Geir Sveinsson hefur kallað Theodór Sigurbjörnsson inn í leikmannahóp íslenska landsliðsins en hann æfir með liðinu síðdegis í dag.
Gunnar Steinn Jónsson meiddist á ökkla á æfingu í Makedóníu og er óljóst með þátttöku hans í leiknum á morgun. Gunnar Steinn gat heldur ekki tekið þátt í fyrri leik liðanna í Makedóníu.
Leikur Íslands og Makedóníu fer fram í Laugardalshöll annað kvöld kl.19.45.
Theodór Sigurbjörnsson inn í landsliðshópinn
Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar