Öryggishnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins vegna dauðahótana Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2017 11:59 Að sögn Kristjáns B. starfar Kristín Helga formaður Rithöfundasambandsins og hennar fólk að baki læstum dyrum með öryggishnapp sér til halds og trausts. Eiríkur Örn vill fá að vita hver á vegum sambandsins sigaði geðbatteríinu á Bjarna Bernharð. Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur kallar eftir svörum: Hver það var innan Rithöfundasambands Íslands sem sigaði geðbatteríinu á Bjarna Bernharð? Eiríkur setur fram fyrirspurn þess efnis á Facebooksíðu sem heitir Menningarátökin, þar sem rætt er um málefni sem tengjast menningarmálum vítt og breytt. Í umræðum þar við upplýsir Kristján Bjarki Jónasson útgefandi að síðast þegar hann vissi þá var sérstakur neyðarhnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins og hafði honum verið komið þar fyrir vegna dauðahótana. Frá hverjum kemur ekki fram en víst er að talin hefur verið ástæða til að taka þær hótanir alvarlega. Eins og fram kom í ítarlegu viðtali við Bjarna Bernharð í útvarpsþættinum Harmageddon, þá var hann lokaður inni á geðdeild. Að sögn Bjarna var sú vistun að undirlagi einhvers innan rithöfundasambandsins en Bjarni telur víst að einhver hafi viljað losna við hann af aðalfundi sem nýverið var haldinn á vegum sambandsins. Áður hafði honum verið úthýst af lokuðum Facebookhópi rithöfunda.Veltir fyrir sér því að leggja fram kæru á hendur ríkinuBlaðamaður Vísis ræddi við Bjarna eftir viðtalið á X-inu og þá sagðist hann vera að ráðgast við lögmann sinn, sem er Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður. Bjarni sagði að ekki stæði til að leggja fram kæru á hendur Rithöfundasambandinu vegna málsins, ef til þess kæmi. „Nei, það verður ekki lögð fram kæra á hendur RSÍ, heldur ríkinu, sem er ábyrgðaraðili fyrir geðsvið Landspítalans. Ég mun skoða það með lögmönnum mínum eftir næstu helgi, þá verður tekin ákvörðun hvort farið verður í málsókn,“ sagði Bjarni.Tjáningarfrelsi Bjarna jafn mikilvægt og annarraEiríkur Örn telur vert að ljósi verði varpað á málið: „Mikið væri gott ef það kæmist nú bara á hreint hver það var – innan eða utan Rithöfundasambandsins – sem fór fram á nauðungarvistun Bjarna. Það væri öllum sennilega mikil hugarhægð að vita það bara.“ Nokkur umræða er um málið og segir til að mynda Bogi Reynisson að það hljóti að verða að taka það alvarlega, í ljósi forsögu Bjarna, ef hann tjáir sig á almannafæri um að hann vilji valda fólki skaða. En Eiríkur Örn bendir á að taka verði fullt tillit til mannréttinda hans og tjáningarfrelsis, sem og annarra.Starfsfólk Rithöfundasambandsins bak við læstar dyrKristján B. Jónasson upplýsir þá um stranga öryggisgæslu sem ríkir á skrifstofu Rithöfundasambandsins. „Síðast þegar ég vissi var starfsfólk Rithöfundasambandsins með öryggishnapp við borðið sitt og vann bak við læstar útidyrahurðir vegna ágangs ýmissa aðila. Kom þarna oft á fundi og varð að tilkynna það áður svo opnað yrði fyrir mér, þá hafði einmitt borist dauðahótun skömmu áður, þetta var fyrir svona 5 árum. Það virðist vera mjög algengt að rithöfundar kenni sambandinu um allt sem aflaga fer í lífi sínu. Ég myndi ekki nenna að vinna á svona stað.“ Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira
Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur kallar eftir svörum: Hver það var innan Rithöfundasambands Íslands sem sigaði geðbatteríinu á Bjarna Bernharð? Eiríkur setur fram fyrirspurn þess efnis á Facebooksíðu sem heitir Menningarátökin, þar sem rætt er um málefni sem tengjast menningarmálum vítt og breytt. Í umræðum þar við upplýsir Kristján Bjarki Jónasson útgefandi að síðast þegar hann vissi þá var sérstakur neyðarhnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins og hafði honum verið komið þar fyrir vegna dauðahótana. Frá hverjum kemur ekki fram en víst er að talin hefur verið ástæða til að taka þær hótanir alvarlega. Eins og fram kom í ítarlegu viðtali við Bjarna Bernharð í útvarpsþættinum Harmageddon, þá var hann lokaður inni á geðdeild. Að sögn Bjarna var sú vistun að undirlagi einhvers innan rithöfundasambandsins en Bjarni telur víst að einhver hafi viljað losna við hann af aðalfundi sem nýverið var haldinn á vegum sambandsins. Áður hafði honum verið úthýst af lokuðum Facebookhópi rithöfunda.Veltir fyrir sér því að leggja fram kæru á hendur ríkinuBlaðamaður Vísis ræddi við Bjarna eftir viðtalið á X-inu og þá sagðist hann vera að ráðgast við lögmann sinn, sem er Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður. Bjarni sagði að ekki stæði til að leggja fram kæru á hendur Rithöfundasambandinu vegna málsins, ef til þess kæmi. „Nei, það verður ekki lögð fram kæra á hendur RSÍ, heldur ríkinu, sem er ábyrgðaraðili fyrir geðsvið Landspítalans. Ég mun skoða það með lögmönnum mínum eftir næstu helgi, þá verður tekin ákvörðun hvort farið verður í málsókn,“ sagði Bjarni.Tjáningarfrelsi Bjarna jafn mikilvægt og annarraEiríkur Örn telur vert að ljósi verði varpað á málið: „Mikið væri gott ef það kæmist nú bara á hreint hver það var – innan eða utan Rithöfundasambandsins – sem fór fram á nauðungarvistun Bjarna. Það væri öllum sennilega mikil hugarhægð að vita það bara.“ Nokkur umræða er um málið og segir til að mynda Bogi Reynisson að það hljóti að verða að taka það alvarlega, í ljósi forsögu Bjarna, ef hann tjáir sig á almannafæri um að hann vilji valda fólki skaða. En Eiríkur Örn bendir á að taka verði fullt tillit til mannréttinda hans og tjáningarfrelsis, sem og annarra.Starfsfólk Rithöfundasambandsins bak við læstar dyrKristján B. Jónasson upplýsir þá um stranga öryggisgæslu sem ríkir á skrifstofu Rithöfundasambandsins. „Síðast þegar ég vissi var starfsfólk Rithöfundasambandsins með öryggishnapp við borðið sitt og vann bak við læstar útidyrahurðir vegna ágangs ýmissa aðila. Kom þarna oft á fundi og varð að tilkynna það áður svo opnað yrði fyrir mér, þá hafði einmitt borist dauðahótun skömmu áður, þetta var fyrir svona 5 árum. Það virðist vera mjög algengt að rithöfundar kenni sambandinu um allt sem aflaga fer í lífi sínu. Ég myndi ekki nenna að vinna á svona stað.“
Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira