Sport

Aníta þriðja á móti í Bandaríkjunum

Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir hljóp á 2:03,78 en Íslandsmet hennar er 2:00,14.
Aníta Hinriksdóttir hljóp á 2:03,78 en Íslandsmet hennar er 2:00,14. FRÍ
Hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir tók í gær þátt í 800 metra hlaupi í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Aníta endaði í þriðja sæti síns riðils en tími Anítu var 2:03,78. Mótið ber heitið Payton Jordon-boðsmótið.

Sigurvegari riðilsins var Chrishuan Williams en hún hljóp á 2:02,58. Keppt var í fjórum riðlum og var tími Anítu betri en sigurtímarnir í öllum hinum riðlunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×