Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd 9. maí 2017 11:30 Ásgeir Sigurgeirsson tryggði KA stig í Kaplakrika. vísir/ernir Annarri umferð Pepsi-deildar karla lauk í gær með fjórum leikjum. Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Valur er eina lið deildarinnar með fullt hús stiga. Valsmenn unnu Skagamenn 2-4 á útivelli en ÍA hefur fengið á sig átta mörk í fyrstu tveimur umferðunum. Nýliðarnir fara vel af stað. Ásgeir Sigurgeirsson bjargaði stigi fyrir KA í Kaplakrika með flautumarki og Andri Rúnar Bjarnason tryggði Grindavík sigur á Víkingi R. með öðru slíku. Þriðja flautumarkið í umferðinni skoraði Pálmi Rafn Pálmason þegar hann tryggði KR sigur í Ólafsvík. Þá vann Fjölnir 1-0 sigur á lánlausum Blikum og Stjarnan rústaði ÍBV.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:ÍA 2-4 ValurFH 2-2 KAVíkingur R. 1-2 GrindavíkVíkingur Ó. 1-2 KRFjölnir 1-0 BreiðablikStjarnan 5-0 ÍBVGrindvíkingar hafa farið vel af stað.vísir/ernirGóð umferð fyrir ...... Nýliðana Gulklæddu nýliðarnir hafa farið afar vel af stað og eru báðir með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. KA-menn hljóta að vera sérstaklega ánægðir með uppskeruna eftir leiki gegn Breiðabliki og FH á útivelli. Grindavík náði í stig gegn Stjörnunni í 1. umferðinni og fylgdi því svo eftir með því að vinna endurkomusigur í Víkinni í gær. Nýliðarnir virka mjög sterkir og það kæmi ekkert á óvart ef þeir héldu sér báðir uppi.... Ólaf Jóhannesson Valsmenn eru komnir með sex sinnum fleiri stig en þeir fengu samanlagt í fyrstu tveimur umferðunum undanfarin tvö ár. Óli Jóh segist ekki þurfa fleiri leikmenn og miðað við fyrstu tvær umferðirnar hefur hann rétt fyrir sér. Dion Acoff hefur smellpassað inn í lið Vals sem er nú með ógn á báðum köntunum. Valsmönnum var spáð titilbaráttu fyrir tímabilið og miðað við frammistöðuna í fyrstu tveimur leikjunum verður það raunin í sumar.... sóknarmenn Stjörnunnar Stjarnan rúllaði yfir slakt lið ÍBV á sunnudaginn, 5-0. Báðir sóknarmenn Garðbæinga, Hólmbert Aron Friðjónsson og Guðjón Baldvinsson, voru á skotskónum sem hlýtur að vera sérstakt ánægjuefni fyrir alla sem að Stjörnuliðinu standa enda áttu þeir í vandræðum með að skora í fyrra. Hólmbert skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og jafnaði þar með markafjölda sinn frá því í fyrra. Hólmbert fór reyndar meiddur af velli í upphafi seinni hálfleiks en verður væntanlega ekki lengi frá. Guðjón skoraði fimmta og síðasta mark Stjörnunnar og var greinilega létt.Vörn ÍA hefur míglekið í upphafi tímabils.vísir/andri marinóErfið umferð fyrir ...... Arnar Grétarsson Stigalausir Blikar eru í miklum vandræðum og hafa byrjað þetta tímabil eins og þeir enduðu það síðasta. Blikar voru arfaslakir gegn KA í 1. umferðinni en skárri gegn Fjölni í gær. Það dugði þó skammt. Blikarnir hafa aðeins skorað eitt mark í fyrstu tveimur leikjunum og það var skot sem Srdjan Rajkovic, markvörður KA, átti að verja. Breiðablik á í mestu vandræðum með að skapa sér færi og nýju sóknarmennirnir hafa lítið sýnt til þessa. Þótt það séu bara tvær umferðir búnar eru útlitið ekki bjart í Kópavoginum.... vörn ÍA Skagamenn hafa skorað fjögur mörk í fyrstu tveimur umferðunum en uppskeran er núll stig. Það er augljóst að vandamál ÍA liggur í varnarleiknum. Ármann Smári Björnsson og Darren Lough skildu eftir sig stór skörð og það stórsér á vörn Akurnesinga. Pólski miðvörðurinn Robert Menzel skoraði gegn Val í gær en virðist ekkert sérstaklega góður að verjast. Hafþór Pétursson hefur ekki fundið sig við hlið Menzels og Aron Ingi Kristinsson hefur átt í mestu vandræðum í vinstri bakverðinum. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, þarf að skrúfa fyrir lekann í vörn Skagamanna því þeir fara ekki langt ef þeir fá á sig fjögur mörk í hverjum einasta leik.... ÍBV Eyjamenn voru lítil fyristaða fyrir Stjörnumenn á Samsung-vellinum á sunnudaginn. Lokatölur 5-0 og ÍBV er eina lið deildarinnar sem á eftir að skora í sumar. Það kemur lítið á óvart enda var mikið um það rætt í aðdraganda mótsins hver ætti að skora mörkin fyrir ÍBV. Verstu fréttirnar fyrir Eyjamenn voru svo þær að vörnin og Derby Rafael Carrilloberduo í markinu litu afar illa út í Garðabænum og Hafsteins Briem var sárt saknað. Vörn ÍBV verður einfaldlega að vera í lagi ef ekki á illa að fara. Liðið bjargar sér allavega ekki með leiftrandi sóknarleik.Steven Lennon er markahæstur í Pepsi-deildinni með fjögur mörk.vísir/ernirSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Tryggvi Páll Tryggvason á Víkingsvelli: „Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga frá Ólafsvík er mættur í Víkina eftir grátlegt tap liðsins gegn KR í gær. Liðsmenn hans mæta einmitt Grindavík í næstu umferð. Gæðir sér hér á hamborgara og kaffi. Áhugaverð blanda.“Smári Jökull Jónsson í Kaplakrika: „Það er langt síðan liðin mættust í deildarkeppninni síðast. Það var árið 2004 á Akureyrarvelli þegar FH tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn. Heimamenn eiga því góðar minningar frá síðasta leik gegn þeim gulklæddu.“Kristinn Páll Teitsson á Ólafsvíkurvelli: „Hér er búið að bjóða upp á Eurovision popp, rapp og harðkjarna íslenskt rokk. Það er einhver asi yfir DJ-inum þar sem við fáum aldrei að klára lag. Þegar þetta er skrifað fer hann úr rokkinu yfir í Enrique Iglesias, eflaust til að bjóða nýju spænsku leikmennina velkomna.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Guðjón Pétur Lýðsson, Valur - 8 Dion Jeremy Acoff, Valur - 8 Kristijan Jajalo, Grindavík - 8 Skúli Jón Friðgeirsson, KR - 8 Hilmar Árni Halldórsson, Stjarnan - 8 Jóhann Laxdal, Stjarnan - 8 Hrvoje Tokic, Breiðablik - 3 Arnþór Ari Atlason, Breiðablik - 3 Kenan Turudija, Víkingur Ó. - 3 Derby Rafael Carrilloberduo, ÍBV - 3Umræðan á #pepsi365Svona án gríns, hélt einhver þarna úti að KA myndi vinna FH í Kaplakrika #pepsi365— Logi Geirsson (@logigeirsson) May 8, 2017 Varnarleikur FH lítur kjánalega út. 4 á sig í 2 leikjum. Vantar tvo nýja miðverði ef spila á 3-4-3 eða 3-5-2 #pepsi365 #verjansamtgóð— Leifur Gardarsson (@LGardarsson) May 8, 2017 Vel gert Grindavík #pepsi365 #comeback— Ólafur Ólafsson (@olafur2811) May 8, 2017 Halldór Orri að starta yfir Pepsi Guðna? hvað kostar inná restina af uppistandinu hans Heimis? #pepsi365 #fotboltinet #fotbolti #FH— Kökuskrímslið (@hhalldors) May 8, 2017 Þemalag ÍBV þetta árið: Way down we go - Kaj Leo #pepsi365 #kaleo— Kristjan Andresson (@gullfoturinn) May 8, 2017 Svo mikið respect á stuðningsmenn KA sem fylgja liðinu í tvo afar erfiða útileiki og taka stuðninginn alla leið. Lúkk og læti. #pepsi365— Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) May 8, 2017 "Húsvíkingurinn með markið" @henrybirgir fékk örlítið sáðlát þegar hann gat sagt þessa setningu... #Pepsi365— Hjörtur Hjartar (@hjorturh) May 8, 2017 GullmarkiðAugnablikiðBesturTrabantinn120 sekúndur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Enski boltinn Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfubolti Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Handbolti Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira
Annarri umferð Pepsi-deildar karla lauk í gær með fjórum leikjum. Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Valur er eina lið deildarinnar með fullt hús stiga. Valsmenn unnu Skagamenn 2-4 á útivelli en ÍA hefur fengið á sig átta mörk í fyrstu tveimur umferðunum. Nýliðarnir fara vel af stað. Ásgeir Sigurgeirsson bjargaði stigi fyrir KA í Kaplakrika með flautumarki og Andri Rúnar Bjarnason tryggði Grindavík sigur á Víkingi R. með öðru slíku. Þriðja flautumarkið í umferðinni skoraði Pálmi Rafn Pálmason þegar hann tryggði KR sigur í Ólafsvík. Þá vann Fjölnir 1-0 sigur á lánlausum Blikum og Stjarnan rústaði ÍBV.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:ÍA 2-4 ValurFH 2-2 KAVíkingur R. 1-2 GrindavíkVíkingur Ó. 1-2 KRFjölnir 1-0 BreiðablikStjarnan 5-0 ÍBVGrindvíkingar hafa farið vel af stað.vísir/ernirGóð umferð fyrir ...... Nýliðana Gulklæddu nýliðarnir hafa farið afar vel af stað og eru báðir með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. KA-menn hljóta að vera sérstaklega ánægðir með uppskeruna eftir leiki gegn Breiðabliki og FH á útivelli. Grindavík náði í stig gegn Stjörnunni í 1. umferðinni og fylgdi því svo eftir með því að vinna endurkomusigur í Víkinni í gær. Nýliðarnir virka mjög sterkir og það kæmi ekkert á óvart ef þeir héldu sér báðir uppi.... Ólaf Jóhannesson Valsmenn eru komnir með sex sinnum fleiri stig en þeir fengu samanlagt í fyrstu tveimur umferðunum undanfarin tvö ár. Óli Jóh segist ekki þurfa fleiri leikmenn og miðað við fyrstu tvær umferðirnar hefur hann rétt fyrir sér. Dion Acoff hefur smellpassað inn í lið Vals sem er nú með ógn á báðum köntunum. Valsmönnum var spáð titilbaráttu fyrir tímabilið og miðað við frammistöðuna í fyrstu tveimur leikjunum verður það raunin í sumar.... sóknarmenn Stjörnunnar Stjarnan rúllaði yfir slakt lið ÍBV á sunnudaginn, 5-0. Báðir sóknarmenn Garðbæinga, Hólmbert Aron Friðjónsson og Guðjón Baldvinsson, voru á skotskónum sem hlýtur að vera sérstakt ánægjuefni fyrir alla sem að Stjörnuliðinu standa enda áttu þeir í vandræðum með að skora í fyrra. Hólmbert skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og jafnaði þar með markafjölda sinn frá því í fyrra. Hólmbert fór reyndar meiddur af velli í upphafi seinni hálfleiks en verður væntanlega ekki lengi frá. Guðjón skoraði fimmta og síðasta mark Stjörnunnar og var greinilega létt.Vörn ÍA hefur míglekið í upphafi tímabils.vísir/andri marinóErfið umferð fyrir ...... Arnar Grétarsson Stigalausir Blikar eru í miklum vandræðum og hafa byrjað þetta tímabil eins og þeir enduðu það síðasta. Blikar voru arfaslakir gegn KA í 1. umferðinni en skárri gegn Fjölni í gær. Það dugði þó skammt. Blikarnir hafa aðeins skorað eitt mark í fyrstu tveimur leikjunum og það var skot sem Srdjan Rajkovic, markvörður KA, átti að verja. Breiðablik á í mestu vandræðum með að skapa sér færi og nýju sóknarmennirnir hafa lítið sýnt til þessa. Þótt það séu bara tvær umferðir búnar eru útlitið ekki bjart í Kópavoginum.... vörn ÍA Skagamenn hafa skorað fjögur mörk í fyrstu tveimur umferðunum en uppskeran er núll stig. Það er augljóst að vandamál ÍA liggur í varnarleiknum. Ármann Smári Björnsson og Darren Lough skildu eftir sig stór skörð og það stórsér á vörn Akurnesinga. Pólski miðvörðurinn Robert Menzel skoraði gegn Val í gær en virðist ekkert sérstaklega góður að verjast. Hafþór Pétursson hefur ekki fundið sig við hlið Menzels og Aron Ingi Kristinsson hefur átt í mestu vandræðum í vinstri bakverðinum. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, þarf að skrúfa fyrir lekann í vörn Skagamanna því þeir fara ekki langt ef þeir fá á sig fjögur mörk í hverjum einasta leik.... ÍBV Eyjamenn voru lítil fyristaða fyrir Stjörnumenn á Samsung-vellinum á sunnudaginn. Lokatölur 5-0 og ÍBV er eina lið deildarinnar sem á eftir að skora í sumar. Það kemur lítið á óvart enda var mikið um það rætt í aðdraganda mótsins hver ætti að skora mörkin fyrir ÍBV. Verstu fréttirnar fyrir Eyjamenn voru svo þær að vörnin og Derby Rafael Carrilloberduo í markinu litu afar illa út í Garðabænum og Hafsteins Briem var sárt saknað. Vörn ÍBV verður einfaldlega að vera í lagi ef ekki á illa að fara. Liðið bjargar sér allavega ekki með leiftrandi sóknarleik.Steven Lennon er markahæstur í Pepsi-deildinni með fjögur mörk.vísir/ernirSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Tryggvi Páll Tryggvason á Víkingsvelli: „Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga frá Ólafsvík er mættur í Víkina eftir grátlegt tap liðsins gegn KR í gær. Liðsmenn hans mæta einmitt Grindavík í næstu umferð. Gæðir sér hér á hamborgara og kaffi. Áhugaverð blanda.“Smári Jökull Jónsson í Kaplakrika: „Það er langt síðan liðin mættust í deildarkeppninni síðast. Það var árið 2004 á Akureyrarvelli þegar FH tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn. Heimamenn eiga því góðar minningar frá síðasta leik gegn þeim gulklæddu.“Kristinn Páll Teitsson á Ólafsvíkurvelli: „Hér er búið að bjóða upp á Eurovision popp, rapp og harðkjarna íslenskt rokk. Það er einhver asi yfir DJ-inum þar sem við fáum aldrei að klára lag. Þegar þetta er skrifað fer hann úr rokkinu yfir í Enrique Iglesias, eflaust til að bjóða nýju spænsku leikmennina velkomna.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Guðjón Pétur Lýðsson, Valur - 8 Dion Jeremy Acoff, Valur - 8 Kristijan Jajalo, Grindavík - 8 Skúli Jón Friðgeirsson, KR - 8 Hilmar Árni Halldórsson, Stjarnan - 8 Jóhann Laxdal, Stjarnan - 8 Hrvoje Tokic, Breiðablik - 3 Arnþór Ari Atlason, Breiðablik - 3 Kenan Turudija, Víkingur Ó. - 3 Derby Rafael Carrilloberduo, ÍBV - 3Umræðan á #pepsi365Svona án gríns, hélt einhver þarna úti að KA myndi vinna FH í Kaplakrika #pepsi365— Logi Geirsson (@logigeirsson) May 8, 2017 Varnarleikur FH lítur kjánalega út. 4 á sig í 2 leikjum. Vantar tvo nýja miðverði ef spila á 3-4-3 eða 3-5-2 #pepsi365 #verjansamtgóð— Leifur Gardarsson (@LGardarsson) May 8, 2017 Vel gert Grindavík #pepsi365 #comeback— Ólafur Ólafsson (@olafur2811) May 8, 2017 Halldór Orri að starta yfir Pepsi Guðna? hvað kostar inná restina af uppistandinu hans Heimis? #pepsi365 #fotboltinet #fotbolti #FH— Kökuskrímslið (@hhalldors) May 8, 2017 Þemalag ÍBV þetta árið: Way down we go - Kaj Leo #pepsi365 #kaleo— Kristjan Andresson (@gullfoturinn) May 8, 2017 Svo mikið respect á stuðningsmenn KA sem fylgja liðinu í tvo afar erfiða útileiki og taka stuðninginn alla leið. Lúkk og læti. #pepsi365— Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) May 8, 2017 "Húsvíkingurinn með markið" @henrybirgir fékk örlítið sáðlát þegar hann gat sagt þessa setningu... #Pepsi365— Hjörtur Hjartar (@hjorturh) May 8, 2017 GullmarkiðAugnablikiðBesturTrabantinn120 sekúndur
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Enski boltinn Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfubolti Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Handbolti Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira