Vettel: Ég reyndi allt sem ég gat til að ná Valtteri Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. apríl 2017 15:30 Valtteri Bottas vann sinn fyrsta kappakstur í Formúlu 1 í dag. Vísir/Getty Valtteri Bottas á Mercedes vann sína fyrstu keppni í Formúlu 1 í dag. Hann kom fyrstur í mark í Rússlandi eftir magnaða ræsingu. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Þetta tók sinn tíma, yfir 80 keppnir. Ég er þakklátur liðinu fyrir tækifærið. Ég hef þurft að læra mikið og bíða lengi en þetta er þess virði. Ég er afar ánægður í augnablikinu. Ræsingin var góð, kannski örlítið betri en hjá Ferrari. Mitt eina markmið á ferlinum er að verða heimsmeistari,“ sagði Bottas á verðlaunapallinum. Mercedes leiðir heimsmeistarakeppni bílasmiða með einu stigi. Bottas tryggði áframhaldandi sigurgöngu Mercedes í Rússlandi. Mercedes er eina liðið sem hefur unnið rússneskan kappakstur. „Ég reyndi allt sem ég gat til að ná Valtteri. Ég var viss um að Felipe Massa myndi hleypa mér fram úr í þriðju beygju en það gerðist ekki. Valtteri er maður dagsins. Við reyndum að teygja á þessu eins og við gátum en áætlunin gekk ekki. Við vorum báðir með góða ræsingu en Valtteri var þegar kominn á undan þegar við þurftum að bremsa í fyrsta skipti,“ sagði Sebastian Vettel sem er með 13 stiga forystu á Lewis Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna. „Því miður náðum við ekki að enda í betra sæti en þriðja í dag. Ég held að ég hafi átt erfiða byrjun á tímabilinu en liðið er í góðum málum, en við enduðum samt bara í þriðja sæti. Við munum halda áfram að reyna og reyna og við munum vinna á endanum. Smáatriðin eru aðalatriðin núna,“ sagði Kimi Raikkonen á verðlaunapallinum. „Ég var með sjötta sætið í vasanum þangað til það fór að leka úr dekkinu hjá mér. Ég var óheppinn í dag en annars er ég ánægður með keppnina og glaður fyrir hönd Valtteri. Hann er einn sá besti, hann hefur ekki alltaf fengið sanngjarna umfjöllun. Hann mun afreka stærri hluti en einn sigur. Sebastian virtist ekki vilja taka fram úr, hann hefur greinilega gaman af því að kvarta,“ sagði Felipe Massa sem varð níundi á Williams bílnum.Lewis Hamilton var einmanna í dag, hann sigldi auðan sjó í fjórða sætinu.Vísir/Getty„Ég var með sjötta sætið í vasanum þangað til það fór að leka úr dekkinu hjá mér. Ég var óheppinn í dag en annars er ég ánægður með keppnina og glaður fyrir hönd Valtteri. Hann er einn sá besti, hann hefur ekki alltaf fengið sanngjarna umfjöllun. Hann mun afreka stærri hluti en einn sigur. Sebastian virtist ekki vilja taka fram úr, hann hefur greinilega gaman af því að kvarta,“ sagði Felipe Massa sem varð níundi á Williams bílnum. „Ég skil hver vandinn var í dag. Ég veit hvar mig vantaði hraða en ég mun bæta mig fyrir næstu keppnu. Það er frábært að liðið hafi unnið og ég hefði viljað vera þarna til að bakka hann upp,“ sagði Lewis Hamilton sem varð fjórði í dag, í einskismannslandi á Mercedes bílnum. „Ég er ekki vonsvikinn, ég þarf bara að komast á salernið. Við töpuðum augljóslega á ræsingunni en eftir það voru bílarnir okkar í góðu formi,“ sagði Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari sem var mikið mál eftir keppnina. Formúla Tengdar fréttir Bottas: Ferrari liðið var fljótara í dag Sebastian Vettel náði sínum 47. ráspól á ferlinum í dag. Ferrari náði báðum bílum á fremstu rásröð í fyrsta skipti síðan í Frakklandi 2008. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 29. apríl 2017 17:30 Valtteri Bottas vann í Rússlandi Valtteri Bottas á Mercedes vann sína fyrstu keppni á ferlinum í Rússlandi í dag. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 30. apríl 2017 13:28 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Valtteri Bottas á Mercedes vann sína fyrstu keppni í Formúlu 1 í dag. Hann kom fyrstur í mark í Rússlandi eftir magnaða ræsingu. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Þetta tók sinn tíma, yfir 80 keppnir. Ég er þakklátur liðinu fyrir tækifærið. Ég hef þurft að læra mikið og bíða lengi en þetta er þess virði. Ég er afar ánægður í augnablikinu. Ræsingin var góð, kannski örlítið betri en hjá Ferrari. Mitt eina markmið á ferlinum er að verða heimsmeistari,“ sagði Bottas á verðlaunapallinum. Mercedes leiðir heimsmeistarakeppni bílasmiða með einu stigi. Bottas tryggði áframhaldandi sigurgöngu Mercedes í Rússlandi. Mercedes er eina liðið sem hefur unnið rússneskan kappakstur. „Ég reyndi allt sem ég gat til að ná Valtteri. Ég var viss um að Felipe Massa myndi hleypa mér fram úr í þriðju beygju en það gerðist ekki. Valtteri er maður dagsins. Við reyndum að teygja á þessu eins og við gátum en áætlunin gekk ekki. Við vorum báðir með góða ræsingu en Valtteri var þegar kominn á undan þegar við þurftum að bremsa í fyrsta skipti,“ sagði Sebastian Vettel sem er með 13 stiga forystu á Lewis Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna. „Því miður náðum við ekki að enda í betra sæti en þriðja í dag. Ég held að ég hafi átt erfiða byrjun á tímabilinu en liðið er í góðum málum, en við enduðum samt bara í þriðja sæti. Við munum halda áfram að reyna og reyna og við munum vinna á endanum. Smáatriðin eru aðalatriðin núna,“ sagði Kimi Raikkonen á verðlaunapallinum. „Ég var með sjötta sætið í vasanum þangað til það fór að leka úr dekkinu hjá mér. Ég var óheppinn í dag en annars er ég ánægður með keppnina og glaður fyrir hönd Valtteri. Hann er einn sá besti, hann hefur ekki alltaf fengið sanngjarna umfjöllun. Hann mun afreka stærri hluti en einn sigur. Sebastian virtist ekki vilja taka fram úr, hann hefur greinilega gaman af því að kvarta,“ sagði Felipe Massa sem varð níundi á Williams bílnum.Lewis Hamilton var einmanna í dag, hann sigldi auðan sjó í fjórða sætinu.Vísir/Getty„Ég var með sjötta sætið í vasanum þangað til það fór að leka úr dekkinu hjá mér. Ég var óheppinn í dag en annars er ég ánægður með keppnina og glaður fyrir hönd Valtteri. Hann er einn sá besti, hann hefur ekki alltaf fengið sanngjarna umfjöllun. Hann mun afreka stærri hluti en einn sigur. Sebastian virtist ekki vilja taka fram úr, hann hefur greinilega gaman af því að kvarta,“ sagði Felipe Massa sem varð níundi á Williams bílnum. „Ég skil hver vandinn var í dag. Ég veit hvar mig vantaði hraða en ég mun bæta mig fyrir næstu keppnu. Það er frábært að liðið hafi unnið og ég hefði viljað vera þarna til að bakka hann upp,“ sagði Lewis Hamilton sem varð fjórði í dag, í einskismannslandi á Mercedes bílnum. „Ég er ekki vonsvikinn, ég þarf bara að komast á salernið. Við töpuðum augljóslega á ræsingunni en eftir það voru bílarnir okkar í góðu formi,“ sagði Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari sem var mikið mál eftir keppnina.
Formúla Tengdar fréttir Bottas: Ferrari liðið var fljótara í dag Sebastian Vettel náði sínum 47. ráspól á ferlinum í dag. Ferrari náði báðum bílum á fremstu rásröð í fyrsta skipti síðan í Frakklandi 2008. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 29. apríl 2017 17:30 Valtteri Bottas vann í Rússlandi Valtteri Bottas á Mercedes vann sína fyrstu keppni á ferlinum í Rússlandi í dag. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 30. apríl 2017 13:28 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Bottas: Ferrari liðið var fljótara í dag Sebastian Vettel náði sínum 47. ráspól á ferlinum í dag. Ferrari náði báðum bílum á fremstu rásröð í fyrsta skipti síðan í Frakklandi 2008. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 29. apríl 2017 17:30
Valtteri Bottas vann í Rússlandi Valtteri Bottas á Mercedes vann sína fyrstu keppni á ferlinum í Rússlandi í dag. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 30. apríl 2017 13:28
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti