður var ungur að árum og þetta var gríðarlega mikil vinna og álag fyrir barn. Mér þótti þetta samt alltaf gaman og draumur minn að rætast. Mig dreymdi um að verða söngkona allt frá því ég man eftir mér,“ segir Jóhanna og minnist þess þegar hún var að kynna plöturnar sínar á yngri árum. „Maður þvældist um allt og ég var jafnvel að syngja á bensínstöðvum. Það var mikil lífsreynsla. Plötuútgáfa var allt öðruvísi á þessum tíma og partur af kynningunni var að vera í návígi við aðdáendur.“Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson eru kærustupar og nánir samstarfsfélagar.Gæti orðið plata Jóhanna Guðrún og Davíð vinna náið saman og hafa samið mörg lög. Hún segir að mögulega komi nýtt lag frá þeim áður en langt um líður. „Við viljum gefa þessi lög út á plötu en í dag er ekkert sérstaklega áhugavert að standa í útgáfu. Það eru breyttir tímar í þessum bransa og lögin fara frekar inn á netið,“ segir hún. „Við erum alltaf eitthvað að bauka og nú er kominn möguleiki eins og Karolina Fund sem gæti létt undir með kostnað og þess vegna er aldrei að vita nema úr verði plata,“ segir hún.Litla fjölskyldan á ferðalagi um heiminn.Notaleg kvöldstund Tónleikagestir þeirra um landið eiga eftir að sjá hversu vel þau setja fram tónlist en Jóhanna segir að þeim finnist einfaldleikinn bestur. „Við viljum að þetta verði notaleg kvöldstund fyrir áhorfendur. Davíð er frábær gítarleikari og við vinnum vel saman í músík. Tónlistin er bæði atvinna okkur og áhugamál. Við ræðum mikið tónlist heima,“ segir Jóhanna en Davíð stjórnar gospelkór Jóns Vídalín og saman stjórna þau barna- og unglingakórum Vídalínskirkju í Garðabæ. Auk þess spilar Davíð með Rokkkórnum ásamt því að sinna alls kyns undirleik. Jóhanna segir að vel geti verið að hún komi fólki á óvart á tónleikunum. „Ég geri svolítið grín að Davíð,“ segir hún og hlær. „Lagavalið ætti að koma á óvart. Ég er alltaf svolítið misskilin sem tónlistarmaður. Fólk heldur að ég sé alltaf í síðkjól með slöngulokka að syngja Celine Dion. Þetta er ekki alveg þannig,“ segir hún. „Undanfarið hef ég verið að slípa lagalistann en fjölmörg lög koma til greina. Það er erfitt að skera niður.“Jóhanna nýtur sín vel í móðurhlutverkinu.Í mömmuhlutverkinu Jóhanna og Davíð eiga eina dóttur, Margrétu Lilju, sem er á öðru ári. Móðirin segir hana vera glaðlegan karakter. „Ég veit ekki hvort hún fetar sömu braut og við foreldrarnir. Það kemur bara í ljós. Hún má gera hvað sem hana langar til í framtíðinni,“ segir Jóhanna og bætir við að móðurhlutverkið sé eitt það skemmtilegasta sem hún hafi fengist við. Í sumar ætlar Jóhanna Guðrún að leggja kraft í lagasmíð ásamt Davíð. Það er nóg að gera að koma fram á hinum ýmsu stöðum, bæði í einkasamkvæmum og hjá fyrirtækjum. „Þetta er óreglulegt líf en skemmtilegt. Maður veit aldrei hvað kemur næst upp í hendurnar á manni. Við höfum verið heppin að geta unnið við það sem okkur finnst skemmtilegast að gera. Þegar við erum ekki að vinna finnst okkur gott að slappa af heima. Stundum hlustum við á músík en stundum er gott að hafa þögn. Ég hef alltaf verið gömul sál og finnst best að vera í rólegheitum,“ segir Jóhanna Guðrún.
Menning Tónlist Tengdar fréttir Svala í Carpool Karaoke með Selmu Björns og Jóhönnu Guðrúnu Svala Björgvinsdóttir tekur þátt í Söngvakeppninni í Laugardagskvöldið með laginu Paper en hún er um þessar mundir á fullu í kynningarstarfi til að koma sér alla leið til Kænugarðs í lokakeppni Eurovision í maí. 9. mars 2017 09:21 Magnaður flutningur Jóhönnu Guðrúnar á Vetrarsól Jóhanna Guðrún flutti lag Gunnars Þórðarsonar á tónleikum Fíladelfíu ásamt gospelkór. 30. desember 2016 15:20 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Svala í Carpool Karaoke með Selmu Björns og Jóhönnu Guðrúnu Svala Björgvinsdóttir tekur þátt í Söngvakeppninni í Laugardagskvöldið með laginu Paper en hún er um þessar mundir á fullu í kynningarstarfi til að koma sér alla leið til Kænugarðs í lokakeppni Eurovision í maí. 9. mars 2017 09:21
Magnaður flutningur Jóhönnu Guðrúnar á Vetrarsól Jóhanna Guðrún flutti lag Gunnars Þórðarsonar á tónleikum Fíladelfíu ásamt gospelkór. 30. desember 2016 15:20