Innlent

Þurfa ekki lengur að framvísa skilríkjum á leið frá Danmörku til Svíþjóðar

Atli Ísleifsson skrifar
Þeir sem ferðast frá Danmörku til Svíþjóðar hafa þurft að framvísa skilríkjum Danmerkurmegin frá ársbyrjun 2016.
Þeir sem ferðast frá Danmörku til Svíþjóðar hafa þurft að framvísa skilríkjum Danmerkurmegin frá ársbyrjun 2016. Vísir/AFP
Sænska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að þeir sem ferðast frá Danmörku og til Svíþjóðar munu ekki þurfa að framvísa skilríkjum líkt og verið hefur frá ársbyrjun 2016.

Innanríkisráðherrann Anders Ygeman greindi frá þessu á fréttamannafundi síðdegis en sagði að nauðsynlegt væri að herða eftirlit sænsku lögreglunnar á landamærum Svíþjóðar. Þetta kemur fram í frétt SVT.

Sænsk stjórnvöld ákváðu að skikka fólk til að framvísa skilríkjum á leið sinni til Svíþjóðar vegna mikils straums flóttamanna til landsins árið 2015.

Hefur nú verið ákveðið að hverfa frá slíku eftirliti þar sem hælisleitendum hefur fækkað mikið á síðustu mánuðum, auk þess að mikil vandamál hafa skapast fyrir þá sem ferðast daglega milli landanna vegna vinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×