Varar Assad við því að beita efnavopnum aftur Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2017 13:26 James Mattis og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísreal, funduðu í dag. Vísir/AFP James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ljóst að stjórnvöld Sýrlands búi enn yfir efnavopnum. Þá varaði hann Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því að beita slíkum vopnum aftur. Stjórnvöld Assad hafa verið sökuð um efnavopnaárás í byrjun mánaðarins sem rúmlega 80 manns létu lífið í. Forsetinn segir hins vegar að árásirnar séu eintómar lygar. Bandaríkin brugðust við árásunum með því að skjóta eldflaugum að flugvelli sem árásin er sögð hafa verið gerð frá. Mattis er staddur í Ísrael, en þar sakaði hann stjórnvöld Assad um að hafa brotið gegn samkomulagi frá árinu 2013 um að losa sig við öll efnavopn. „Það getur ekki verið nokkur vafi innan alþjóðasamfélagsins að Sýrland á enn efnavopn, sem er brot gegn samkomulagi ríkisins og yfirlýsingu þess um að öll slík vopn hefðu verið fjarlægð,“ hefur BBC eftir Mattis. Mattis lagði þó ekki fram nein sönnunargögn fyrir máli sínu. Ísraelski herinn sagði fyrr í vikunni að Assad ætti enn „nokkur tonn“ af efnavopnum, samkvæmt Washington Post. Ekki liggur fyrir hvort þar var talað um saríngas, sem beitt var í árásinni í Idlib í byrjun mánaðarins, eða klórgas, sem stjórnarherinn hefur reglulega verið sakaður um að beita. Stjórnarherinn beitti síðast saríngasi árið 2013 og þá létu hundruð lífið. Sú árás leiddi næstum því til þess að Bandaríkin gerðu árásir gegn hernum. Rússar gripu þá inn í og stungu upp á samkomulagi um að stjórnvöld Sýrlands eyddu efnavopnum sínum eða gæfu þau frá sér. Þá átti ríkisstjórn Assad að skrifa undir sáttmála Efnavopnastofnunarinnar um að beita slíkum vopnum aldrei aftur. Sama stofnun hefur staðfest að saríngasi var beitt nú í apríl. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09 Rifist um efnavopnaárásina Rússar kljáðust við aðra meðlimi öryggisráðs SÞ um efnavopnaárás í Sýrlandi. Fulltrúi Rússa sagði að mögulega hefðu efnavopn uppreisnarmanna á jörðu niðri valdið dauða fórnarlambanna. Önnur ríki hafna tilgátunni. 6. apríl 2017 06:00 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ljóst að stjórnvöld Sýrlands búi enn yfir efnavopnum. Þá varaði hann Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því að beita slíkum vopnum aftur. Stjórnvöld Assad hafa verið sökuð um efnavopnaárás í byrjun mánaðarins sem rúmlega 80 manns létu lífið í. Forsetinn segir hins vegar að árásirnar séu eintómar lygar. Bandaríkin brugðust við árásunum með því að skjóta eldflaugum að flugvelli sem árásin er sögð hafa verið gerð frá. Mattis er staddur í Ísrael, en þar sakaði hann stjórnvöld Assad um að hafa brotið gegn samkomulagi frá árinu 2013 um að losa sig við öll efnavopn. „Það getur ekki verið nokkur vafi innan alþjóðasamfélagsins að Sýrland á enn efnavopn, sem er brot gegn samkomulagi ríkisins og yfirlýsingu þess um að öll slík vopn hefðu verið fjarlægð,“ hefur BBC eftir Mattis. Mattis lagði þó ekki fram nein sönnunargögn fyrir máli sínu. Ísraelski herinn sagði fyrr í vikunni að Assad ætti enn „nokkur tonn“ af efnavopnum, samkvæmt Washington Post. Ekki liggur fyrir hvort þar var talað um saríngas, sem beitt var í árásinni í Idlib í byrjun mánaðarins, eða klórgas, sem stjórnarherinn hefur reglulega verið sakaður um að beita. Stjórnarherinn beitti síðast saríngasi árið 2013 og þá létu hundruð lífið. Sú árás leiddi næstum því til þess að Bandaríkin gerðu árásir gegn hernum. Rússar gripu þá inn í og stungu upp á samkomulagi um að stjórnvöld Sýrlands eyddu efnavopnum sínum eða gæfu þau frá sér. Þá átti ríkisstjórn Assad að skrifa undir sáttmála Efnavopnastofnunarinnar um að beita slíkum vopnum aldrei aftur. Sama stofnun hefur staðfest að saríngasi var beitt nú í apríl.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09 Rifist um efnavopnaárásina Rússar kljáðust við aðra meðlimi öryggisráðs SÞ um efnavopnaárás í Sýrlandi. Fulltrúi Rússa sagði að mögulega hefðu efnavopn uppreisnarmanna á jörðu niðri valdið dauða fórnarlambanna. Önnur ríki hafna tilgátunni. 6. apríl 2017 06:00 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40
Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09
Rifist um efnavopnaárásina Rússar kljáðust við aðra meðlimi öryggisráðs SÞ um efnavopnaárás í Sýrlandi. Fulltrúi Rússa sagði að mögulega hefðu efnavopn uppreisnarmanna á jörðu niðri valdið dauða fórnarlambanna. Önnur ríki hafna tilgátunni. 6. apríl 2017 06:00
Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32
Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34