Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Ritstjórn skrifar
Ingunn Björnsdóttir, dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló, segir að lyfjagagnagrunnur Landslæknisembættisins sé meingallaður og gefi rangar upplýsingar um lyfjanotkun, sem geti stefnt lífi sjúklinga í hættu. Þrátt fyrir að vitað hafi verið um gallann í mörg ár hafi ekki verið brugðist við honum og því megi einnig draga í efa fullyrðingar um að Íslendingar eigi heims- og Norðurlandamet í notkun ýmissa lyfja.

Rætt verður við Ingunni í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar fjöllum við líka um málefni Vestmannaeyjaferjunnar en samgöngur til Eyja lágu niðri í dag, og ræðum við Svanhildi Konráðsdóttur í beinni útsendingu, en hún tekur nú við starfi forstjóra Hörpu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×