Svipmynd Markaðarins: Helmingur ársins fer í golfíþróttina Sæunn Gísladóttir skrifar 22. apríl 2017 10:30 Fyrsta starf Guðmundar Pálssonar var sem sendill hjá auglýsingastofunni Örkinni þegar hann var fjórtán ára. Vísir/Eyþór Guðmundur H. Pálsson tók í byrjun árs við stöðu framkvæmdastjóra auglýsingastofunnar Pipars\TBWA. Hann er með BA í auglýsingafræði og hefur starfað í auglýsingabransanum í rúman áratug, en fyrsta starf hans var sem sendill hjá auglýsingastofunni Örkinni, aðeins fjórtán ára gamall. Hann segist vera í draumastarfinu en utan vinnunnar fer helmingur ársins í golfíþróttina. Guðmundur er uppalinn í Breiðholtinu og byrjaði skólagönguna í Breiðholtsskóla, fór síðan í Seljaskóla og útskrifaðist úr Menntaskólanum við Sund árið 1990. Eftir það fór hann til Kaliforníu að læra í San Jose State University og útskrifaðist með BA í auglýsingafræði árið 1995.14 ára sendill hjá auglýsingastofu Fyrsta launaða starfið fékk hann þegar hann var 14 ára sem sendill hjá auglýsingastofunni Örkinni sem pabbi hans átti og rak. Hann vann þar með skóla á sumrin, fyrst sem sendill, síðan sem hönnuður og endaði sem tengill. Eftir námið í Bandaríkjunum kom hann til Íslands og hóf störf sem markaðsstjóri B&L. Hann var þar í tæp tvö ár og fór síðan yfir til IKEA sem markaðsstjóri og síðan bættist húsgagnadeildin við sem ábyrgðarsvið hans. Árið 2003 hóf hann störf hjá Iceland Express sem svæðisstjóri yfir Íslandi. Árið 2005 færði hann sig svo yfir í auglýsingabransann og eftir mörg áhugaverð ár er hann nú framkvæmdastjóri Pipars\TBWA.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Við á Pipar\TBWA höfum mikið verið að vinna fyrir ferðamannabransann og er það alltaf að aukast. Vegna starfsins fór ég gullna hringinn í febrúar og það það kom mér verulega á óvart hversu mikið af erlendum ferðamönnum er á þessum stöðum á þessum tíma, en þetta var eins og Menningarnótt í miðbænum. Maður upplifir ferðamenn aðallega í miðbænum, en það er öðruvísi að fara á Þingvelli, Gullfoss og Geysi og finna fyrir þessu. Að fara inn í mannþröngina á Þingvöllum á laugardagsmorgni í febrúar er eitthvað sem kom mér verulega á óvart.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Flipboard mjög mikið. Þar er skemmtilega tekið saman allt það sem ég hef áhuga á, sett upp eins og fréttasíða fyrir hvern flokk. Hvort sem það er sportið eða allt það nýjasta sem er að gerast í auglýsingabransanum eða tæknimálum þá finn ég það í þessu appi. Síðan eru það þessi hefðbundnu öpp sem ég nota mikið, s.s. helstu úrslit í enska boltanum og ekki skal gleyma Fantacy-appinu, en það er hörð keppni í vinnunni.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Helmingur ársins fer í golfíþróttina. Ég reyni að stunda golf sem mest á sumrin og ef ég get lengi ég tímabilið með ferð til Flórída þar sem fjölskyldan á húsnæði. Það eru miklir golfarar í vinnunni minni en ásamt því eru gömlu handboltafélagarnir með vinagolfhóp. Upp á síðkastið hafa aðeins verið að bætast við fjallgöngur með fjölskyldunni, en það er eitthvað sem ég held að eigi eftir að aukast.Hvernig heldur þú þér í formi? Það hefur verið tekið í skorpum hjá mér að halda forminu og er ég búinn að prófa margar leiðir í því. Á tímabili var það CrossFit sem er ein skemmtilegasta leiðin til að komast í mjög gott form. Annars hafa útihlaup og tækjasalir verið mín leið síðustu misseri.Hvernig tónlist hlustar þú á? Börnin og konan eru alltaf að kynna nýja tónlist fyrir mér og er margt mjög gott. Ég enda samt alltaf sjálfur á að hlusta á gömlu rokkarana, svo sem Stones, Hendrix, Pink Floyd, Guns’n Roses o.fl. Einnig, ef ég vil róa þetta aðeins niður, þá hlusta ég á Clapton, Dylan og Johnny Cash. Það lítur út fyrir mikla veislu í þessu í sumar, en hingað eru að koma Foo Fighters og Red Hot Chilli Peppers sem ég er búinn að kaupa miða á.Ertu í draumastarfinu þínu? Að vinna við auglýsingar og markaðsmál er eitthvað sem ég hef mjög gaman af og hefur verið mín ástríða. Til þess að vera í þessu starfi og ílengjast þarf það að vera áhugamálið líka. Ég mæli ekki með því fyrir neinn að vera í starfi sem ekki er skemmtilegt. Það er gaman að vinna með skemmtilegu, skapandi fólki og takast á við áskoranir dagsins. Hjá mér er gaman í vinnunni og er ég því klárlega í draumastarfinu. Markaðir Tengdar fréttir Svipmynd Markaðarins: Hlaupaform stofublómsins er háð árstíðum Vala Dröfn Jóhannsdóttir, markaðsstjóri hjá Vistor, er nýkjörin stjórnarformaður Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 15. apríl 2017 10:00 Svipmynd Markaðarins: Hugleiðir með appi og stundar jóga daglega Helga Hlín Hákonardóttir, héraðsdómslögmaður með próf í verðbréfaviðskiptum og CrossFit þjálfari, hóf starfsferilinn á innlendum verðbréfamarkaði árið 1996 og starfaði næstu 17 ár á íslenskum og erlendum fjármálamörkuðum 19. mars 2017 13:00 Svipmynd Markaðarins: Formaður VR nýbyrjaður á Friends og Twitter Ragnar Þór Ingólfsson er nýr formaður VR en hann er fæddur og uppalinn Breiðhyltingur. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og var sölustjóri hjá Erninum frá 1992 til 2016. 25. mars 2017 10:00 Svipmynd Markaðarins: Forstjóri Gamma hlustar á Sinfó eða X-ið Valdimar Ármann tók við sem forstjóri GAMMA Capital Management á Íslandi um síðustu mánaðamót. Valdimar gegndi áður starfi framkvæmdastjóra sjóða hjá GAMMA og er meðal fyrstu starfsmanna félagsins. Valdimar situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins 11. mars 2017 10:30 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Guðmundur H. Pálsson tók í byrjun árs við stöðu framkvæmdastjóra auglýsingastofunnar Pipars\TBWA. Hann er með BA í auglýsingafræði og hefur starfað í auglýsingabransanum í rúman áratug, en fyrsta starf hans var sem sendill hjá auglýsingastofunni Örkinni, aðeins fjórtán ára gamall. Hann segist vera í draumastarfinu en utan vinnunnar fer helmingur ársins í golfíþróttina. Guðmundur er uppalinn í Breiðholtinu og byrjaði skólagönguna í Breiðholtsskóla, fór síðan í Seljaskóla og útskrifaðist úr Menntaskólanum við Sund árið 1990. Eftir það fór hann til Kaliforníu að læra í San Jose State University og útskrifaðist með BA í auglýsingafræði árið 1995.14 ára sendill hjá auglýsingastofu Fyrsta launaða starfið fékk hann þegar hann var 14 ára sem sendill hjá auglýsingastofunni Örkinni sem pabbi hans átti og rak. Hann vann þar með skóla á sumrin, fyrst sem sendill, síðan sem hönnuður og endaði sem tengill. Eftir námið í Bandaríkjunum kom hann til Íslands og hóf störf sem markaðsstjóri B&L. Hann var þar í tæp tvö ár og fór síðan yfir til IKEA sem markaðsstjóri og síðan bættist húsgagnadeildin við sem ábyrgðarsvið hans. Árið 2003 hóf hann störf hjá Iceland Express sem svæðisstjóri yfir Íslandi. Árið 2005 færði hann sig svo yfir í auglýsingabransann og eftir mörg áhugaverð ár er hann nú framkvæmdastjóri Pipars\TBWA.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Við á Pipar\TBWA höfum mikið verið að vinna fyrir ferðamannabransann og er það alltaf að aukast. Vegna starfsins fór ég gullna hringinn í febrúar og það það kom mér verulega á óvart hversu mikið af erlendum ferðamönnum er á þessum stöðum á þessum tíma, en þetta var eins og Menningarnótt í miðbænum. Maður upplifir ferðamenn aðallega í miðbænum, en það er öðruvísi að fara á Þingvelli, Gullfoss og Geysi og finna fyrir þessu. Að fara inn í mannþröngina á Þingvöllum á laugardagsmorgni í febrúar er eitthvað sem kom mér verulega á óvart.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Flipboard mjög mikið. Þar er skemmtilega tekið saman allt það sem ég hef áhuga á, sett upp eins og fréttasíða fyrir hvern flokk. Hvort sem það er sportið eða allt það nýjasta sem er að gerast í auglýsingabransanum eða tæknimálum þá finn ég það í þessu appi. Síðan eru það þessi hefðbundnu öpp sem ég nota mikið, s.s. helstu úrslit í enska boltanum og ekki skal gleyma Fantacy-appinu, en það er hörð keppni í vinnunni.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Helmingur ársins fer í golfíþróttina. Ég reyni að stunda golf sem mest á sumrin og ef ég get lengi ég tímabilið með ferð til Flórída þar sem fjölskyldan á húsnæði. Það eru miklir golfarar í vinnunni minni en ásamt því eru gömlu handboltafélagarnir með vinagolfhóp. Upp á síðkastið hafa aðeins verið að bætast við fjallgöngur með fjölskyldunni, en það er eitthvað sem ég held að eigi eftir að aukast.Hvernig heldur þú þér í formi? Það hefur verið tekið í skorpum hjá mér að halda forminu og er ég búinn að prófa margar leiðir í því. Á tímabili var það CrossFit sem er ein skemmtilegasta leiðin til að komast í mjög gott form. Annars hafa útihlaup og tækjasalir verið mín leið síðustu misseri.Hvernig tónlist hlustar þú á? Börnin og konan eru alltaf að kynna nýja tónlist fyrir mér og er margt mjög gott. Ég enda samt alltaf sjálfur á að hlusta á gömlu rokkarana, svo sem Stones, Hendrix, Pink Floyd, Guns’n Roses o.fl. Einnig, ef ég vil róa þetta aðeins niður, þá hlusta ég á Clapton, Dylan og Johnny Cash. Það lítur út fyrir mikla veislu í þessu í sumar, en hingað eru að koma Foo Fighters og Red Hot Chilli Peppers sem ég er búinn að kaupa miða á.Ertu í draumastarfinu þínu? Að vinna við auglýsingar og markaðsmál er eitthvað sem ég hef mjög gaman af og hefur verið mín ástríða. Til þess að vera í þessu starfi og ílengjast þarf það að vera áhugamálið líka. Ég mæli ekki með því fyrir neinn að vera í starfi sem ekki er skemmtilegt. Það er gaman að vinna með skemmtilegu, skapandi fólki og takast á við áskoranir dagsins. Hjá mér er gaman í vinnunni og er ég því klárlega í draumastarfinu.
Markaðir Tengdar fréttir Svipmynd Markaðarins: Hlaupaform stofublómsins er háð árstíðum Vala Dröfn Jóhannsdóttir, markaðsstjóri hjá Vistor, er nýkjörin stjórnarformaður Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 15. apríl 2017 10:00 Svipmynd Markaðarins: Hugleiðir með appi og stundar jóga daglega Helga Hlín Hákonardóttir, héraðsdómslögmaður með próf í verðbréfaviðskiptum og CrossFit þjálfari, hóf starfsferilinn á innlendum verðbréfamarkaði árið 1996 og starfaði næstu 17 ár á íslenskum og erlendum fjármálamörkuðum 19. mars 2017 13:00 Svipmynd Markaðarins: Formaður VR nýbyrjaður á Friends og Twitter Ragnar Þór Ingólfsson er nýr formaður VR en hann er fæddur og uppalinn Breiðhyltingur. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og var sölustjóri hjá Erninum frá 1992 til 2016. 25. mars 2017 10:00 Svipmynd Markaðarins: Forstjóri Gamma hlustar á Sinfó eða X-ið Valdimar Ármann tók við sem forstjóri GAMMA Capital Management á Íslandi um síðustu mánaðamót. Valdimar gegndi áður starfi framkvæmdastjóra sjóða hjá GAMMA og er meðal fyrstu starfsmanna félagsins. Valdimar situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins 11. mars 2017 10:30 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Svipmynd Markaðarins: Hlaupaform stofublómsins er háð árstíðum Vala Dröfn Jóhannsdóttir, markaðsstjóri hjá Vistor, er nýkjörin stjórnarformaður Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 15. apríl 2017 10:00
Svipmynd Markaðarins: Hugleiðir með appi og stundar jóga daglega Helga Hlín Hákonardóttir, héraðsdómslögmaður með próf í verðbréfaviðskiptum og CrossFit þjálfari, hóf starfsferilinn á innlendum verðbréfamarkaði árið 1996 og starfaði næstu 17 ár á íslenskum og erlendum fjármálamörkuðum 19. mars 2017 13:00
Svipmynd Markaðarins: Formaður VR nýbyrjaður á Friends og Twitter Ragnar Þór Ingólfsson er nýr formaður VR en hann er fæddur og uppalinn Breiðhyltingur. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og var sölustjóri hjá Erninum frá 1992 til 2016. 25. mars 2017 10:00
Svipmynd Markaðarins: Forstjóri Gamma hlustar á Sinfó eða X-ið Valdimar Ármann tók við sem forstjóri GAMMA Capital Management á Íslandi um síðustu mánaðamót. Valdimar gegndi áður starfi framkvæmdastjóra sjóða hjá GAMMA og er meðal fyrstu starfsmanna félagsins. Valdimar situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins 11. mars 2017 10:30