Enski boltinn

Mourinho: Getum ekki farið á klósettið án þess að fótbrotna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sagðist ekki geta verið fúll út í sína menn eftir 1-1 jafnteflið við Swansea City á Old Trafford í dag.

„Við misstum leikmenn og misstum stig, svo þetta var slæmur dagur. Við litum ekki út fyrir að vera þreyttir og úrvinda, við erum þreyttir og úrvinda. Það verður að horfa á leikinn í því samhengi,“ sagði Mourinho eftir leik.

„Þetta var níundi leikurinn okkar í apríl, það er ekki mannlegt. Við erum með 22 manna hóp sem telur núna 13-14 leikmenn. Mínir menn eru mjög þreyttir.“

Luke Shaw og Eric Bailly fóru báðir meiddir af velli í leiknum í dag.

„Ég veit ekki með meiðslin. Shaw hlýtur að vera mikið meiddur, ég á allavega von á því fyrst hann fór af velli eftir 10 mínútur,“ sagði Mourinho.

„Í augnablikinu getum við ekki farið á klósettið án þess að fótbrotna.“

Mourinho virtist einnig skjóta á Chris Smalling og Phil Jones sem eru enn á meiðslalistanum.

„Ég vil helst ekki tala um Jones og Smalling. Ég vil frekar tala um að Juan Mata gerðist allt sem í hans valdi stóð til að vera klár fyrir leikinn. Fyrir það er ég þakklátur,“ sagði Mourinho.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×