Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ISIS í Afganistan, Abdul Hasib, hefur verið drepinn. Þetta segir í yfirlýsingu frá forseta landsins, Ashraf Ghani. BBC greinir frá.
Hasib er sagður hafa verið drepinn fyrir 10 dögum síðan í hernaðaraðgerðum afganskra yfirvalda í Nangarhar-héraði í austurhluta Afganistan.
Talið er að Hasib hafi skipulagt árás á herspítala í Kabúl, höfuðborg landsins, í mars síðastliðnum. 30 manns létust í árásinni.
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði áður ýjað að því að bandarískar og afganskar hersveitir hefðu ráðið niðurlögum Hasib.
Í júlí 2016 létust 80 manns í Kabúl í sjálfsmorðsárás af hendi ISIS. Þá létust 30 manns í árás samtakanna á mosku þar í borg í nóvember sama ár.
Erlent